Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Side 30
Jenelle Potter átti að sögn erfiða ævi í smábænum Mountain Town í Tennes
see. Þar búa um 2.500 manns.
Fjölskyldan flutti þangað árið
2005 þegar Jenelle var 23 ára.
Eldri systir hennar var flutt að
heiman en Jenelle var óvinnu
fær og stríddi við ýmsan
heilsubrest. Sykursýki, skert
heyrn og kvíðaröskun voru
aðeins hluti af því. Foreldrar
Jenelle vernduðu hana stíft
og hún var mjög einangruð.
Hún hitti fáa en varði miklum
tíma á netinu þar sem hún lét
gamminn geisa undir öðrum
nöfnum, fyrst á spjallrásum
og síðan á Facebook, eftir
að sá frægi samfélagsmiðill
kom til sögunnar. Segja má
að Jenelle hafi lifað lífi sínu
að miklu leyti á samfélags
miðlum.
Foreldrar hennar eru Bar
bara og Marvin Potter. Mar
vin var fyrrverandi her
maður í sjóhernum og hafði
þjónað í Víetnam. Hann hafði
einnig, að eigin sögn og Bar
böru, starfað fyrir CIA, en
sanngildi þeirra yfirlýsinga
er dregið mjög í efa. Þegar
þarna var komið sögu stríddi
Marvin við ekki minni heilsu
brest en dóttirin Jenelle og
var óvinnufær. Barbara hafði
starfað fyrir Hewlett Packard
en hún helgaði sig núna um
önnun veikra ættingja, sem
voru ástæðan fyrir því að fjöl
skyldan hafði flutt til Moun
tain Town.
Jenelle eignast vini
Það var í kringum 2010 sem
einangrun Jenelle í Mountain
Town var rofin að nokkru
leyti. Þá sá lyfjatæknirinn
Tracy Greenwell aumur á
henni og gaf sig á tal við
hana, dag einn þegar Jenelle
var að sækja lyfin sín í apó
tekið. Eftir þetta varði Jenelle
nokkrum tíma með Tracy og
vinum hennar, sem og bróður
hennar Billy Payne. Jenelle
varð bálskotin í Billy sem
endurgalt það ekki, heldur
tók saman við konu að nafni
Billie Hayworth. Árið 2011
eignuðust þau barn saman.
Tracy kynnti Jenelle líka
fyrir frænda sínum Jamie
Curd og þau áttu í ástarsam
bandi sem þau héldu leyndu
fyrir hinum ströngu og of
verndandi foreldrum Jenelle,
en hjónin héldu að Jamie væri
bara heimilisvinur enda sótti
hann líka í félagsskap þeirra
og kom oft á heimilið. Hvað
sem leið sambandinu við
Jamie var Jenelle áfram mjög
hrifin af Billy og var mjög
ósátt við samband hans við
Billie og að þau hefðu eignast
barn saman. Hún sagði að hún
hefði átt að fæða honum barn.
Ofsóknir á netinu
En einmitt þegar félags
lífið virtist loksins farið að
blómstra hjá Jenelle varð
hún fyrir miklum og vaxandi
ofsóknum á netinu. And
styggileg nafnlaus skilaboð
fóru að birtast á Facebook
síðunni hennar. Móðir hennar
Barbara, setti inn skilaboð
þar sem hún bað fólk um að
skrifa ekki á síðuna hennar.
Það hafði engin áhrif.
Jenelle hélt því fram að
Billie Hayworth stæði á bak
við ofsóknirnar. Jenelle sagði
jafnframt að fólkið öfundaði
hana af því hvað hún væri fal
leg og það væri ástæðan fyrir
ofsóknunum. Þessar ásakanir
Jenelle urðu hins vegar til
þess að Billy og Billie afvin
uðu hana á Facebook, nokkuð
sem henni mislíkaði mjög.
Hryllileg morð
Þann 31. janúar árið 2012
kom vinur parsins Billy
Payne og Billie Hayworth
að þeim látnum. Þau höfðu
bæði verið skotin í andlitið,
auk þess hafði Billy verið
skorinn á háls. Í fangi Billie
var sjö mánaða gamalt barn
hjónanna, og var á lífi, ósært.
