Iðnaður og tízka

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Qupperneq 10

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Qupperneq 10
4 Allt á að líta vel út! Ef við athugum, hverju viðskiptavinirnir taka fyrst eftir og getum komið því í sam- band við vöruna, seljast þær næstum af sjálfu sér. Þetta má gera með einum drætti eða lit eða smáskreytingu, aðeins eitthvað extra. Þetta má gera með snotru auglýsinga- spjaldi, sem útskýrir ýms gæði vörunnar. Eitthvað nýtt, þótt það kosti lítið, getur valdið sölu. AlJtaf verðum við að finna eitthvað, sem er betra en það bezta. i j Árangurinn af góðri birtu. Gætið þess altaf, að hafa Ijós við dyrnar, og hafið búðina svo vel lýsta sem mögu- legt er 1. Afgreiðslan gengur 20°/0 fljótar. 2. Fleiri taka eftir búðinni. 3. Búðarfólkið er miklu ánægðara. 4. Búðin sýnist stærri og er mun vist- legri. Á þessu getið þér séð, að mikið Jjós er er ekki útgjöld. Þér hagnist á því. Þér getið tæpast fengið betri auglýsing fyrir búð yðar. Þekktur uppeldisfræðingur hefir sagt: Maður verður að hvetja æskuna. Flest eldra fólk gleymir, að börnum og unglingum þarf að hrósa fyrir það, sem þau gera vel. Þegar maðurinn er orðinn fertugur, veit hann, hvað hann getur. Hrós eða ávítur hafa þá lítil áhrif á hann. En barnið eða ungi maðurinn hafa ekki aflað sér slíks sjálftrausts. Mörgum hefir gengið illa vegna ávítana frá foreldrunum vegna vöntunar á sjálfstrausti. Greindur faðir á i i ára gamlan son, sem gengur illa í skólanum. Hann segir við son sinn: »Þú ert ábyggilegur, duglegur og gáf- aður strákur. Þú gætir orðið efstur í þín- um bekk. Námsgreinarnar eru alls ekki of þungar. Ef þú leggur ofurlítið á þig, getur þú komizt fram fyrir þá, sem þú stendur nú að baki«. Arangurinn varð sá, að drengurinn fór að keppast við, og nokkru síðar varð hann efstur í bekknum. Það er staðreynd, að börn og unglingar beita sér, ekki að ráði, fyrr en þeim er hrósað. Þetta er gott ráð handa foreldrum. | w Gerðu það núna. Það hefir verið hæðzt mikið að þessu heilræði, en það er þúsund sinnum betra, en »sjáum nú til, ekkert liggur á«. Við skuJum aðeins líta inn á skrifstofur ýmissa skrifstofustjóra, og þar munum við ábyggilega sjá álitlega hrúgu af »ekki ligg- ur á« bréfum á skrifstofuborðinu. Það er að verða aivarlegur sjúkdómur á þjóðinni, að fresta til morguns því, sem ekki þarf alveg nauðsynlega að gerast í dag. Henry Ford segist aldrei hafa lokið áætlun, áður en hann byrjaði að framkvæma hana. Leiðin til að framkvæma eitthvað er að byrja og halda áfram. Þessvegna ætti kjörorð allra verzlunar- manna að vera »gerðu það núna«. >

x

Iðnaður og tízka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og tízka
https://timarit.is/publication/1461

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.