Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Blaðsíða 18
18 EYJAN Húsavík var áberandi í Eurovision-myndinni. MYND/STEFÁN 18. SEPTEMBER 2020 DV DAUÐAFÆRI FYRIR ÍSLAND Með því að hækka endurgreiðslu framleiðslukostnaðar í kvik mynda­ gerð um tíu prósent er möguleiki á ríkulegri innspýtingu í hagkerfið. Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is S óknartækifæri er í djúpu efnahagslægðinni sem við stöndum nú frammi fyrir vegna krónaveirufarald- ursins. Þetta færi er í kvik- myndagerð en til þess að raungera þetta dauðafæri sem við höfum þurfa stjórnvöld að grípa boltann og gera Ís- land samkeppnishæft öðrum löndum með því að hækka endurgreiðslu framleiðslu- kostnaðar í kvikmyndagerð að sögn kvikmyndagerðarfólks. Hækka þarf endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, fram- kvæmdastjóri hjá framleiðslu- fyrirtækinu True North, vakti athygli á málinu í vikunni sem leið í viðtali í Virkum morgn- um á RÚV. Þar benti hann á að í dag væri aðeins 25 prósenta framleiðslukostnaðar sem til fellur á Íslandi endurgreiddur kvikmyndaframleiðendum en það sé ekki nægilegt til að gera Ísland að álitlegum kosti fyrir stórframleiðendur úti í heimi. Þetta hafi sannast með frægu Eurovision-myndina þar sem Ísland var í áberandi hlutverki. Engu að síður fóru framleiðendur myndarinnar þá leið að taka upp mikið af senum sem áttu að eiga sér stað hér á landi í Skotlandi, en Leifur telur það beina af- leiðingu þess að Ísland sé dýrt land og því sé hagkvæmara að leita á önnur mið eftir „ís- lensku“ myndefni. En með því að hækka endur- greiðsluna um 10 prósent væri Ísland orðið samkeppnishæft. „Þetta er undirstaða ferða- þjónustunnar. Það eru fjöru- tíu prósent ferðamanna sem segjast koma til Íslands því þeir sjá landið í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Þannig að ég myndi segja að þetta sé undirstaða ferðaiðnaðarins,“ sagði Leifur í samtali við RÚV í vikunni. Önnur lönd hafi nú gripið til þess ráðs að hækka endur- greiðslu framleiðslukostnaðar í kórónaveirufaraldrinum til að lokka að framleiðendur með stóra framleiðslu. Til dæmis sjónvarpsþætti sem eru gjarnan í rúmlega hálft ár í tökum og þýði það mikla innspýtingu í hagkerfið. Húsavík við Skjálfanda Tekur hann sem dæmi Húsa- vík sem hafi verið áberandi. „Ég held að bæjarstjórnin á Húsavík hafi látið gera ein- hverja könnun á þessu og mér barst til eyrna í spjalli mínu við Kristján bæjarstjóra að svona gróft mat væri að markaðsvirðið hefði verið 4-5 milljarðar. Og það var bara á fyrstu tveimur vikunum eftir að myndin kom út á Netflix.“ Auknar vinsældir Húsavíkur DV hafði samband við Krist- ján Þór Magnússon, sveitar- stjóra Norðurþings, og bar þessa fullyrðingu Leifs undir hann. Hann sagði að eitthvað hefði skolast til hjá Leifi en Kristján hefði vísað til út- tektar sem Viðskiptablaðið lét gera fyrir sig um mark- aðsvirði þeirrar auglýsingar fyrir Húsavík og Ísland sem hafi fengist með Eurovision- myndinni. „Þetta kemur svo sem ekki frá mér. Þetta hefur eitthvað skolast til í umræðunni. Við höfum verið að vitna í frétt frá 1. júlí í Viðskiptablaðinu um hversu mikils virði svona umfjöllun er fyrir Húsavík og Ísland á þessum tíma sem leið og þá voru nefndir þessir fimm milljarðar.