Vísbending


Vísbending - 11.01.2016, Page 2

Vísbending - 11.01.2016, Page 2
VíSBENDING framh. afbls. 1 vinnslu. Þessir aðilar eru þó ekki bundnir af samkeppnislögum, því að þeir voru sér- staklega undanskildir þegar þau lög voru sett. Það virðist reyndar undarleg lögfræði að atvinnugreinar séu ekki jafnar gagnvart réttarfarinu, en vera kann að þessi laga- setning endurspegli þá hugmynd að land- búnaður sé ekki eiginleg atvinnustarfsemi heldur fremur varðveisla á menningu. Almennt gildir sú regla að inngrip hins opinbera leiða til þess að búvöru- verð er hærra en vera þyrfti og innflutn- ingur og neysla afurðanna minni en ella. Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um langt árabil og nú eru þeir tæplega 700 en mjólkurframleiðsla hefur aukist. Greiðslu- mark færist á færri hendur og hver bóndi framleiðir meira af mjólk. Ekki er þó að sjá að búrekstur sé arðbær. Arið 2012 voru laun kúabænda að meðaltali um þrjár milljónir króna á ári, eða um 270 þúsund krónur á mánuði, en laun og hagnaður samtals um sex milljónir króna. Stór hluti kostnaðar eru vextir og afskriftir af nýleg- um fjárfestingum. Ekki virðist það þó vera algilt að milli- liðirnir njóti styrkjanna. Mjólkursamsalan mun ekki hafa gengið vel undanfarin ár. Kaupfélag Skagfirðinga er í margvíslegum rekstri og ekki hægt að fullyrða um af- komu landbúnaðarhluta þess, en almennt er staða þess góð. Allratap Styrkjakerfl og önnur inngrip í frjálsan markað valda óhagkvæmni. Landbún- aðarkerfið á Islandi virðist sérlega óhag- kvæmt því að það leiðir til útgjalda ríkis- ins, slakrar afkomu bænda og hærra verðs á landbúnaðarvörum til neytenda en vera þyrfti. Þetta bendir til þess að kerfið sjálft brenni upp peningum í einhverjum skiln- ingi. í skýrslu Hagfræðistofnunar er s talið að allratap sé á bilinu frá Wi milljarði upp í rúmlega fjóra milljarða króna á ári. Allratap er kostnaður neytenda og skatt- greiðenda umfram ábata þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Nú hefur það gerst samtímis að launa- kostnaður hefur almennt hækkað á Islandi á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst. Þetta veldur því að samkeppnis- hæfni innlends landabúnaðar versnar. Sem fyrr segir halda forystumenn í land- búnaði því fram að verð á mjólk frá bænd- um mundi lækka meira en smásöluverð ef tollvernd félli niður. Sértækt tap Ef landbúnaður á Islandi myndi vera rekinn sem venjuleg atvinnugrein og öll- um stuðningi og vernd hætt myndi það hafa áhrif á byggð á þeim svæðum þar sem mest er framleitt af mjólk, en það er á Suðurlandi, í Skagafirði og í Eyjafirði. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar myndu litlar breytingar á stuðningnum, til dæmis afnám magntolls á innfluttar mjólkurvörur og lækkun verðtolls í 20% og breyting á formi greiðslna úr ríkissjóði, hafa fremur lítil áhrif á byggð fyrst í stað. Framleiðni eykst hins vegar hratt í landbúnaði og ársstörfum í landbúnaði mun halda áfram að fækka, nema beinlínis verði settar hömlur á stækkun búa eins og ætla má að sé vilji fyrrverandi landbúnað- arráðherra og eins forystumanns bænda um árabil sem vitnað var til hér að fram- an. