Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Qupperneq 19
Jackef
JACKET: Úr svörtu eða gráu cashmir. Með einföldum eða tvöföldum tölum.
BUXUE: Úr cashmir eða cheviot með ýmiskonar röndum, t. d. grátt og grátt, svart og silfurlitt o. s. frv. Engin uppbrot.
VESTI: Ein- eða tvíhneppt úr sama efni og jakkinn. Einnig má nota vesti úr gráu efni, sem þolir þvott.
HATTUR: Silkihattur.
SKYRTA: Stífuð eða óstífuð, hvít, grá eða ljósblá. Manchetturnar eiga alltaf að vera stífaðar.
FLIBBI: Stífur, hvítur, ein- eða tvöfaldur.
BINDI: Liturinn á að vera samsettur af svörtu, hvítu og gráu.
HANZKAR: Ljósgráir eða hvítir.
SKÓR: Háir, reimaðir eða hnepptir, með gráum bol en svörtum leist. Einnig eru notaðir lágir lakk- skór og risthiífar.
SOKKAR: Ef háir skór eru notaðir, eiga sokkarnir að vera eins litir og bolirnir á skónum, en ann- j ars í likum lit og buxurnar. Efnið annaðhvert cashmir eða silki.
Þessi föf eru mjög mikið
nofuð þegap fapið ep í
heimsóknip að deginum
fil, sépsiaklega ef það ep
opinbep heimsókn.