Hreyfing - 01.06.1999, Qupperneq 7
VERTU FRJÁLS — reyklaus
Staðreyndir um reykingar kvenna
• í tóbaksreyk eru 40 krabbameinsvaldandi efni.
• Börn sem búa við óbeinar reykingar í móðurkviði verða fyrr háð nikótíni ef
þau byrja að fikta við reykingar síðar.
• Samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn má rekja um 100.000 fósturlát beint
til reykinga móðurinnar. Þetta samsvarar 100 fósturlátum á íslandi.
• Reykingar þungaðra kvenna í Bandaríkjunum leiða til þess að 10.000 nýburar
eru lagðir inn á gjörgæslu á hverju ári vegna heilaskaða og burðarmálsdauða.
• Enn ein könnunin í Bandaríkjunum sýndi að í þvagi margra nýbura, sem
bjuggu við reykingar í möðurkviði, var að finna efnið NNK sem er aukaefni
nikótíns en það getur valdið krabbameini seinna á lífsleiðinni.
• Vöggudauði er mun algengari meðal barna sem búa hjá foreldrum sem
reykja.
• Eitt af hverjum fjórum börnum undir 18 mánaða aldri sem verða fyrir
óbeinum reykingum fær af því astmakennda berkjabólgu.
• Ef ein sígaretta er reykt í návist barns er hægt að mæla niðurbrotsefni nikótíns
í þvagi barnsins þremur dögum síðar.
• Stúlkur með lítið sjálfstraust og lélega sjálfsmynd eru líklegri til að byrja að
reykja en aðrar stúlkur.
• Stúlkur sem reykja fá frekar cellulite (appelsínuhúð) en þær sem ekki reykja.
• Stúlkur, sem eiga foreldra sem reykja, eru í tvölfalt meiri hættu að byrja að
reykja en stúlkur frá reyklausum heimilum.
• Konur sem reykja eru að jafnaði þyngri en reyklausar konur.
• Tíðarhvörf hjá konum sem reykja verða 2-3 árum fyrr en hjá reyklausum
konum.
• Konur sem reykja 25 eða fleiri sígarettur á dag eru í 44 faldri áhættu að fá
lungnakrabbamein miðað við konur sem reykja ekki.
• „Light" og „slim" sígarettur, sem eru markaðssettar fyrir konur, eru jafn skað-
legar og aðrar sígarettur. Þær sem reykja „léttar" sígarettur hafa tilhneigingu
til að sjúka reykinn dýpra ofan í lungun en það veldur óviðráðanlegra krabba-
meini en ella.
• Mæður eru sterkustu fyrirmyndir barna sinna og þeir unglingar sem búa við
leiðandi uppeldishætti eru ólíklegri til að reykja en unglingar afskiptalausra,
skipandi og eftirlátra foreldra.
• Aðeins 4% kvenna í Harvard háskóla reykja. Ætli þetta sé spurning um gáfna-
far?
7