Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Side 28

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Side 28
Hversvegna eru menn sannleik' anum sárreiðastir ? Sá, sem óskar eftir að kom- ast áfram í heiminum, verður fyrst og fremst að styrkja sín- ar egín veiku hlíðar. En maðurinn er nú þannig gerður, að hann kærir sig ekki um að hugsa um sínar veiku hliðar. Hann felur þær. Hann skiptir sér ekki af þeim. Hann gerir allt sem hann getur til þess að draga sjálfan sig á tálar. Sama gildir og um þjóðír. Lítum til dæmis á Ástralíu. Hennar veika hlið er sú, að hún, sem er eins stór og Bandaríkin, hefir aðeins 6 milj. íbúa. Hið óvinsælasta umtals- efni í Ástralíu er innflutningur fólks þangað. Samt sem áður getur Ástralía aldrei verið ör- ugg fyrr en íbúatala hennar hefir tvöfaldast. Litum á Kína. Ekkert er þar eins óvinsælt og erlend ábrif og menning, en samt sem áð- ur verða Kínverjnir að fá hjálp frá öðrum löndum til þess að bjarga við einkamálum sínum. Lítum á Bandaríkin. Ekkert er þar eins óvinsælt og glæpir, þrátt fyrir það geta Banda- ríkjamenn alls ekki útrýmt þeim. Lítum á Stóra Bretland. Fátt vilja Bretar síður tala um en vísindastarfsemi Btetlands sam- an borið við fólksfjölda. Lítum á ísland. Æ, það skul- um við ekkí gera, við erum lslendingar. Víð skulum athuga fyrirtæki sem tapaði árið 1932. Leitar það að orsökinni, fyrír tapinu? Reynir það að bæta úr göllum sínum ? Svarið er venjulega, nei. L>að skýtur venjulega skuld- inni á einhverjar óviðkomandi orsakir. Því dettur ækki í hug. að tapíð sé því sjálfu að kenna. Litum á oheppinn verzlunar- mann. Kennir hann sér um það, hve lítið hann selur? Nei, það gerir hann ekki. Hann skýtur skuldinni á vörur sínar, hið háa verð og þó sérstak- lega kreppuna. Honum dettur ekki í hug að neitt geti verið bogið við hann sjálfan og að- ferðir hans. Hann eyðir ekki kvöldunum í lestur um verzl- unaraðferðír. Lítum á smásalann. Það get ur verið, að hann græði aðeins 100.00 kr. um vikuna. En breyt- ir hann um ? Lýsir hann bet- ur upp búðina? Lærir hann góða afgreiðslu? Nei. Það eru hlutir, sem hann vill eigi mínn- ast á eða hugsa um. Hann segist ekki hafa tíma til að lesa. Hann skammar kreppuna, en ekki sjálfan sig. Það er þýðingarmikil stað- reynd að fólk óskar fremur að sjá hlutina, eins og þeir ættu að vera, en eins og þeir eru. Það lætur afskípta- lausar sínar veiku hliðar, og það er ein af aðalástæðunum fyrir því að einstaklingurinn, fyr- ir tækið og þjóðin fer í hundana. Hin rétta hagsmunabarátta beinist aðallega að því, sem miður fer. Menn þurfa að sjá illar sem góðar staðreyndir, í stað þess að blekkja sjálfa sig.

x

Iðnaður og tízka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og tízka
https://timarit.is/publication/1461

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.