Vísbending


Vísbending - 22.02.2016, Síða 2

Vísbending - 22.02.2016, Síða 2
HiíSBENDING ------------------------ Samráð án samráðs Mynd: Gildi verndarstuðuls við landbúnað í ýmsum löndum r liðinni viku undirrituðu landbúnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra nýj- an búvörusamning. Samningurinn sem er til tíu ára hefur verið umdeildur. Samkvæmt honum hækka framlög til landbúnaðar um 7-8%, en fyrirkomulagi greiðslna verður breytt. Margvísleg markmiö Samkvæmt samningnum á samn- ingurinn að bæta starfskilyrði bænda með margvíslegum hætti. Þó að forsætis- ráðherra hafi lýst því yfir að í raun sé um neytendastyrki að ræða er ekkert minnst á neytendur í markmiðum samningsins: • Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins smðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafúrða á sanngjörnu verði. ■ Að tryggja að bændum standi til boða leið- beiningaþjónusta og skýrsluhaldshugbún- aður til að styðja við framgang markmiða samningsins. • Að við búvöruframleiðsluna sé gætt sjónar- miða um velferð dýra, heilnæmi afurða, um- hverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu. • Að auka vægi lífrænnar framleiðslu. • Að stuðningur ríkisins stuðli að áfram- haldandi þróun í greininni og bættri afkomu bænda. • Að auðvelda nýliðun, þannig að nauðsyn- leg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleið- enda og tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum. Þessi markmið em ekki alveg ólík því sem talað er um í búvörulögum, en þar er reynd- ar minnst á neytendur. Þó að neytendur eða skattgreiðendur hafi ekki haft: beina aðkomu að samningnum telur landbúnaðarráðherra að hann hafi sannarlega rætt við hagsmimaaðila. „Það hefúr verið haft samráð við Sam- tök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASI, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndar- samtök Islands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um bú- vörusamningana á Alþingi. Samráðið mun ekki hafa farið fram í Öskjuhlíðinni heldur á hádegisverðarfundi snemma í febrúar þar sem fulltrúar margra samtaka voru boðaðir á fúnd þar sem aðal- atriði samninganna voru kynnt. Af einhverj- um ástæðum gleymdi ráðherrann að nefna samráð sitt við Félaga atvinnurekenda og Samtök verslunar og þjónustu, sem einnig munu hafa verið á þessum fundi. Heimild: OECD Samningur við Evrópusambandiö tafinn Þetta er ekki fýrsta samráðið sem tengist þessum samningum. Síðasdiðið haust bár- ust fréttir af því að undirritaður hefði verið samningur við Evrópusambandið um rýmri innflumingskvóta. Fljódega bárust fréttir af því að samningurinn yrði þó ekki borinn undir Alþingi að svo stöddu. Utanríkisráðherra taldi einfaldlega rétt að við svo „mikilvæga samningagerð eins og bú- vörusamninga hafi menn heildarmyndina til lengri framtíðar uppi á borðinu í samskipt- um ríkis og landbúnaðarins“. Samkvæmt frétt Vísis varð ráðherrann ekki var við annað en að skilningur sé á afstöðu hans á málinu hjá öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. „Enda hafði ég samráð við landbúnaðar- ráðherra um þetta.“ Ráðherrann lýsti áhyggjum bænda: „Samningurinn veitir ákveðin tækifæri fýrir landbúnað á Islandi til að þreifa fýrir sér á markaði í Evrópu með nýjar vörur, eins og til dæmis í kjötí. Á sama tíma svarar samn- ingurinn brýnni þörf fýrir auknar innflutn- ingsheimildir til ESB fýrir skyr en einnig fýrir lambakjöt. Hvað varðar heimildir ESB tíl innflutnings til íslands tel ég að umfang þeirra sé ekki með þeim hætti að landbúnað- urinn eigi að óttast það. íslenskur landbún- aður er sterkari en svo. Auk þess er gert ráð fýrir ríflegum aðlögunartíma og mikilvægt að hlusta eftir áhyggjum og hugmyndum bænda.“ Ekki fór neinum sögum af samráði við neytendur um þessa frestun. Stuðningurinn meiri en víðast hvar Sú röksemd hefúr heyrst að smðningur við landbúnað sé ekki ósvipaður hér á landi og víða annars staðar. Hann hafi auk þess farið minnkandi. Seinni fúllyrðingin er rétt, en bændum hefur fækkað mjög mikið á sama tíma. Á myndinni má sjá smðning við landbúnað í Norcgi, á Islandi, innan Evrópu- sambandsins og í OECD. Myndin sýnir glögglega að Noregur og ísland hafa sérstöðu. Reyndar er skylt að geta þess að í Svíþjóð og Finnlandi er heimilt að styrkja landbúnað sérstaklega vegna þess að landbúnaður norðan 62. breiddargráðu þykir sérstaklega erfiður. Styrkurinn er þó mun minni en hér á landi. Myndin sýnir svonefndan vemdar- stuðul (e. nominal protection œefficient) á svæðunum. OECD mat það svo að auk styrks upp á 13 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2014 væru innflutningshöft og kvótar virði um 8 milljarða króna fýrir bændur (og samsvarandi kostnaður fýrir neytendur). Ekki er að efa að meiri sátt hefði ver- ið hægt að ná um samninga við bændur til svo langs tíma ef á samningstímanum hefði verið dregið markvisst úr aðstoð. Það hefði kannski tekist ef samráðið við hagsmunaað- ila utan landbúnaðar hefði varað lengur en eina hádegisstund. 0 2 VÍSBENDING • 7. TB1 . 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.