Vísbending


Vísbending - 22.02.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.02.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmál 22. febrúar 2016 7 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Skilnaður aldarinnar? Mynd: Gengi sterlingspunds gagnvart evru. Ágúst 2015 til febrúar 2016 Bretar ganga að kjörborðinu 23. júní næstkomandi um það hvort landið verði áfram í Evrópusam- bandinu eða ekki. Atök um málið hafa verið hörð og andstæðar fylkingar eiga eflaust ekki eftir að gefa neitt eftir fram að kjördegi. Cameron fór til Brussel til þess að ná samningum og kom til baka með niðurstöðu. Viðbrögðin voru nokk- uð fyrirsjáanleg. Þeir sem hallast höfðu að áframhaldandi veru Breta í sam- bandinu fögnuðu og sögðu samninginn mikinn sigur, meðan andstæðingarnir töldu að ekkert hefði áunnist. Svo eru línudansarar eins og Boris Johnson sem segjast vera á móti þessum samningi, en vilja fá annan betri. Það er hægt að semja Islendingar geta mikið lært af því að fylgjast með framvindunni í Bretlandi. Meginlærdómurinn er sá að það er hægt að semja við Evrópusambandið og reglur þess eru ekki greyptar í stein. Staða Breta er auðvitað sterkari en íslendinga, því að þeir eru eitt meginríki sambandsins, en þó má benda á það að sérstaða þeirra er minni, því að þeir eru mjög nálægt meginlandinu, bæði landfræðilega og menningarlega. Bresk hagsmunamál eru því líklegri en séríslensk til þess að hafa mjög víðtæk áhrif. Bretar fá að nýta „neyðarhemil“ vegna velferðargreiðslna til innflytjenda frá Evrópusambandinu. Þessi hemill gildir í sjö ár, sem er hliðstætt við bann á frjáls- um flutningi fólks frá Austur-Evrópu- löndum innan Evrópusambandsins á sínum tíma. Bretar voru á þeim tíma ekki í hópi þeirra sem nýttu sér þetta ákvæði til fulls. Hemillinn gildir einung- is um þá sem koma til Bretlands eftir að reglurnar taka gildi. Akveðnar takmark- anir gilda um barnabætur til barna sem ekki búa í Bretlandi. Sérstaða Breta í evrumálum er undir- strikuð. Þeir geta nú krafist sérstakr- ar umræðu um löggjöf sem þeir telja vandamál og þannig bæði tafið mál og Heimild: Seðlabankinn væntanlega haft meiri áhrif á niðurstöð- ur en ella. Þeir hafa þó ekki neitunar- vald. Bretar hafa lagt mikla áherslu á þetta vegna þess hve bankaþjónusta er mikilvæg í London. Loks var gefin út yfirlýsing sem leggur áherslu á að Bretar séu ekki á leið í sífellt nánara samband innan Evrópusambandsins. I þessum viðræðum var tekið tillit til óska Breta, en auðvitað tókust menn á. Fjögur Austur-Evrópulönd voru hörð í andstöðu sinni við breytingar á bóta- greiðslum og niðurstaðan var málamiðl- un, einkum varðandi tímalengdina. Inni? Á endanum snýst málið fyrst og fremst um það hvort Bretar vilja vera með á sameiginlega markaðinum eða ekki. Um 45% af útflutningi Breta fer til Evrópu- sambandslanda og innan sambandsins eru þeir undanþegnir tollum og marg- víslegri skýrslugerð sem fylgir þeim. Slíkt getur verið ígildi viðskiptahindrana eins og Hvalur fékk að kynnast í tilraunum sínum til þess að flytja kjöt til Japans. Vegna þess að Evrópusambandið er ein stærsta viðskiptaeining í heimi er líklegt að samningar við aðila utan sam- bandsins séu hagstæðari ef sambandið gerir þá en einstakt ríki, auk þess sem það er meiri vinna. Bretar græða um 3.000 pund (tæp- lega 600 þúsund krónur) á fjölskyldu á því að vera inni í sambandinu vegna hagstæðari viðskiptakjara en ef þeir stæðu utan þess. Sameiginlegar reglur munu gilda áfram á Evrópusvæðinu og Bretar munu þurfa að fylgja þeim ef þeir vilja flytja vörur út. Með því að sitja í innsta hring geta þeir haft góð áhrif á mótun regln- anna þannig að tekið verði tillit til þeirra hagsmuna frá upphafi. Úti? Rök þeirra sem eru á móti ganga út á að þannig hafi Bretland miklu meiri sveigj- anleika en ella. Bretar geta þá samið við hvaða ríki sem er án tillits til annarra Evrópuríkja. Þannig geta þeir náð nánara viðskiptasambandi við Bandarík- in, Rússland, Kína og fleiri ríki. framh. á hls. 4 IBretar kjósa nú um það hvort þeir eigi að ganga úr Evrópusambandinu. Staðan er tvísýn. Landbúnaðarsamningarn- ir voru gerið í samráði við hagsmunaaðila, segir land- búnaðarráðherra. 31 samningunum eru ákvæði sem geta leitt til offramleiðslu að mati Þórólfs Matthíassonar. 4Forsætisráðherra hefur bent á hættuna við að borða er- lent kjöt. Hætturnar leynast víða. VÍSBENDING • 7. TBI. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.