Vísbending


Vísbending - 11.02.2016, Qupperneq 2

Vísbending - 11.02.2016, Qupperneq 2
 Minni skuldir - sterkara samfélag Oft heyrist að menn hafi ekkert lært af hruninu og víst er að margt hefur ekki færst til betri vegar á þeim árum sem liðin eru frá 2008. Eitt virðist þó enn vera mönnum ofarlega í huga: Það er vont að skulda of mikið og getur orðið hættulegt. Staða ríkissjóðs stórbatnar Skuldir ríkissjóðs hækkuðu mikið í hrun- inu. Aðallega töpuðust peningar vegna þess hve mikla fjármuni Seðlabankinn hafði lánað bönkunum sem svo urðu gjaldþrota. I kjölfarið var svo ríkissjóð- ur rekinn með halla í nokkur ár sem jók skuldabyrðina. Ríkið tók mikla fjármuni að láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og nokkrum vinaþjóðum til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Þeir peningar voru hins vegar geymdir á banka og hafa nú allir verið greiddir til baka. Jafnframt hafa samningarnir við slitabúin orðið til þess að hægt verður að greiða niður aðrar skuldir. Mynd 1 sýnir að staðan fyrir hrun var sterk, ríkið skulddaði sáralítið, en sjald- an er um það talað að sú staða skýrir öðru fremur að íslandi hefur tekist að ná jafngóðum árangri nú þegar og raun ber vitni. Flestar þjóðir myndu öfunda ríkið af því hve nettóskuldir eru litlar, en eftir uppgjör slitabúanna verður skuldastaðan neikvæð um nálægt 25% af vergri lands- framleiðslu. Eftir þetta verður staða rík- isins viðunandi, þó að áfram verði mikil- vægt að borga niður lán þess. Ná sveitarfélög markmiðinu? Sveitarfélögin voru mörg virkir þátttak- endur í uppsveiflunni fyrir hrun. Þar má nefna risarækjur Orkuveitunnar, REI-málið svonefnda og laugina frægu á Álftanesi. Skuldir sveitarfélaganna voru orðnar hættulega miklar fyrir hrun og enn er barist um skuldaskil Reykjanes- bæjar. Þó færast heildarskuldir sveitar- félaga nær takmarkinu um að verða um 150% af tekjum, eins og nú er lögboð- ið hámark. Nokkur sveitarfélög eiga þó enn í vanda og miðað við fréttir að undanförnu hefur ekki verið mikill af- gangur til greiðslu skulda árið 2015. Utlitið er heldur ekki glæsilegt hjá sum- um á yfirstandandi ári. Því er líklegt að hægi á uppgreiðslu skulda, sem er mjög bagalegt, því að sveitarfélögin eru nær- Mynd 1: Peningalegar skuldir og eignir ríkissjóös 2004-2016 Mynd 2: Skuldir sveitarfélaga í heild sem hlutfall af tekjum umhverfi almennings og sligandi skuldir hafa áhrif á lífskjör. Mynd 2 sýnir hve mikið skuldirnar hafa lækkað undanfarin ár. Miðað er við heildarskuldir sveitarfélaga, bæði A- og B-hluta. Árið 2010 voru þær komnar upp í 255% af tekjum. Nokkur sveitar- félög tóku lán í erlendri mynt, án þess að hafa nokkrar tekjur í slíkum gjaldeyri á móti. Mikil hækkun lána og minnk- andi útsvarstekjur eftir hrun valda því að mörg sveitarfélög stóðu höllum fæti eftir hrun, einkum þau sem ekki byggja mikið á útgerð. Miðað við þróunina að undan- förnu gæti þó liðið lengri tími en vonir stóðu til að ná markmiðinu. Samkvæmt fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna íyrir yfirstandandi ár verður hlutfallið í árs- lok 2016 komið í liðlega 160% af tekj- um. Hlutfallið nær samkvæmt áætlunum undir 150% á árinu 2019. Fyrirtækin borga líka Fyrir hrun komu ungir menn á sjónar- sviðið og lögðu áherslu á nýja hugsun í rekstri, þar sem fjármagnið ætti að vinna eins og sagt var. Hátt eiginfjárhlutfall var talið afleitt og skuldsettar yfirtökur urðu 2 VÍSBENDING • S. T B L . 2016

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.