Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Qupperneq 6
Hvers vegna á ég að vera rétt klæddur ?
Sá maður, sem kýs að klæða sig rétt, sér mjög
vel, hve mikinn persónulegan hag hann hefir af því.
Sá maður, sem stendur algerlega á sama um
klæðnað sinn, á bágt með að skilja, hve þetta kæru-
leysi er honum til mikils ófarnaðar.
Það er ekki beint
fjárhagsatriði,
þótt oft fáist tiltölulega lítið fyrir mikla peninga.
Skilningur og smekkur kaupandans ræður mestu
um það, hversu vel hann getur klæðzt fyrir sem
minnsta penínga.
í viðskiptalífinu er réttur
klæðnaður áríðandi.
Heppni og góður árangur hvílir oft að nokkru á
því. Sjálfstraust margra er undir því komið, að þeir
séu sér þess meðvitandi, að framkoma þeirra sé
lýtalaus og geti verið í hvaða félagsskap sem er,
án þess að hafa það á tilfinningunni, að þeir eigi
þar ekki heima.
»Fötin skapa manninn«
Það er því meiri sannleikur, sem felst í máltæk-
inu: »Fötin skapa manninn«, en margur hefir tek-
ið eftír. Það er ábyggilegt, að það, að vera rétt
klæddur víð ýms tækifæri, eykur eigi svo lítið ánægj-
una, hvort sem um er að ræða einka- eða sam-
kvæmislíf. Aflið yður ánægju og sjálfstrausts með
því að klæða yður rétt.