Vísbending


Vísbending - 19.01.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.01.2016, Blaðsíða 2
framh. afbls. 1 Talið er að verulegir fjármunir kunni að hafa tapast vegna þessa. I öðrum tilvik- um hafi greiðslur borist seint, en eitthvað mun þó hafa skilað sér síðustu mánuði.“ Frá því að þetta er skrifað fyrir sjö mánuðum hefur gengi rúblunnar fallið um þriðjung gagnvart evrunni. Því er auðvitað mjög óeðlilegt að láta eins og Rússlandsmarkaður sé óbreyttur frá því sem var árið 2014. Gengi rúblunnar hef- ur hrunið um rúmlega helming á sama tíma og olíuverð hefur lækkað samsvar- andi. Vilhjálmur Bjamason alþingismað- ur segir í grein í Vísbendingu síðastliðið haust: „Það mun ekki ganga að selja rússneskum almenningi innflutt matvæli á sama verði í dollurum og áður, en það þýðir tvöfalt verð í rúblum. Samdráttur í kaupmætti almennings leyfir honum ekki slíkan munað.“ Ástandið í Rússlandi Aðgerðirnar eru liður í deilu sem spratt af því að Rússar ákváðu að innlima Krím- skaga og hafa stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta Ukraínu. Er þess skemmst að minnast að þeir skutu niður flugvél í farþegaflugi fyrir rúmu ári. Islendingar studdu vopnasölubann og bann við ferðalögum nokkurra olígarka sem Vest- urlandaþjóðir hafa komið sér saman um. Vilhjálmur sagði í áðurnefndri grein að „rússneskir ráðamenn [ætli] að gera landið sjálfbært um matvæli, með því að vernda innlendan matvælaiðnað. Að slíkt sé gert undir yfirskyni matvælaöryggis. Sú hug- myndafræði kann að falla einkar vel að Islendingum, sem styðja við innflutnings- hömlur á landbúnaðarafurðir.“ Til upprifjunar um stjórnarhætd í Rússlandi má minna á orð þáverandi for- sætisráðherra á Hólahátíð 1999: „En það mikla land Rússland með öllum sínum náttúrukynstrum og kostum fær ekki not- ið sín, því stjórnkerfið og efnahagslífið nær ekki að þroskast og virðist um þessar mundir einkum lúta lögmálum glæpalýðs og eiturlyfjabaróna. Blóðpeningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi. Menn sem engar leikreglur virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fjármálakerfum þjóðanna. Margir stjórn- málaforingjar í Evrópu telja þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlönd- um.“ Sami maður sagði árið 2005: „Samstaða vestrænna lýðræðisríkja innan NATO var sú brjóstvörn sem villimennska kommún- ismans brotnaði á. Heimsmyndin er nú breytt. Þær hættur sem stafa að lýðræðis- ríkjunum eru aðrar og margbrotnari en áður. Hryðjuverkamenn og skálkaríkin sem styðja þá eru ógn við frelsi okkar, líf okkar og limi. Þörfin á samstöðu er engu minni nú en áður.“ Sendiherra Bandaríkjanna á Islandi blandaði sér í umræðurnar: „Bandaríkin, líkt og ísland og aðrar þjóðir, hafa fund- ið fyrir afleiðingum refsiaðgerðanna vegna Okraínudeilunnar og gagnaðgerðum Rússa. Við vitum að þessu fylgir kostnað- ur. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2014 til 2015 minnkaði útflutningur frá Bandaríkjunum til Rússlands stórlega vegna refsiaðgerðanna, og varð landbún- aðurinn fyrir mestum skakkaföllum. Við sýnum því skilning að aðgerðirnar hafa haft áhrif á íslenskan sjávarútveg og vitum að þær geta haft þungbær áhrif á sum byggðarlög á landsbyggðinni.“ Björn Bjarnason fv. alþingismaður og ráðherra sagði fyrir nokkrum dögum í færslu á vefsvæði sínu: „Rússar hafa komið á fót sérstakri rangfærsludeild til að blekkja Vesturlandabúa og stofna til illinda innan einstakra ríkja. Stundum dettur manni helst í hug að deildin standi að baki ýmsu sem hér er sagt um ástandið í Okraínu og hlut Rússa. Má þar nefna aðsendar greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu til stuðn- ings málstað Rússa. fslensk stjórnvöld hafa réttilega tekið afstöðu með bandamönnum sínum innan NATO gegn yfirgangi Rússa. Fyrirlitning á alþjóðalögum er hættuleg ögrun ekki síst fyrir smáríki. Varðstaða um virðinguna fyrir þeim er grunnþáttur í utanríkisstefnu íslands." Kjarni málsins Ekki er ástæða til þess að gera lítið úr þeim vanda sem viðskiptadeilurnar við Rússa hafa valdið. Rætur þeirra eru þó tvíþætt- ar: Verðlækkun á olíu og hernaðaraðgerðir Rússa. Eitt af því sem hefur verið upplýst er að á útflutningi makríls til Evrópu- sambandsins sé 20% tollur. Þetta hlýtur að koma inn í myndina þegar menn meta hvaða hag sjávarútvegurinn hefði af inn- göngu íslands í sambandið. „Rangfærsludeildin“ sem Björn Bjarna- son nefnir svo kann að teygja anga sína til Islands þó að ekkert verði fullyrt um það hér. Engin ástæða er til þess að efast um að ástandið hefur haft áhrif á tekjur margra einstaklinga hér á landi og það kemur mis- jafnlega niður eftir byggðalögum. Miklu skiptir þó að rætt sé um stað- reyndir málsins, en ekki látið eins og allt myndi falla í ljúfa löð varðandi viðskipti við Rússland, bara ef íslendingar skærust úr leik og ryfu samstöðu vestrænna þjóða gegn yfirgangi Rússa. Verðlækkun á olíu undanfarna daga hefur ekki styrkt þeirra stöðu, rúblan heldur enn áfram að falla í takt við olíuverð. Q 2 VÍSBENDING • 2.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.