Hreyfing - 01.06.1999, Side 12

Hreyfing - 01.06.1999, Side 12
þar strax tækifæri til að vinna með sorg sína, fá að sjá hinn látna og kom- ast í snertingu við dauðann. Láta þarf ættingja og vini vita um andlátið, og venja er að tilkynna það í útvarpi og blöðum. Þessar tilkynningar er hægt að gera símleiðis, en koma þarf mynd til dagblaða. Þegar jarðarför fer fram í kyrrþey er andlát tilkynnt eftir útförina. Ungum börnum skal sagt frá látinu á skýran og einfaldan hátt og svara skal spurningum þeirra varðandi andlátið á einfaldan og auð- skiljanlegan hátt. Ekki er skynsamlegt að reyna að leyna börn einhverju sem þau gætu síðar fengið að vita við óheppilegar aðstæður. Þess eru dæmi að barn hafi átt í miklum erfiðleikum með að takast á við sannleika sem ekki er sagður því með varfærni og hlýju heldur kastað fram í hita leiks. Nokkrar útfararstofur eru reknar í Reykjavík og einnig víða út um land. Þær veita þjónustu, svo sem flutning á líki, útvega kistu og líkklæði ef óskað er, og allt sem lýtur að frágangi í kistu og kistu- lagningu. Einnig getur útfararstjóri talað við prest, útvegað kirkju, söngfólk, org- anista og pantað grafreit. Útfararstjóri leiðbeinir líkmönnum og þeim sem bera blóm og kransa og sér um uppsetningu og prentun sálmaskrár, sé þess óskað. Prestur viðkomandi sóknar er oft fenginn til að annast kistulagningu, þar sem aðeins eru viðstaddir nánustu ætt- ingjar og vinir sem og útfararathöfnina. Hægt er að hafa samráð við prestinn um sálmaval og tónlist ef fólk óskar. Það er ekki skylda, heldur hefð, að hafa kistulagningu sem kveðjuathöfn. Sumir kjósa frekar að hafa kveðjuat- höfn heima í stað kistulagningar. Hægt er að fá til annan prest heldur en sóknarprest til að annast kveðjuat- höfn, kistulagningu og útför. Hvort fólk heldur erfidrykkju eða ekki verður að vera eftir óskum hvers og eins. Andlegur stuðningur Andlát getur borið snöggt að eða átt sér aðdraganda. Þegar aðdragandi er að andláti hefur farið fram nokkur úr- vinnsla og eins konar undirbúningur. Hjúkrunarfólk hefur tekið þátt í ferlinu og er í stakk búið að veita hlýju og stuðning, sem aðstandendur geta tekið á móti með opnum huga. Snöggur og óvæntur dauði er flestum enn erfiðari, enda gefst þá ekki færi á að undirbúa sig. Hins vegar er það vart mögulegt nokkurri manneskju að und- irbúa sig að fullu gagnvart dauðanum. Syrgjendur ganga í gegnum tímabil sorgarinnar, sem séra Bragi Skúlason segir frá í bók sinni Von. Það er breskur geðlæknir, Colin Murray Parkes sem hefur skilgreint þessi tímabil á þennan veg: 1. Tilfinningaleysi og doði. 2. Söknuður. 3. Upplausn og örvænting. 4. Enduruppbygging. Hér í þessari stuttu grein verður ekki farið út í nánari skilgreiningar, en bent á þessa ágætu bók. Hlutverk ættingja og vina er mikil- vægt, og eru syrgjendur hvattir til þess að þiggja hjálp þeirra og vináttu. Prestur getur komið inn í ferlið bæði fyrir og eftir andlát, en það fer að sjálf- sögðu eftir aðdraganda. Hlutverk prestsins getur verið að tilkynna óvænt andlát. Nærvera hans og samband við syrgjendur getur verið afar mikilvægt. Hjúkrunarfólk, sem annast hefur hinn látna í veikindum hans hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Félagsráðgjafar á sjúkrahúsum eru til staðar og sjálfsagt að leita aðstoðar þeirra þar sem við á. Einnig er fólki bent á að leita til sálfræðings eða geð- læknis ef þunglyndi og tilhneiging til að draga sig inn í skel sína leitar á. Hér á landi starfa Ný dögun - samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Upphaf- lega voru þessi samtök stofnuð af nokkrum ekkjum, sem fundu á þennan hátt farveg fyrir sorg sína og missi með því að ræða við þá sem eins var ástatt fyrir. Samtök þessi starfa víða um land og hafa reynst mörgum mikil hjálp. Hollráð Reyndu að horfast í augu við tilfinn- ingar þínar hverjar sem þær eru. Reyndu að koma lífi þínu í fastar skorður á ný. Hugsaðu um heilsuna og gættu að mataræði. Leyfðu vinum þínum að hjálpa þér og talaðu við þá um sorg þína og missi. Líttu yfir lífið, sem þið áttuð saman og skoðaðu myndir, sem vekja góðar minningar. Taktu einn dag í einu. Fjármál Þeir sem missa maka sinn eiga nær 0 undantekningarlaust rétt á bótum frá Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyris- sjóði maka. Flestir launþegar greiða nú í lífeyris- sjóð (einn eða fleiri), sem veitir maka sjóðfélaga rétt á greiðslum (makalíf- eyri, barnal(feyri) úr sjóðnum. Þess vegna er nauðsynlegt að athuga bótarétt - bæði hvað varðar bætur úr lífreyrissjóði maka og frá Tryggingar- stofnun ríkisins. Við makamissi er sótt um dánar- bætur hjá Tryggingarstofnun ríksins, í Reykjavík hjá Þjónustumiðstöð TR, Tryggvagötu 28, og utan Reykjavíkur í umboðum TR. í handbók TR segir að heimilt sé að greiða dánarbætur í sex mánuði þeim sem missa maka sinn. í 6. gr. laga um félagslega aðstoð segir um dánarbætur: Heimilt er að greiða hverjum þeim, sem á lögheimili hér á landi og verður ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs, bætur í sex mánuði eftir lát maka, nú 17.604 kr. á mánuði. Ef hlutaðeigandi er með barn yngra en 18 ára á framfæri, eða við aðrar sér- stakar aðstæður, er heimilt að greiða bætur í a.m.k. 12 mánuði til viðbótar en þó aldrei lengri tíma en 48 mánuði, 13.727 kr. á mánuði. Lokaorð Það er von mín að þessi grein geti hjálpað einhverjum að fóta sig í því rót- leysi og umkomuleysi sem makamissir veldur og leiði til þess að auðveldara verði að finna alla spottana sem finna þarf. Einnig bendi ég á bókalistann hér að neðan, sem er gagnlegur öllum. Auður Matthíasdóttir, félagsráðgjafi Heimildir: Handbók Tryggingastofnunar ríkisins Fræðslu- og útgáfudeild 1995 Heimasiða: www.tr. is Séra Bragi Skúlason. 1992 Von. Bók um viðbrögð við missi. Hörpuút- gáfan Sigurður Pálsson. 1998 Börn og sorg. Skálholtsútgáfan, útgáfufé- lag þjóðkirkjunnar, Reykjavík. Úrsúla Markham. 1997 Sorgarviðbrögð. Huggun I harmi. Sjálfs- hjálp og spurningum þinum svarað. Vasaútgáfan, Reykjavik. Hagstofa íslands Heimasiða: www.hagstofa.is Útfararstofa kirkjugarðanna Reykjavik. 12

x

Hreyfing

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hreyfing
https://timarit.is/publication/1456

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.