Vísbending


Vísbending - 19.01.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.01.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 19. janúar 2016 2. tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Er yfirgangur Rússa vandi íslendinga? Viðskiptabann Rússlands á íslensk fyrirtæki hefur mikil áhrif að sögn útvegsmanna. Þannig hafa tekjur dregist töluvert saman hjá um 120 starfsmönnum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. „Vegna bannsins fæst nú um 35% lægra verð fyrir síldar- og makrílafurðir, en þokkalega hefur þó gengið að finna markaði fyrir þessar af- urðir“ að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Þetta mál er ekki einfalt og rétt að skoða það nánar. Skýrsla um málið Nýleg skýrsla fyrirtækisins Reykjavík Economics um áhrif viðskiptaþvingana Rússa gegn Islendingum á viðskipti þjóð- anna hefur helst vakið athygli fyrir að vera á ensku, en minna fjallað um efni skýrslunnar og niðurstöður. I henni kem- ur fram að nokkuð stór hluti útflutnings íslendinga á sjávarafurðum fer til Rúss- lands eða um 1% af VLF. Þegar núvirt eru viðskipti til þriggja ára er það niðurstaða skýrsluhöfundar að tapið kunni að vera milli 3 og 18 millj- arðar króna á þremur árum, en þó legg- ur hann áherslu á að þetta sýni einungis stærðargráðu af hugsanlegu tapi en sé ekki spá. I skýrslunni segir um forsendur í þýð- ingu Vísbendingar. „Þegar gert er ráð fyrir föstu verði verður að viðurkenna að hag- kerfi Rússlands fæst við miklar áskoranir. Samkvæmt nýlegu mati AGS minnkaði VLF Rússlands um 3,8% árið 2015 og búist við minni samdrætti upp á 0,6% vegna mótvindar sem fylgja lægra olíu- verði. Þess vegna er ljóst að kaupmáttur hefur minnkað í Rússlandi og það hefur áhrif á eftirspurn eftir vörum. Óljóst er hvaða áhrif þetta myndi hafa á innflutn- ing á uppsjávarfiskafurðum frá Islandi er óljóst vegna þess að þær eru uppspretta af ódýru prótíni.“ Höggið Hér er skýrsluhöfundur kominn að kjarna málsins. Forstjóri Síldarvinnslunn- ar sagði: „Loðnan er sú fisktegund sem ég tel að mesta höggið verði í vegna banns- ins. Þá er ég að tala um bæði til lengri og skemmri tíma.“ Rússar hafi keypt um 50% af hrognaframleiðslu fyrirtækisins á síðasta ári. „Við sjáum því fram á umtals- verðan samdrátt í sölunni sem leiðir af sér aukið framboð á aðra markaði. Það leiðir aftur til verulegrar verðlækkunar.“ Islendingar hafa undanfarin ár selt makríl til Rússlands. Aðgerðir Rússa voru tilkynntar 13. ágúst síðastliðinn. Tveimur mánuðum fyrr, eða 12. júní 2015, sagði í Morgunblaðinu-. „Undanfarin ár hefur makrílvertíð byrjað er líður á júnímánuð, en mikil óvissa er um sölu makríls á næstu mánuðum. Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri Iceland Pelagic, sem er eitt stærsta fyrirtækið í útflutningi á mak- ríl, segir að þó svo að markaður sé fyrir hendi í Rússlandi sé efnahagsástandið erfitt í landinu og rúblan hafi gefið eftir undanfarið. Rússland hafi síðustu ár verið langstærsti markaðurinn fyrir makríl frá íslandi. Áður hefur komið fram í fréttum að útflytjendur hafi lent í erfiðleikum á síðasta ári í viðskiptum við Rússland vegna gjaldþrota fyrirtækja þar í landi. framh. d bls. 2 IDeilan um viðskipta- þvinganir Rússa gegn Islendingum er dæmigerð um margt. Hún snýst fyrst og fremst um tilfinningar, en að litlu leyti um staðreyndir eða grundvallarsjónarmið. 3Hlutabréfamarkaðurinn sveiflast upp og niður, stundum í takt við útlönd, stundum ekki. 4Heimskan er verri óvinur en illskan, staðreyndum þarf einfaldlega ekki að trúa. VÍSBENDING • 2 . T B L 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.