Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 LESBÓK Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið ROKK Nýjasta sólóplata rokksöngkonunnar Cherie Currie, Blvds Of Splendor, kemur út í stafrænu formi undir lok mánaðarins en hún var upphaflega gefin út í takmörkuðu upplagi á vínyl í fyrra. Currie er frægust fyrir að hafa verið söngkona stúlknabandsins Runaways meðan hún var ennþá táningur á áttunda áratugnum en með henni í bandinu voru m.a. Joan Jett og Lita Ford. Currie leggur einnig stund á keðjusagarlist og slasaðist lífshættulega við þá iðju árið 2016 en greri sára sinna. Meðal gesta á nýju plötunni eru rokkgoðsagnir á borð við Billy Corgan, Slash og Duff McKagan. Þá kemur leik- og söngkonan Juliette Lewis einnig við sögu. „Ég hef aldrei skemmt mér eins vel við gerð plötu,“ segir Currie í kynningarefni sem fylgir útgáfunni. Currie aftur á kreik Cherie Currie í essinu sínu. AFP POPP „Ögrandi plata frá einni djörfustu röddinni í poppheimum.“ Þannig kemst gagnrýnandi breska blaðsins The Independ- ent að orði um fyrstu breiðskífu bresk/ japönsku söngkonunnar Rinu Sawayama sem kom út í gær. Platan, sem ber ættarnafn söngkonunnar, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum og gagnrýnandinn, Elisa Bray, er ánægð með hversu víða tónlistin teygi anga sína – enda hafi Sawayama sagt að henni leiðist mjög auðveldlega staldri hún of lengi við á sama stað. Þá komi hún víða við í textagerðinni líka, yrkisefnið sé allt frá gelgjuangist yfir í loftslagsbreytingar. Frá gelgjuangist yfir í loftslagsmál Rina Sawayama fær ljómandi góða dóma. AFP Beastie Boys í stuði árið 2004. Mynd um Beastie Boys SJÓNVARP Aldarfjórðungi eftir að hann leikstýrði hinu fræga myndbandi við lagið Sabotage er kvikmyndagerðarmaðurinn Spike Jonze aftur kominn í samstarf við Beastie Boys. Nú er það heimildar- mynd um hið goðsagnakennda rappband, sem kallast einfaldlega Saga Beastie Boys og verður frum- sýnd á Apple TV+ í lok vikunnar. Eftirlifandi meðlimir, Mike Dia- mond (Mike D) og Adam Horovitz (Ad-Rock), segja þar sögu sína, en að eigin sögn voru þeir í upphafi miðlungsrapparar, frægir í fjórtán húslengda radíus, en voru svo allt í einu farnir að vinna með Rick Rub- in og túra með sjálfri Madonnu. Þriðji meðlimurinn, Adam Yauch (MCA), lést árið 2012 af völdum krabbameins. Í þáttunum er rætt við afreksfólkí íþróttum sem hefur með ein-stöku hugarfari og þrautseigju sigrast á ólíkum áskorunum í gegn- um lífið, innan vallar og utan. Áhorfendur kynnast viðmælendum í sínu náttúrulega umhverfi og fá að sjá hliðar sem fáir ef nokkrir þekkja, að baki sögum sem flestir hafa heyrt; kynnast manneskjunni undir búningnum. Rætt er við sam- starfsfólk, fjölskyldu og vini og kaf- að undir yfirborðið í sögu hvers og eins.“ Þannig hljómar kynning á Áskor- un, þáttum sem hófu göngu sína á fimmtudaginn var. Um er að ræða fimm þætti sem koma inn í Sjón- varp Símans Premium á fimmtu- dögum og eru svo sýndir í línulegri dagskrá í Sjónvarpi Símans sama kvöld. Umsjón hefur Gunnlaugur Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrver- andi knattspyrnumaður og -þjálfari. „Það eru tvö ár síðan ég fékk þessa hugmynd,“ segir Gunnlaugur. „Ég var að leita mér að vinnu á þeim tíma og hugsaði með mér að gaman yrði að kafa svolítið í íþróttasöguna. Það er alltof lítið gert af því hér á landi. Ég fór á stúfana til að kynna hugmyndina og Sagafilm sýndi henni fljótlega áhuga og skömmu síðar kom Sjón- varp Símans inn í verkefnið.“ Af vettvangi fjölmiðla er Gunn- laugur sennilega þekktastur fyrir útvarpsseríuna „Árið er“ sem hann vann með Ásgeiri Eyþórssyni fyrir Rás 2 en eina reynsla hans af sjón- varpi voru heimildarþættir sem hann gerði um Eurovison-sögu Ís- lands fyrir nokkrum árum. Þá gerði hann hlaðvarpsþættina Návígi fyrir Fótbolta.net sem voru einskonar upptaktur að Áskorun. „Þetta var allt annars konar vinna en þegar ég gerði þættina um Eurovision, hér er ég að vinna efni frá grunni. Enda tók þetta tíma, tvö Manneskjan undir búningnum Í Áskorun, nýrri þáttaröð í Sjónvarpi Símans, ræð- ir Gunnlaugur Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrr- verandi knattspyrnumaður, við íslenskt afreks- fólk í íþróttum á persónulegum nótum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfarinn sigursæli í Svíþjóð var viðmæl- andi Gunnlaugs í fyrsta þættinum af Áskorun. Alls verða þættirnir fimm talsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.