Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Blaðsíða 2
LAUGAVEG 3
SlMAR 3169 & 3698
/93
'nr/ieó »/y/nn/ieó4en
KLÆÐSKERI - KLÆÐAVERZLUN
Kæri viðskiptavinur!
Fyrsta flokks vinnustofa min framleiðir nú vönduðustu
fötin eftir nýjustu tizku.
Tuttugu og fimm ára reynsla min sem fagmanns hefir sýnt
mér, hve nauðsynlegt sé að stofna vinnustofu, sem framleiðir
ódýr föt, svo að heir menn, sem ekki kæra sig um eða hafa
ástæður til að fá sér fínan fatnað, geti látið sauma á sig föt
eftir eigin vexti, sem fara vel. Hingað til hefir slíkt ekki
verið hægt hér. í stað þess hafa menn fengið föt frá útlöndum
og þar með keypt erlenda vinnu. Hér í Reykj avík er fjöldi af
atvinnulausum saumastúlkum, sem ekkert fær að gera sökumþess-
ara rangvenj a.
í slíka vinnustofu hef ég fengið nýtizku saumavélar og
er því hægt að afgreiða með mjög skömmum fyrirvara. Við aukna
þekkingu á hraðvinnuaðferðum er nú fengin trygging fyrir
áhyggilegri vinnu, sniði og saumaskap.
Ef yður skyldi vanta föt þá gerið svo vel og lítið inn
hj á mér.
Virðingarfyllst,
ANDRÉS ANDRÉSSON