Vísbending


Vísbending - 04.02.2016, Page 2

Vísbending - 04.02.2016, Page 2
VíSBENDING Færri snúa heim Mynd: Fjöldi aðfluttra og brottfluttra íslendinga á 12 mánuðum 2010-2015 Myndin sýnir hlaupandi summu 12 mánaða tímabils sem endar í ársfjórðungnum. Aðeins íslenskir ríkisborgarar. Gögn: Hagstofa fslands og útreikningar Vísbendingar. Ein undarlegasta deila sem fram hefiir komið hins síðari ár varð þegar Hagstofan birti tölur um fólksflutninga að og frá landinu á 3. árs- fjórðungi. Um deiluna og vinnubrögð Hagstofunnar var fjallað ítarlega í 48. tbl. Vísbendingar árið 2015. Nú hefur stofnun- in aftur bin tölur um fólksflutninga, nú á 4. ársfjórungi 2015. Tölurnar sýna að enn og aftur flytja fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess. Tiltölulega einfalt er þó að grafa dýpra í gögnin. Margir fluttu í kreppunni A myndinni sést annars vegar hve margir íslenskir ríkisborgarar flytja frá Islandi og hins vegar hve margir Islendingar búsettir erlendis flytja heim á tólf mánaða tímabili. Tölurnar eru gefnar út á hverjum ársfjórð- ungi undanfarin ár. Talsverðar sveiflur eru milli ársfjórðunga. Yfirleitt flytja flestir út á haustin. Það er eðlilegt því að þá fer fólk til náms erlendis. Svipaðar sveiflur sjást þegar skoðað er hvenær menn flytja heim. Þannig eru þetta tvær mismunandi stærðir sem báðar hafa áhrif á niðurstöð- una, þ.e. hve margir flytja úr landi nettó. Því er ekki alltaf víst að það að þegar miklu fleiri fari út en koma heim, að rétt sé að tala um aukinn „flótta" frá landinu. Á myndinni sést að þeir sem fluttu frá landinu voru liðlega fjögur þúsund á ári á tímabilinu fram að 2013. Þeim fækkaði um nærri þúsund og voru liðlega þrjú þús- und á tímabilinu fram að þriðja ársfjórð- ungi 2013. Á sama tíma fjölgar þeim sem snúa aftur heim. Hvort tveggja er skiljanlegt í því ljósi að þá voru fimm ár frá hruni og því má ætla að efnahagsleg áhrif þess hafi talsvert dvínað. Athyglisvert er að á þessum tíma var jafnvægi milli brottfluttra og aðfluttra Islendinga, en það er auðvitað tilviljun að það nákvæmlega jafnmargir hafi komið og farið. Gleði yfirmannsins Einn þeirra sem gladdist yfir ffamsetningu Hagstofunnar síðastliðið haust var einmitt yfirmaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann skrifaði á gamlársdag í Morgunblaðið-. „Lýsandi dæmi um þetta [að hávær hópur fólks eigi erfitt með að sætta sig við góðar fréttirj birtist fyrir fáeinum vik- um þegar hópi fólks gramdist mjög að Hagstofa Islands skyldi benda á að engin markverð breyting hefði orðið á hlut- falli Islendinga, á mismunandi aldursbili, sem fluttu frá landinu árið 2015. Raunar reyndist hlutfall brottfluttra undir 40 ára aldri lágt í samanburði við liðin ár og ára- tugi. Áður hafði hinu gagnstæða verið haldið fram og mikið úr því gert. - Loksins var búið að finna eitthvað sem kallast gat nei- kvæð þróun, haldreipi í straumi jákvæðrar þróunar samfélagsins. Reyndar var alltaf ljóst að mun fleiri hefðu flutt til landsins en frá því árið 2015 en haldreipið fólst í þeirri kenningu að óvenju margir ungir íslenskir ríkisborgarar væru að flytja frá landinu. Þegar Hagstofan birti svo tölfræði sem sýndi hið rétta, tölur sem ættu að hafa verið flestum fagnaðarefni, brást neikvæði hópurinn hinn versti við og gengu sumir jafnvel svo langt að ráðast á Hagstofúna fýrir það eitt að birta tölfræðilegar stað- reyndir. Stofnunin var sökuð um að hafa falsað tölurnar og það hlyti hún að hafa gert vegna pólitísks þrýstings. Svo langt voru sumir til í að ganga til að verja hina neikvæðu heimsmynd sína að þeir voru tilbúnir til að beita embættismenn ógn- unum, - embættismenn hjá stofnun sem birtir tölfræði. Þar skyldu menn búast við árásum ef birtar yrðu tölur sem ekki féllu að hinni dökku heimsmynd." Færri koma - fleiri fara Á myndinni sést að frá 4. ársfjórðungi 2013 hefur það farið saman að miðað við sérhvert 12 mánaða tímabil fjölgar þeim sem flytja frá landinu og þeim fækkar sem koma heim. Reyndar eru þeir sem flytja enn ekki jafnmargir og á árunum 2010- 12, en þeir sem koma til heim aftur eru færri undanfarna 12 mánuði en nokkru sinni fyrr frá 2010. Bilið fer stöðugt breikkandi á undanförnum tveimur árum. Tölurnar skýra ekki hvers vegna bil- ið stækkar núna, né heldur hvers vegna það minnkaði á fyrri hluta tímabilsins. Þannig eru þær hins vegar (tölfræðilegar staðreyndir með orðalagi forsætisráðherra) og um þær er engin tölfræðileg óvissa og tómt mál að tala um að þróunin sé mark- tæk eða ómarktæk, eins og Hagstofan gerði í sínum skýringum síðastliðið haust. Hvorki er ástæða til þess að gleðjast eða syrgja tölurnar, en auðvitað mikilvægt fýrir menn að reyna að skilja hvon það eru sér- stakar ástæður sem gætu skýrt þessa þróun. En svona er hún, hvort sem Hagstofunni og yfirmanni hennar líkar betur eða verr. Einhverjum kann að þykja að miklu púðri hafi verið eytt í að fjalla um tölur um fólksflutninga og matreiðslu Hagstof- unnar á þeim. Tilefhið er þó ærið, því að skýringarnar eru annað hvort vilji til þess að þjóna pólitískum yfirmanni eða van- kunnátta í túlkun á einföldum tölum. Hvort tveggja er mjög alvarlegt áfall fýrir stofnun sem byggir tilvist sína á trúverð- ugleika og þá sem hafa treyst hlutlægni hennar. Slíkt stofnun á að þjóna sannleik- anum en ekki pólitískum hagsmunum. Q 2 VÍSBENDING • 4. TBl. 2016

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.