Vísbending


Vísbending - 22.02.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.02.2016, Blaðsíða 3
VíSBENDING V Offramleiðslan aukin £l Þórólfur Matthíasson Prófessor Eitt af best varðveittu leyndarmálum íslensks atvinnulífs tengjast ekki Borgun heldur þeirri staðreynd að mjólkurframleiðsla á landinu er langleiðina í tvöfalt meiri en markaðurinn þolir og að lambakjötsframleiðslan er um 35% meiri en seljanlegt er á innlendum markaði. Mismunandi leiöir Aðferðir búgreinanna við að losna við umframframleiðsluna eru ólík- ar. I mjólkurframleiðslunni eru reistir himinháir tollmúrar og umframmjólkinni er breytt í smjör og ost. Til að losna við smjörið er það niðurgreitt með háu verði á rjóma. Afar lítill möguleiki er að selja íslenskar mjólkurafurðir erlendis á samkeppnishæfu verði. Eina undantekn- ingin er skyr, sem þó er auðframleitt úr erlendu hráefni eins og Arla og Siggi hafa sannað. Erlendur markaður fyrir skyr er því fremur takmarkaður. Sauðfjárframleiðendur flytja 35% af sinni framleiðslu út. I gegnum tíðina hefur gengið á ýmsu með skilaverðið. Fram til 1992 greiddi ríkissjóður útflutningsupp- bætur á útfluttar afurðir auk þess sem bændur fengu lægra skilaverð fyrir þann hluta afurðanna sem voru fluttar út. Fyrst eftir bankahrunið og gengisfellinguna 2008 voru erlendir markaðir íslenskum bændum hagstæðir og þeir fengu nokkurn veginn sama verð fyrir afurðirnar innan- lands og erlendis. Svo ákafir urðu þeir í útflutningnum að þeir sveltu innanlands- markaðinn. Sumarið 2011 var erfitt að finna lamabakjöt á grillið! Nú hefur út- flutningsverðlag lækkað, enda hafa safnast saman birgðir sem jafngilda ársneyslunni innanlands' Vítahringur vandamála Ein af afleiðingum offramleiðsluvand- ans er offjárfesting. Fjármagnsgjöld vega þyngra sem hlutfall þátttatekna en í fisk- veiðum (40% í landbúnaði, 33% í fisk- veiðum). Hið opinbera styrkir greinina beint um 10-13 milljarða árlega. Obeini stuðningurinn (innflutningsverndin) er um 9-10 milljarðar árlega. Há fjármagns- gjöld landbúnaðar skýrast að hluta af svo- kallaðri eigngeringu loforða um opinber- an stuðning. Ofíjárfestingu í landbúnaði fylgir síðan ofnýting annarra framleiðslu- þátta, bæði vinnuafls og landgæða. Eins og lýsingin hér á undan ber með sér býr landbúnaður á fslandi við mjög alvarleg strúktúr vandamál. I ljósi þeirrar staðreyndar má hafa þolinmæði fyrir hugmyndum um opinberar aðgerðir í þágu breytts fyrirkomulags. Það má hafa þolinmæði fyrir því að skattfé sé notað til að koma greininni í það horf að hún geti sinnt nauðsynlegu hlutverki sínu sem er að sjá landsmönnum og sístækkandi hópi ferðamanna fyrir nægu og góðu framboði á dagvöru. Lausnin fundin? Þvert á væntingar bjóða nýgerðir búvörusamningar ekki upp á lausnir á strúktúrvanda landbúnaðarins. Þvert á móti. Þegar samningarnir eru skoðaðir virðist sem samningsmarkmið hafi ver- ið að draga úr svokallaðri „eigngeringu“ beingreiðslna, þó án þess að skaða stóra aðila á borð við Kaupfélag Skagfirðinga. Staða Mjólkursamsölunnar er styrkt ef eitthvað er með því að hún fær rétt til að koma sér upp flutningsjöfnunarsjóði bæði hrámjólkurmeginn og afurðameginn. Það verður því erfitt fyrir smáaðila að hasla sér völl á úrvinnslumarkaðnum. Samningsað- ilar setja málamyndarfjárhæðir til tískufyr- irbæra eins og geitaræktunar. Til að ná þessum markmiðinu um minni eigngeringu er stuðningur í formi beingreiðslna fluttur í framleiðslu- tengdar greiðslur. Þannig eiga greiðslur út á innvegna mjólk að aukast úr 2,6 milljörðum árið 2017 í 4,1 milljarð króna árið 2026 (á föstu verðlagi). Sauðfjársamn- ingurinn lækkar beingreiðslur úr 2,5 millj- örðum árið 2017 í 0 krónur 2026. Á sama tíma aukast framleiðslutengdar greiðslur um tæpan milljarð króna. Framleiðið meira! Með því að auka framleiðslutengingu styrkjanna er bændum í hefðbundn- um greinum gefin þau skýru skilaboð að þeir eigi að auka framleiðsluna. Þ.e.a.s. í stað þess að samningur stuðli að hægfara niðurtröppun framleiðslugetu í mjólk og sauðfjárbúskap er stuðlað að aukinni offjárfestingu og offramleiðslu. Land- búnaðarráðherra virðist gera sér einhverja grein fyrir því hvað hann er að gera því hann lofar að hækka tollmúrana enn svo afsetja megi umframmjólkina á innan- landsmarkaði. Nýundirritaður búvörusamningur mun að öllum líkindum auka vanda landbún- aðarins. Til að byrja með mun reyndar greinin einkennast af bjartsýni og mjalt- arþjónainnflytjendur og fjósbyggjendur munu eiga góða daga fyrsta kastið. En innlendur markaður mun ekki taka við allri mjólkinni og öllu kindakjötinu sem mun bætast við. Smjörfjöll munu rísa, rjómatjarnir myndast, kjötgeymslur fyll- ast, afréttir blása upp og bændur fylla bið- stofur lánastofnana. U Heimitd: 1 Siá:http://px.hagstofa.is/nxis/pxweb/is/ Atvinnuvegir/Atvinnuvegir landbunadur landframleidsla/LAN 10201 .px/table/tableVi- ewLavoutl/?rxid=a5b86b3a-4788-43fb-bd- 08-38114b063413. VÍSBENDING «6. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.