Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Page 8
framh. af bls. 1
Að Ólympíuleikunum loknum,
þá setti stjórn HSÍ sér það mark-
mið að ná einu af sex efstu sæt-
unum á Heimsmeistarakeppn-
inni í Sviss 1986 og vinna sér
þannig sæti á Ólympíuleikunum í
Seoul 1988. Þetta markmið náð-
ist einnig. Stjórn HSÍ hafði það
mikla trú á landsliðshópnum og
þjálfara hans, og teldu það raun-
hæft markmið að ná þessum ár-
angri í Sviss með miklu og mark-
vissu undirbúningsstarfi fram að
keppninni, jafnt á leikvelli sem
fyrir utan hann. Líklegt er, að
margir hafi ekki haft þessa trú á
landsliðinu okkar og skal þeim
ekki láð það. En það gildir jafnt í
íþróttum, viðskiptalífinu og lífinu
almennt, að menn verða að setja
sér markmið og vinna síðan af
alefli og leita leiða til að ná settu
markmiði. Ef vel er unnið, þá eru
meiri líkur á að ná settu mark-
miði.
Það hefur ávallt verið stefna
stjórnar Handknattleikssam-
bandsins, að landslið okkar sé
meðal svo kallaðra A-þjóða í
handknattleik og vinni sér rétt til
þátttöku í A-heimsmeistara-
keppni og Ólympíuleikum.
Landslið íslands hefur tekið þátt í
sjö A-heimsmeistarakeppnum
og Olympíuleikum. Landslið ís-
lands hefur tekið þátt í sjö A-
heimsmeistarakeppnum af ellefu
sem hafa verið haldnar frá því
1938.
Happdrætti og fjármögnun
undirbúningsins fyrir
Heimsmeistarakeppnina
Það er Ijóst, að hefði Hand-
knattleikssambandið ekki haft
traust og stuðning fjölmargra vel-
viljaðra einstaklinga, fyrirtækja,
Ólympíunefndar íslands og
Ríkisstjórnarinnar, þá hefði ekki
verið hægt að undirbúa liðið sem
skildi fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í Sviss og mjög ólíklegt, að
þessi árangur hefði náðst þar.
Aldrei hefur meiri tíma eða fjár-
magni verið varið til að undirbúa
íslenskt landslið fyrir þátttöku í
heimsmeistarakeppni eins og
núna fyrir keppnina í Sviss. Á
rúmu einu og hálfu ári fyrir
Heimsmeistarakeppnina, eða frá
því fyrir Ólympíuleikana 1984, þá
hafði landsliðið leikið um sjötíu
landsleiki og verið í æfingabúð-
um og keppnisferðum með þátt-
töku í mörgum alþjóðlegum stór-
mótum erlendis og á íslandi í
samtals sex mánuði á þessu
tímabili.
Þess skal getið, að í desember
1985 tók Handknattleiks-
sambandið einnig þátt í Heims-
meistarakeppni pilta yngri en 21
árs, sem fram fór á Italíu og B-
Heimsmeistarakeppni kvenna,
sem fram fór í Vestur-Þýska-
landi, það er að segja, að á
nokkrum manuðum hefur HSÍ
tekið þátt í þremur heimsmeist-
arakeppnum og undirbúið lands-
liðin fyrir þessar keppnir.
Til aö fjármagna þennan undir-
búning, þá hefur HSÍ leitað eftir
samstarfi við fjölmörg fyrirtæki
um kynningu á þjónustu þeirra
og eflingu handknattleiksíþróttar-
innar, þá hefur HSÍ fengið styrk
að upphæð 2 miljónir króna frá
Ríkisstjórninni og Ólympíunefnd
íslands hefur veitt stuðning uppá
eina milljón krónur.
íþróttir og landkynning
Aldrei hefur íslenska þjóðin
fylgst jafn vel og innilega með
einum íþróttaviðburði eins og
Heimsmeistarakeppninni í
handknattleik í Sviss. Árangur
landsliðsins í þessari keppni,
mun án efa auka áhuga þjóðar-
innar og sérstaklega unglinga á
íþróttum, og einnig auka skilning
stjórnvalda og fyrirtækja á þeirri
miklu landkynningu, sem þátt-
taka afreksíþróttamanna okkar í
alþjóðlegum keppnum hefur.
Þess skal getið að leikjum ís-
lenska landsliðsins á
Heimsmeistarakeppninni í Sviss
var sjónvarpað til Kóreu, Dan-
merkur, Svíþjóðar, Spánar, Rúm-
eníu og leiknum ísland - Tékkó-
slóvakía var sjónvarpað beint í
Eurovision dagskrá um alla Evr-
ópu. Á sama hátt var mörgum
leikjum íslands á Ólympíuleikun-
um 1984 í Los Angeles sjónvarp-
að víða um heim. Þess skal get-
ið, að í beinum útsendingum frá
Ólympíuleikunum 1984 þá kost-
aði hver auglýsinga-mínúta um
200.000 dollara. Af þessum
tölum má sjá, hvað ódýrt það er
fyrir ísland að kynna landið með
þátttöku í alþjóðlegum íþrótta-
mótum. Umfjöllun alþjóðlegra
fjölmiðla vekur fólk til umhugsun-
ar um land, þjóð og útflutnings-
vörur.
Ólympíuleikarnir í Seoul 1988
Þátttaka Islands í Ólympíu-
leikunum í Seoul 1899 mun vekja
mikla athygli, sérstaklega ef okk-
ur tekst að undirbúa þátttöku
íþróttamanna okkar vel fyrir
leikana, svo vænta megi góðs
árangurs þar.
Stjórn Handknattleikssam-
bandsins þakkar öllum þeim,
sem stutt hafa undirbúning og
þátttöku landsliðsins í Heims-
meistarakeppninni í Sviss og
vonast eftir áframhaldandi
ánægjulegu samstarfi og stuðn-
ingi við að undirbúa landsliðið
fyrir Ólympíuleikana 1988.
Stjórn HSÍ óskar öðrum sér-
samböndum innan Isí góðs
gengis í þeim alþjóðlegum
keppnum, sem þau eru að und-
irbúa þátttöku í og vonast eftir,
að sá hópur afreks-íþrótta-
manna, sem Ólympíunefnd Is-
lands sendir til Seoul 1988 verði
sem fjölmennastur og bestur.
Jón Hjaltalín Magnússon
form. Handknattleikssamb. ísl.
8