Rannsóknarlögreglumað
urinn sem var yfir rannsókn
málsins sagði við fjölmiðla að
það þyrfti ótrúlega mann
vonsku til að myrða konu með
barn í fanginu.
Meðal þeirra sem lögregla
ræddi fljótt við í rannsókn
inni voru Jenelle og fjöl
skylda hennar, auk kærast
ans/heimilisvinarins Jamie.
Við yfirheyrslur sagði Jamie
við lögregluna að hann hefði
átt í skilaboðaspjalli við CIA
mann sem sagði að setið væri
um líf Jenelle.
Eftir sex klukkustunda yfir
heyrslur játaði Jamie að hafa
myrt parið í félagi við Marvin
Potter, föður Jenelle. Jamie
féllst á að vinna með lögregl
unni og tókst honum að út
vega hljóðritun þar sem Mar
vin gekkst við morðunum.
CIA-maðurinn Chris
Meðal þess sem fannst
við húsleit hjá Potterfjöl
skyldunni voru fjölmargar
ljósmyndir af parinu Billy
og Billie og mikið magn af
útprenti sem innihélt tölvu
póstsamskipti við mann að
nafni Chris, fulltrúa hjá CIA.
Chris átti mest tölvupóstsam
skipti við Barböru, móður
Jenelle. Chris sagði henni að
setið væri um líf Jenelle og
fólkið sem ætlaði að vinna
henni mein væru þau Billy
og Billie. Í augum Chris væru
þau bæði réttdræp.
Þetta var vægast sagt sér
kennilegt. Hvers vegna í
ósköpunum var CIAmaður
að skipta sér af fábrotnu
fólki í smábæ í Tennessee?
Þar að auki var textinn sem
maðurinn skrifaði barnaleg
ur og fullur af stafsetningar
villum. Enn fremur komust
rannsóknarmenn að því að
IPtala þessa Chris tilheyrði
í raun tölvu á heimilinu. Það
var Jenelle sem hafði skrifað
alla þessa tölvupósta. Fyrir
myndin að þessum Chris var
Chris Hayden, gamall bekkj
arbróðir Jenelle sem vann
við öryggisvörslu. Hann vissi
ekkert um þetta.
Enn fremur kom í ljós að
allar ofsóknir gegn Jenelle
á Facebook voru tilbúningur
hennar. Hún hafði stofnað
gerviaðganga og skrifað
þetta allt sjálf.
Jenelle var einföld stúlka
sem hafði lifað vernduðu
lífi og hvorki sótt sér fram
haldsmenntun né starfs
reynslu. Auk þess glímdi hún
við geðræn vandamál. Þetta
kom ekki í veg fyrir að henni
tækist að sannfæra hina of
verndandi foreldra sína um
að líf sitt væri í hættu og fá
þá til að myrða saklaust fólk.
Þessu dæmalausa máli
lauk með þungum fangelsis
dómum. Marvin, faðir Jenelle,
fékk tvöfalt lífstíðarfangelsi.
Jamie Curd gerði samkomu
lag við saksóknara og vann
með lögreglunni, en hann fékk
25 ára fangelsi. Mæðgurnar
Jenelle og Barbara fengu
báðar lífstíðarfangelsi. n
SAKAMÁL
Ágúst Borgþór
Sverrisson
agustb@dv.is
Tvær manneskjur myrtar eftir
ímyndað rifrildi á Facebook
CIA-fulltrúinn Chris hafði mikil áhrif á fjölskyldu eina í smábæ í
Tenn essee. Hann taldi dótturina á heimilinu vera í hættu og hvatti
foreldra hennar til að ráðast til atlögu við stórhættulegt par sem
bjó í bænum og ofsótti dótturina. Allt reyndist tal hans tóm þvæla.
Jenelle
Potter varð
fyrir miklum
ofsóknum
og hún taldi
líf sitt vera í
hættu. Ekki
var þó allt
sem sýndist.
MYND/FACEBOOK
Billy Payne og
Billie Hay
worth voru
myrt.
MYND/SKJÁSKOT
AF YOUTUBE
30 FÓKUS 18. SEPTEMBER 2020 DV