Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Qupperneq 6
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Fjölskylda í felum Egypskri fjölskyldu var neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi í nóvember og átti að vísa henni úr landi á miðvikudag. Fjöl- skyldan fannst þó ekki þegar yfirvöld bar að garði og er nú í felum á Íslandi. Málið hefur vakið mikla athygli. Dómsmála- ráðherra segir reglur ekki eiga við í tilviki fjölskyldunnar sem hefur dvalið hér í tvö ár og fest rætur og ekki komi til greina að breyta reglunum til að heimila fjölskyldunni að setjast að á Íslandi. Tilfellum fjölgar Staðfestum tilfellum af COVID-19 smiti fjölgaði mikið í vik- unni sem leið. Meðal annars kom upp smit í Háskóla Íslands, í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og á Reykjalundi svo dæmi séu tekin. Þriðjungur tilfella hefur verið rakinn til vínveitinga- staða og voru fæstir þeirra sem greindust í sóttkví. Jarðskjálftar Nokkuð var um snarpa skjálfta í vikunni sem leið en tæp- lega 830 skjálftar voru mældir á mælakerfi Veðurstofu. Á laugardag varð skjálfti af stærðinni 3,0 sem átti upptök rétt við Kleifarvatn. Á mánudag skalf jörð á Dalvík og Ólafs- firði vegna skjálfta sem mældist 3,4 og átti upptök sín 12 kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Öflugur skjálfti varð í Vatnajökli aðfaranótt þriðjudags og var hann 3,3 að stærð. Síðdegis á þriðjudag kom enn stærri skjálfti, 4,6 að stærð, á Norðurlandi með upptök í Skjálfandaflóa. Fannst sá skjálfti vel á Húsavík og Akureyri. Síðar um daginn kom annar stór skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,0 að stærð. Eldfjalla- fræðingur hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum á heimilum. Eyþór og Dóra í hár saman Borgarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir hjá Pírötum og Eyþór Laxdal Arnalds hjá Sjálfstæðisflokki hafa eldað grátt silfur í vikunni. Dóra hefur ítrekað nýtt vettvang fjölmiðla og borgarstjórnar til að ásaka Eyþór um mútu- þægni á meðan Eyþór sakar Dóru Björt um lygar og íhugar að leita réttar síns gagnvart henni. Til rannsóknar vegna barnakláms Fjórir íslenskir karlmenn eru til rannsóknar lögreglu og ákæruvalds eftir að gríðarlegt magn barnaníðsefnis fannst í fórum þeirra. Tvö málanna eru komin til ákæruvalds og rann- sókn lögreglu er á lokastigi í málum hinna tveggja. Lögreglan komst á spor mannanna eftir að Danir gerðu viðamikla rann- sókn á dreifingu og vörslu barnaníðsefnis seint á síðasta ári. Mennirnir höfðu aldrei komið við sögu lögreglu áður. Brutu siðareglur Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur blaðamanna þegar þeir nafngreindu Andreu Rán Snæfeld, leikmann Breiðabliks, eftir að hún greindist með COVID-19 sjúkdóminn. Brotið var metið alvarlegt. 1 Guðmundur Elís braut gegn fleiri konum – Óhugnanlegar lýsingar í Kastljósi og langur afbrotaferill Guðmundur Elís Sigurvinsson hefur verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konum. Þolandi hans steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. 2 11 drengur fannst látinn í Garða-bæ – „Málið er í rannsókn“ 11 ára drengur lést af völdum skot- sárs í heimahúsi í síðustu viku. 3 Auður giftist á Litla-Hrauni og hefur ekki fengið að snerta manninn sinn síðan – „Ég veit ekki hvort ég að hlæja eða gráta“ Vegna COVID fær Jóna Auður Haraldsdóttir ekki að snerta eiginmann sinn sem hún giftist á Litla-Hrauni í júlí. 4 Lára opnar sig um nóttina ör-lagaríku á Hótel Sögu – „Það var gott að kyssa hann“ Lára Clausen, önnur af íslensku stúlkunum sem fóru á hótel enska landsliðsins, steig fram í einkaviðtali við Daily Mail. 5 Páll segir egypska fjölskyldu-föðurinn vera „ósvífinn“ og Mogginn tekur undir – „Samtökin eru viðurkennd öfgasamtök“ Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kenn- ari, benti á tengsl föðurins í egypsku fjölskyldunni sem vísa átti úr landi við samtökin Bræðralag múslima. 6 Mynd af knattspyrnustjörnu vekur mikla athygli vegna kynfæra – „Er hann með snák í stuttbuxunum?“ Aðdáendur mark- manns Chelsea fengu áfall þegar mynd birtist af honum, en á myndinni virtust kynfæri hans risastór. 7 Nadía segir sögu sína af nótt-inni á Hótel Sögu í einkaviðtali við The Sun – „Það gerðust hlutir“ Nadía Sif Líndal, hin stúlkan sem fór á fund við ensku landsliðsmennina, steig fram í breskum fjölmiðlum og sagði sögu sína. 8 Nadía og Lára stíga fram í fyrsta íslenska viðtalinu – „Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi“ Þær Nadía Sif Líndal og Lára Clausen stigu fram í hlaðvarpi Sölva Tryggva- sonar. iPhone viðgerðir facebook.com/biladursimi 780 7459 www.biladursimi.com 6 FRÉTTIR 18. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.