Vísbending


Vísbending - 22.02.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.02.2016, Blaðsíða 4
VíSBENDING framh. afbls. 1 Þeir geta gert samning við sam- bandið eins og Svisslendingar eða geng- ið í Evrópska cfnahagssvæðið og hafa þá miklu meiri sveigjanleika en nú. Bretland þarf ekki að senda háa tékka til Brussel og geta nýtt pening- ana í annað þarfara. Þeir eru þá ekki lengur bundnir af ýmsum reglum um vinnumarkaðinn og réttindi launafólks. Jafnframt geta þeir losnað við margar fáránlegar reglugerðir, t.d um ryksugur, kaffivélar og margt fleira. Bretar geta lokað á innflutning á vinnuafli frá fátækum Evrópulöndum og þurfa ekki að borga því fólki almanna- tryggingabætur. Loks losna þeir undan oki Evrópu- valdsins þar sem þeir hafa lítil áhrif og verða aftur alvöru stórveldi á eigin forsendum. íslendingar þekkja það að innan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa löndin að fylgja reglum Evrópusam- bandsins, en hafa hins vegar engin áhrif í raun á mótun þeirra. Sannleikurinn í raun er það ljóst að þegar sameigin- legar reglur gilda á aðalmarkaðssvæði Breta er afar ólíklegt að þeir muni geta látið aðrar reglur gilda um sinn iðnað, að minnsta kosti ekki um þær vörur sem fluttar verða út. Draumur sumra atvinnurekenda um lengri vinnuviku og minni réttindi virðist fjarlægur í nútíma samfélagi. Islendingar þekkja það að innan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa löndin að fylgja reglum Evrópusambandsins, en hafa hins vegar engin áhrif í raun á mót- un þeirra. Gengju Bretar í EES gætu þeir orðið aðalstuðningsaðilar í stað Norð- manna, en Cameron hefur sagt að það sé útilokað. Þó er erfitt að taka mark á slíkum yfirlýsingum nú, því að ef Bret- ar segja sig úr Evrópusambandinu verða þeir að ákveða framhaldið. Þar verða örugglega margir kostir skoðaðir. Allir munu þeir enda á því að Bretar verða að taka á sig stóran hluta af þeim reglum sem settar verða innan sambandsins án þess að fá nokkru um þær ráðið. Aörir sálmar Deilurnar og rökin minna á það sem heyrist á íslandi. Reynslan hefur sýnt að rök skipta ekki öllu heldur móta menn sér skoðun og fylgja henni hvað sem staðreyndum líður. Nema Boris Johnson sem segist fylgjandi aðild, en ætlar að greiða atkvæði með úrsögn. Áhrif Fyrir utan þau atriði sem nefnd eru hér að ofan getur útganga Breta úr Evrópu- sambandinu haft víðtæk pólitísk og fjármálaáhrif. Margir Bretar óttast að London hætti að verða fjármálahöfuð- borg Evrópu og Frankfurt taki við því hlutverki. Erfltt er að segja til um þetta vegna þess að London hefur haldið styrkri stöðu sinni þrátt fyrir að Bret- ar noti pundið en ekki evruna sem er auðvitað megingjaldmiðill flestra íbúa í Evrópusambandinu. London gæti haldið áfram að vera hlekkur milli Evrópu og Ameríku. A myndinni á bls. 1 sést hvernig gengi pundsins hefur þróast gagnvart evru undafarna sex mánuði. Af henni má sjá að frá því í nóvember hefur pundið veikst um 11% og það ferli heldur áfram undanfarna daga eftir að ljóst var að mjótt yrði á munum í kosn- ingunum um úrsögn. Líklegt er að Skotar muni krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði, en þeir hafa verið mun hlynntari aðild en Englendingar. Ómögulegt er að segja til um hver niðurstaðan yrði, en ekki munaði miklu að aðskilnaður yrði samþykktur þegar kosið var árið 2014. Líklega mun staða Breta á al- þjóðavettvangi veikjast ef þeir ganga úr Evrópusambandinu, en þeir hafa margir átt erfitt með að sætta sig við það að hafa breyst úr heimsveldi í sambandsveldis ríki í hluta af Evrópu. Margir hafa gleymt því núna en það var einmitt Winston Churchill sem stakk upp á sameiningu Evrópuríkja skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. Evrópu- sambandið var upprunalega stofnað sem friðarbandalag. Ólíklegt væri að þjóðir sem hefðu svo nána efnahagslega hagsmuni myndu ráðast hvert á annað. Friður hefur haldist innan svæðisins, en ógnin frá Rússum er að margra mati meiri nú en verið hefur eftir að Sovét- ríkin liðu undir lok. Hvernig sem kosningarnar fara er ljóst að úrslit þeirra munu hafa mikil áhrif á framtíð Evrópu og einnig hér á landi því að margir fylgjast spenntir með hvernig því máli vindur fram. Ö Varúð: Sýklar Að undanförnu hefur verið bent á eftirtaldar smitleiðir (áhættu) vegna erlendra sýkla sem ekki hafa þrif- ist á íslandi: 1. Útlendir fuglar koma til íslands. Þetta hefúr viðgengist nokkuð lengi. 2. Údendingar koma til íslands. Þeir eru líklega um fjórum sinnum fleiri en ís- lendingar í ár og þykja aufúsugestir. 3. Hingað koma mýs og rottur með skip- um, komast í land og setjast hér að. 4. Útlent grænmeti og ávextir eru flutt til íslands. Með þeim berst stundum óværa. 5. Údendar plöntur (sjá 4). 6. Útlendingar sem hingað koma eru í óþvegnum fötum sem geta borið með sér sýkla. 7. Útlendingar koma á bílum til lands- ins. Bílarnir eru ekki sótthreinsaðir. Sumir þeirra hafa keyrt um landbúnaðarhéruð í útlöndum skömmu áður en þeir komu hingað. 8. Islendingar fara til útlanda. Sumir þeirra borða þar mat, klæðast fötum og koma heim í bílum. 9. Útlendingar sem hingað koma hafa iðulega með sér mat (sem auðvitað er bannað, en gerist samt). 10. Islenskir sjómenn og flugfólk hafa gegnum tíðina smyglað inn erlendum mat (þetta er auðvitað löngu hætt, en maður hefúr lesið um þetta). 11. fslenskir veitingastaðir hafa boðið upp á smyglvarning, en yfirleitt ekki aug- lýst það mikið. 12. fslenskir kaupmenn buðu stundum í gamla daga upp á smyglað kjöt af ýmsu tagi. 13. Ferðamenn hafa árum saman smyglað kjöti til landsins. 14. Sumir fslendingar dvelja langdvölum erlendis við nám og störf. Sumir eru ár- lega nokkra mánuði á ári erlendis, t.d. í Suður-Evrópu eða Flórída. 15. Flugvélar lenda hér á landi á hverjum degi eftir viðkomu í útlöndum, ósótt- hreinsaðar. 16. ísbirnir hafa komið til landsins án þess að fara í sóttkví. 17. Fiskar við ísland hafa sumir synt um menguð höf í erlendri lögsögu. Sumir fara í íslenskar ár. Öruggast er því að borða ekkert og hafa ekki samneyti við annað fólk. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaðun Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 7.TB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.