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvert markmið með styrkja- og verndar- kerfi landbúnaðarins er. A það að hægja á þróun og framleiðniaukningu eða efla á byggð í sveitum. Ef markmiðið er hið síð- arnefnda er annað stuðningskerfi örugg- lega heppilegra til þess að stuðla að fjöl- breyttari atvinnustarfsemi en nú tíðkast. Verðlagseftirlit Fyrir allmörgum árum var ákveðið að hverfa almennt frá verðlagseftirlid hér á landi. Ekki eru margir áratugir síðan verð á margvíslegum vörum var formlega ákveðið á ríkisstjórnarfundum. Verð- lagsstofnun var á sínum tíma breytt í Samkeppnisstofnun og síðar Samkeppnis- eftirlit í þeirri trú að frjáls samkeppni tryggði best hag neytenda. Landbúnað- urinn var þó undanþeginn þessum lögum sem fyrr segir. Lágmarksverði er ætlað að tryggja bændum svipuð laun og gengur og gerist hjá sambærilegum starfsstéttum, að því gefnu að þeir stundi hagkvæman rekstur sem uppfyllir opinberar heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfur. Undanfarin ár hefur eftirspurn verið meiri en framboð af mjólk litlu munað á verði mjólkur utan greiðslu- marks og lágmarksverði. Af þessu má ráða að lágmarksverðið brengli markaðinn síður en áður. Hagfræðistofnun veltir því fyrir sér hvort lágmarksverðið gæti farið að vinna gegn þörf markaðarins fýrir aukna framleiðslu, þ.e. breytast í hámarksverð. Þó nokkrar mjólkurvörur sæta opin- berri verðlagningu: Nýmjólk, rjómi, undanrenna, hreint skyr, smjör, gouda ostur 26%, gouda ostur 17%, nýmjólkur- duft og undanrennuduft. En þó að þessar vörur njóti sérstöðu eru þær þó aðeins þær landbúnaðarvörur sem eru nánast alveg fastar í fari fortíðar. Nánast allur land- búnaður hér á landi er rekinn með bein- um eða óbeinum styrk ríkisins. Banlcabændur Fyrr er vikið að þeirri niðurstöðu að lið- lega þriðjungur styrks til landbúnaðar renni til fyrrverandi bænda og fari í fjár- magnskostnað vegna kaupa á greiðslu- marki. Þetta hlutfall á væntanlega eftir að vaxa á komandi árum. Samkvæmt þessu lendir stór hluti opinbers stuðnings hjá þeim sem áður stunduðu búskap eða bönkum og lánasjóðum. Hugtakið banka- bændur er ekki alveg fjarstæðukennt, en líklega væri nær að tala um bankastyrki í landbúnaði. Árið 2001 setti OECD fram þá skoðun að aðeins fjórða hver króna af beinum og óbeinum verðstuðningi við landbúnað í aðildarlöndunum hafnaði í vasa bænda sjálfra. Jafnframt vekur stofnunin athygli á því að opinber stuðningur komi oft þeim að mestu gagni sem framleiða mest, þó að hann sé kynntur sem stuðningur við lítil fjölskyldubú eins og kom fram í grein Guðna. Hvaða kerfi virkar? Vegna þess að bændur njóta velvildar margra er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort hægt sé að taka upp skil- virkara stuðningskerfi. I Evrópulöndum er greiddur styrkur sem miðaður er við ræktarland. OECD telur að tæplega helm- ingur slíkra greiðslna endi hjá bændum. Jarðaverð hækkar - en í sjálfu sér breyta þær engu um tekjur bænda af vinnu sinni. Ef stuðningskerfi er afnumið í einu vetfangi verður framleiðslukvóti einskis virði og jarðaverð fellur. Eftir standa háar skuldir. Þess vegna er ekki einfalt mál fýrir yfirvöld, sem bera hag bænda fýrir brjósti, að leggja stuðningskerfið af. Kerfið mynd- ar gildru sem erfitt er að losna úr. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á íslandi er þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ædað er að stuðla að heild- stæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Islendinga til lengri tíma litið. Þessi vettvangur var stofnaður undir handarjaðri forsætisráðuneytisins eft- ir að skýrsla McKinsey ráðgjafafýrirtækisins kom út fýrir um fjórum árum. I tillögum verkefnisstjórnar er lagt til að jarðrækt- arstuðningur verði ný undirstaða styrkja í landbúnaði. Sértækur stuðningur við einstakar greinar minnki og ríkið skipti sér ekki af því hvað bændur framleiða, en hvetur til ræktunar lands. Stuðningurinn renni í upphafi til núverandi beingreiðslu- hafa. Ekki er vitað hvort þessi atriði eru höfð að leiðarljósi í þeim samningum sem nú standa yfir við bændur, en núverandi forsætisráðherra hefur ekki sýnt þessum vettvangi mikinn áhuga. Q 2 VÍSBENDING • I.TBl. 2016

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.