Vísbending - 04.02.2016, Qupperneq 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmal
4. febrúar 2016
4. tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Misjafnt gengi netrisanna
Mynd: Gengi netrisa á hlutabréfamarkaði
2012-2016
•GOOGL-i.9o;w • v-'i •YHOO-Be
Myndin sýnir þróun gengis frá því að Facebook var skráð á markað árið 2012. Rautt: Ya-
hoo!, grænt Google, blátt facebook, gult Twitter. Heimild: Google Finance.
ú í vikunni birtust fréttir af
því að Yahoo! hefði ákveðið að
fækka starfsmönnum um 1.700
og selja hluta af starfseminni í kjölfar
þess að fyrirtækið tapaði 4,4 milljörðum
Bandaríkjadala (570 milljörðum króna)
á fjórða ársfjórðungi 2015. Á sama tíma
var sagt frá því að Mark Zukerberg, hinn
31 árs eigandi Facebook, væri orðinn
fjórði ríkasti maður heims. Samfélags-
miðillinn Facebook var ekki talinn til
góðra fjárfestingakosta þegar hann kom
á markað árið 2012 og lækkaði strax í
kjölfar þess að hann var skráður á mark-
að. Nú hefúr fýrirtækið hins vegar mikið
hækkað í verði og er nú um fjórfalt verð-
mætara en fyrir tveimur og hálfu ári. Við
skoðum helstu tölur fjögra netrisa, Face-
book, Yahoo!, Google og Twitter.
Sveiflur á markaði
Á myndinni sést hvernig gengi hluta-
bréfa í fyrirtækjunum hefur þróast
undanfarin tæplega fjögur ár. Mikið var
gert úr því á sínum tíma að Facebook
hefði verið metið of hátt á markaði þegar
hlutabréf í fyrirtækinu voru skráð árið
2012 og meðal annars fjallað um málið
í Vísbendingu (sjá 20. tbl. 2012). Twitter
(sem er samfélagsmiðill fyrir stutt skila-
boð) gekk betur í upphafi, en síðan hefúr
hallað undan fæti hjá félaginu.
Verðmæti Googfe hefúr vaxið jafnt og
þétt allt þetta tímabil og er nú tæplega
þrefalt verðmætara en fyrir tveimur og
hálfu ári. En það er ekki á vísan að róa í
netfyrirtækjunum. Yahoo! var lengi mjög
vinsælt, bæði hjá almenningi og fjárfestum.
Vinsældirnar hafa greinilega minnkað og á
12 mánuðum hefúr gengi hlutabréfa í fé-
laginu næstum lækkað um helming.
Fj ár málaupplýsingar
I töflunni sjást nokkrar helstu fjármála-
upplýsingar um þessa fjóra netrisa. Ekki
þarf að skoða tölurnar lengi til þess að
uppgötva að þó að öll séu fyrirtækin stór
á íslenskan mælikvarða eru þau mjög
misstór. Google er langstærst með um 60
þúsund starfsmenn. Óhætt er að segja að
Google komi víða við, allt frá sjálfstýr-
andi bílum í gömlu góðu leitarvélina.
Verðmæti félagsins er yfir 500 milljörð-
um dala (65 billjónum ISK) og tekjurnar
um 66 milljarðar dala eða um 8 billjónir
króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er þó
ekki sérlega sterkt, þó að veltufé sé mikið
og veltufjárhlutfall næstum 5,0.
Facebook hafur nú náð um 60% af
markaðsvirði Google þó að starfsmanna-
fjöldinn sé aðeins um 20% og tekjurn-
ar um 27% af tekjum hins síðarnefnda.
EBIDTA er hins vegar afar mikil eða
næstum helmingur af tekjum. Skuldir
eru sáralitlar og veltufjárhlutfall sterkt.
Fyrirtækið á því mikla möguleika á stór-
sókn ef það vill.
Yahoo! réði til sín Marissu Mayer
í upphafi þess tímabils sem hér er til
skoðunar. Hún kom frá Google og til að
byrja með var markaðurinn afar ánægður
með frammistöðu hennar og verð hluta-
bréfa í fyrirtækinu hækkuðu mikið, þrátt
fyrir að það færi halloka fyrir Google.
Árið 2015 jukust tekjur nokkuð frá fyrra
ári eða um 7%. Tap upp á 4,4 milljarða
dala gerir það þó að verkum að nú er
talað um að fyrirtækið selji frá sér eignir
framh. á bls. 4
Tafla: Tölur um afkomu og verðmæti
fjögra netrisa í árslok 2015
Fyrirtæki Verð/ eiginfé Heildarverð (milljarðar $) Veltufjár- hlutf. Eiginfjár- hlutf. Starfs- menn Tekjur EBITDA EBITDA/ tekjur
Google 5,1 523,59 4,8 16,6% 59.976 66,001 21,476 33%
Facebook 7,4 327,58 11,3 79,4% 12.691 17,928 8,175 46%
Yahoo! 1,0 27,92 2,1 22,8% 12.500 4,900 0,843 18%
Twitter 3,2 12,23 10,8 2,2% 3.638 1,403 -0,330 -24%
Tekjur og EBITDA í milljörðum Bandaríkjadala. Heimild: Google Finance.
IMargir hafa orðið
ríkir á því að fjárfesta í
netfyrirtækjum. En ekki
allir.
Nýjar tölur Hagstofunnar
sýna að enn flytja fleiri
frá landinu en koma til
baka.
3Verðbólgan helst enn
lítil en skýringin er sterkt
gengi krónunnar og lágt
olíuverð.
4Raungengi krónunnar
hefúr hækkað mikið að
undanfornu. Almenningur
fagnar en fyrirtækin síður.
VÍSBENDING • 4.TBL. 2016 1