Vísbending - 11.02.2016, Blaðsíða 4
Aðrir sálmar
framh. afbls. 1
Mynd 3: Hagvöxtur í Rússlandi 2013-2015
1 3
1.2 13
0.7 / * 0.7 0.9 0.4
2013 2013 2013 2013 2014 2014 2014 20l\ . 2015 2015 2015 2015
F1 F2 F3 F4 F1 F2 F3 F4 ' V F1 F2 F3 F4
Y2
-4
5 ........—......... ......-.......
Heimild: tradingeconomics.com
búnaðar. Vandinn cr tvíþættur. Annars
vegar er slæm reynsla af slíkum áætlunum
og hins vegar er þegar mikill halli á fjár-
lögum og allt útlit fyrir að hann haldist
í 3% af VLF (vergri landsframleiðslu).
Ein hugmynd var sú að Kínverjar myndu
auka innflutning frá Rússlandi, en sú von
hefur brugðist því að þeir eiga fullt í fangi
með sinn eigin vanda.
Ástandið skánar
A mynd 2 sést hvernig verðbólgan hefur
þróast að undanförnu. Eftir að rúblan
Vt6
hætti að falla í takt við lækkun olíuverðs
á alþjóðamörkuðum dró úr verðbólgunni
og hún er nú komin rétt niður fyrir 10
prósent. Mynd 3 sýnir hagvöxt, en eft-
ir hagvaxtartölur í samræmi við flest
Evrópulönd árið 2013 hefur hægt á hag-
kerfinu og það svo dregist saman á árinu
2015. Ef marka má tölurnar virðist held-
ur hafa dregið úr samdrættinum á fjórða
ársfjórðungi 2015, en frekara verðfall á
olíu gefur Rússum ekki tilefni til bjart-
sýni. Alþjóðabankinn spáir 1% samdrætti
í Rússlandi á yfirstandandi ári. Q
Hótelgestaþáttur
að er löngu orðið tímabært að stökkva
á vagninn og stofna hótel. En gott
hótel er vonlaust án viðskiptaáætlunar.
Eftir yfirlegu færustu sérfræðinga, ferða-
málafræðinga, skipulagshagfræðinga og
almannatengsla höfum við loksins dottið
niður á réttu hugmyndina: LággjaMahótel.
Á lággjaldahótelinu er hægt að fá að
gista fyrir 10 evrur, en vilji menn fá her-
bergi, kostar það auðvitað aukalega.
Grunnherbergi er með rúmi og vaski. Vinir
okkar útbjuggu fyrir okkur nokkur skilti
á náttborð og veggi (sem verða auðvitað
þýdd á ensku í fyllingu tímans):
Boðið er upp á ókeypis hressingu (sjá
leiðbeiningar um hvernig opna á glugg-
ann).
► íslenskur bjór aðeins 20 evrur úr krana
(ekki þó krananum á vaskinum). Glas 10
evrur aukalega.
► Við mælum ekki með því að sofa í þessu
rúmi (aukadýna 50 evrur, þægileg dýna
100 evrur).
► Vinsamlega farið ekki í bað í vaskinum.
Aðgangur að sturtu 25 evrur. Bíltúr í gæða-
sundlaug (Sundhöllina) 150 evrur (nátt-
úrulegt íslensk hveravatn úr iðrum jarðar).
► Á ganginum er sjónvarp sem þið getið
horft á án endurgjalds. Fyrir 25 evrur setj-
um við það í samband fyrir ykkur.
Á hótelinu er ekki þráðlaust net, en fyrir
60 evrur á dag fylgjum við ykkur að ókeyp-
is neti. Gömul kona á Þórsgötunni er með
ólæst net. Nei, við erum ekki með kort
af Reykjavík, en gætum útvegað það fyrir
hæfilega þóknun (frá 35 evrum og upp úr).
► Sumir hafa bent á að auglýst er að
morgunmatur er innifalinn. Milli klukkan
6.00 og 6.15 býðst gestum að sitja með
eigendum hótelsins meðan þeir síðar-
nefndu matast. Vilji gesturinn líka fá mat
fer það eftir verðskrá: Brauðsneið 5 evrur,
ristað brauð 15 evrur, ostur 5 evrur sneiðin,
vatn úr krana 10 evrur. Almennilegt vatn
25 evrur. Egg og beikon? Ef þið þurfið að
spyrja hvað þau kosta hafið þið ekki efni á
þeim.
► Þeir sem vilja nota sængurföt eru beðnir
að fylla plastpokana við rúmið af pening-
um (evrum eða dollurum að eigin vali).
Lökin má skilja eftir á rúminu.
► Við tökum öll helstu kreditkort, en skil-
um þeim ekki aftur.
Þetta er hugmynd sem getur ekki klikk-
að. bj
Ritstjóri og ibyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Úlgefandi: Heimur h£, Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfeng: benedikt@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
Þegar borgar sig að eyða
Almennt gildir að peningar eru
minna virði seinna ef við geymum
feparnað okkar í íslensku reiðufé.
Vextir eru jafnvel svo lágir að með verðrýrn-
un er innistæðan sem lögð var inn í fyrra
minna virði þegar hún er tekin út en þegar
hún var lögð inn.
Um tíma flæddu peningar fiá erlendum
fjárfestum inn í Danmörku, svo hratt að mik-
ill þfystingur var á að gengi dönsku krónunnar
hækkaði gagnvart evru. Danir hafá fástbundið
gengj któnunnar við evm ffá upphafi og hyggj-
ast viðhalda því jafnvægi, þó að þeir noti ekki
evruna sjálfa. Til þess að spoma við þessu fjár-
magnsflæði ákváðu þeir að lækka vexd niður
fýrir núfl. Með öðrum orðum, bankamir boiga
fýrir bindiskyfdu sína í danska seðlabankanum.
Svipað kerfi gildir í Sviss og í Svíþjóð og evm-
löndunum. Japanir sem áratugum saman hafa
verið lágvaxtaland gengu svo í þennan mínus-
klúbb í janúar 2016.
Þetta hefúr einkennileg áhrif I stað þess
að fá staðgreiðsluafslátt fá menn staðgreiðslu-
álag. Allir vilja borga sín aðföng strax en fá
greitt eins seint og mögulegt er. Dæmi um
þetta sjást nú þegar í Sviss og kannski víðar.
Þó að hugmyndin bakvið neikvæða
vexti sé eins og að fram er rakið, og ætti að
hvetja til ffamkvæmda fýrr en síðar, hefur
hún ekki haft tilæduð áhrif alls staðar. Is-
lendingar myndu eflaust taka lágvaxtalánum
sem himnasendingu, en Japanir hugsa ekki
eins. Þar kaupa menn ríkisskuldabréf ár eft-
ir ár, svo mjög að Japan er eitt skuldugasta
ríki heims, en vaxtabyrðin er létt, þannig að
fáir hafa áhyggjur af skuldum sem em jafnvel
risavaxnar miðað við Grikkland!
Marga dreymir um lán sem minnka í
verðbólgunni eins og gerðist í gamla daga.
Ólíklegt er að sá draumur rætist þó að verð-
trygging yrði afnumin. Byrðin myndi færast
til þannig að greiddir vextir yrðu háir þegar
verðbólgan er mikil. Fyrir á árum borguðu
menn 40% vexti á ári eða meira. Það er
þung byrði, jafnvel þó að höfuðstóllinn rýrni
og afborganir orðið léttari með tímanum.
Vandinn er verðbólgan sem leiðir tíl hárra
vaxta sem aftur leiðir til verri lífskjara. Q
4 VÍSBENDING • 5. TBL. 2016