“ Kristján segir Húsavík hafa fundið fyrir auknum áhuga eftir að myndin kom út. „Erlendir ferðamenn hafa verið svona á stangli. Þá hefur þetta auðvitað skilað okkur alveg ótrúlega jákvæðri um- fjöllun, ekki síður bara hérna innanlands. Við finnum nátt- úrulega bara fyrir sumrinu í sumar sem miðað við allt var bara virkilega gott. Ég held að þessi mynd og nýja lagið og annað hafi klár- lega spilað rosalega stórt hlutverk í því og við munum vinna auðvitað bara áfram með þetta sem og annað sem við höfum verið að byggja hér upp.“ Kristján tekur undir með Leifi að það sé sóknarfæri fyrir Ísland í COVID að gera Ísland að álitlegri kosti fyrir kvikmynda- og sjónvarps- þáttaframleiðendur. „Ég get alveg tekið undir með Leifi að það er mjög stórt tækifæri á þessum tíma sem er núna að hækka þessa endurgreiðslu upp í þetta 35 prósenta hlutfall til þess að vera enn betur samkeppnis- hæf um að fá myndir eða þáttaseríur hingað til landsins meðan þetta COVID-ástand varir jafnvel. Maður sér alveg hversu mikil innspýting þetta getur verið fyrir ákveðin svæði og landið í heild sinni þegar landið verður opnað.“ Kynningin á Húsavík sem fékkst með myndinni hafi verið ómetanleg. „Hún er náttúrulega að mörgu leyti bara ómetanleg fyrir okkur. Við vonumst auðvitað bara til þess að hægt verði að opna landið eins fljótt og mögulegt er og við getum tekið á móti fleiri gestum.“ Að sjálfsögðu vonar Krist- ján að Húsavík verði aftur fyrir valinu hjá kvikmynda- gerðarmönnum. „Það eru bara allir vel- komnir að sjálfsögðu. Ég held að Húsvíkingar og íbúar hérna fyrir norðan almennt séu gestrisið fólk og taki vel á móti öllum, hvort sem það eru svona verkefni eða önnur verðmætasköpun á svæðinu. Við reynum að ýta undir allt slíkt að sjálfsögðu og vonum það besta með það.“ 5,2 milljarða kynning Samkvæmt úttekt Viðskipta- blaðsins sem það fékk al- mannatengla- og ráðgjafar- fyrirtækið Cohn&Wolfe til að vinna fyrir sig, var ætlað að verðmæti markaðsherferðar Eurovision-myndarinnar hvað varðaði umfjöllun um Húsavík næmi hátt í 382 milljónum íslenskra króna á fyrstu vikunum eftir að myndin kom út. Heildarvirði sams konar umfjöllunar næmi 5,2 milljörðum króna. Leifur hefur bent á að með kvikmyndaframleiðendum komi innspýting í hagkerfið í formi skatta og annarra gjalda. Hundruð manna sem komi að slíkri framleiðslu nýti oft tækifærið og skoði og kynni sér landið, auk þess sem þau þurfa að borða, gista, leigja sér bifreiðar og annað. Svo sé landkynningin sem fæst af slíkum verkefn- um nánast ómetanleg og skili sér í kvikmyndatúristum sem séu bestu túristarnir. Leifur segir að samtal hans við ráðherra og þingmenn landsins hafi sýnt honum fram á að þverpólitískur vilji sé fyrir því að grípa tæki- færið. Engu að síður hefur endurgreiðslan ekki enn ver- ið hækkuð. Netflix, sem er risi á markaði kvikmynda og þáttagerðar í dag, hefur ekki hætt við framleiðslu verk- efna á Íslandi í kórónaveiru- faraldrinum, ólíkt öðrum stöðum í heiminum þar sem verkefni hafa verið lögð í salt vegna smithættu. Ástæða þess er viðbrögð landsins og árangur í baráttunni við veir- una. Það mætti því leiða líkur að því að dauðafæri sé fyrir stjórnvöld að nýta stöðuna og fá hingað inn framleiðendur, bara með því að hækka endurgreiðsluna. n Þetta hefur skilað okkur alveg ótrú- lega jákvæðri um- fjöllun. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings Leifur B. Dagfinnsson framkvæmda- stjóri True North

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.