Vísbending


Vísbending - 29.02.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.02.2016, Blaðsíða 2
V Lygarar, bölvaðir lygarar og Hagstofan Imannlcgum samskiptum skiptir gagnkvæmt traust meginmáli. Það á við bæði um samskipti milli einstaklinga og ekki síður við um samskipti einstaklinga við fyrirtæki og opinberar stofnanir. Síðast en ekki síst verða ríki sem vinna saman að geta treyst hvert öðru. Flestir gera ráð fyrir því að það sem þeir heyra og lesa sé satt, að minnsta kosti ef sá sem talar segist fara með staðreyndir. Sumir stjórnmálamenn falla oít á lygaprófimum, svo oft að almenningur hættir að kippa sér sérstaklega upp við það. Stöðug tortryggni grefur undan trausti á stofnunum samfélagsins og getur valdið upplausn og hruni. Hin þróunin er ekki betri þegar samfélag lygi og falsana kemst í vana. Spilltir pólitíkusar og embættismenn nýta sér þetta ástand sér og sínum til framdráttar. Siðrof í vöggu siðmenningar I þeim einkennilega harmleik sem grísk efnahagsmál hafa verið undanfarin ár er hliðarsaga þar sem kerfið leggst á eitt til þess að refsa einum manni fyrir allar syndir Grikkja í hagstjórn. Saksóknari, studdur af grískum stjórnmálamönnum til hægri og vinstri, heldur því fram að sá sem mesta ábyrgð beri sé embættismaður: Hagstofu- stjórinn Andreas Georgiou. Ef sagan væri leikrit myndu gagnrýnendur hrista höfuðið yfir fráleitum söguþræði. Georgiou er sak- aður um að hafa valdið þjóðinni gífurlegu tjóni; ekki með fölsunum heldur af því að hann sagði satt!1 Olíklegt er að hagstofustjórinn hafi getað gert sér í hugarlund hvað beið hans þegar hann var ráðinn árið 2010. Ari áður hafði ný ríkisstjórn Papandreous viðurkennt að árum saman var ekkert að marka gögn um hallann á ríkisfjármálum eða skuldir gríska ríkisins. Þríeykið fræga sem kom til bjargar krafðist þess sem hluta af fyrsta lánapakkanum sem veittur var að vinnuferli Hagstofu Grikklands yrði breytt þannig að eitthvað yrði að marka tölurnar sem þaðan kæmu. A sínum tíma var talið útilokað að Grikkland yrði eitt af stofnríkjum evrunnar árið 1999. Sjálfir lýstu þeir því yfir að þeir gæm ekki náð viðmiðum fyrr en árið 2001. í árslok 1998 voru þeir allt í einu orðnir evruríki. Eins og töfrasprota hefði verið veifað uppfylltu Grikkir skilyrðin nægilega vel til þess að fá að ganga í klúbbinn. Mörgum fannst þetta gerast snöggt og ekki skrítið að það þætti ótrúlegt: Tölurnar vom tangar. Einbeittur brotavilji Grikkir héldu áfram að ljúga. A árunum 2000 til 2004 var fjárlagahallinn stöðugt van- metínn og það sama gilti um skuldir lands- ins. Þá gaf Eurostat út sérstaka skýrslu um rangfærslur í gögnum frá gríska ríkinu á þess- um árum. Sérstaklega hafði verið gætt að því að segja að fjárlagahallinn væri innan við 3%, því að það er eitt af Maastrich-skilyrðunum. I raun var hann meiri öll árin. Víðast hvar hefðu menn látið sér segjast og skammast sín fyrir að hafa verið staðnir að ósannsögli. En öðru nær. Grikkir færðust í aukana ef eitthvað var. Ar eftir ár litu skýrslurnar frá þeim út eins og ástandið væri að batna og stutt væri í að það yrði viðunandi.2 ,Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani“ ortí Jón Gunnar Sigurðsson, en Grikkir hafa líklega aldrei heyrt á hann minnst og héldu sínu striki fram á haustið 2009. En þá gat sjálfsblekkingin ekki haldið lengur áfram og þeir urðu að horfast í augu við vandann. Ogþó. Vammlaus maöur Eftir að stjórn Papandreous lýsti því yflr að tölurnar hefðu verið falsaðar hefði kannski verið eðlilegt að draga það fram og hirta þann seka. Enginn hafði áhuga á því, en stjórnin lofaði bót og betrun og auglýst var eftir nýjum hagstofustjóra árið 2010. Nokkrir sóttu um starfið, meðal annars fólk sem hafði tekið þátt í fyrri fblsunum. Fyrir valinu varð doktor í hagfræði frá Háskólanum í Michigan, Grikkinn Andreas Georgiou. Að loknu prófi vann Georgiou við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og naut trausts hans. Hann einsettí sér að fara að reglum Eurostat um útreikning hagstærða, þannig að ekki þyrfti lengur að vantreysta tölum frá Grikklandi. Svo undarlegt sem það virðist var sérstök stjórn yfir hagstoftístjóranum sem vildi fá að samþykkja formlega tölumar áður en þær yrðu sendar úr landi. Öllu heldur vildi hún breyta þeim „til batnaðar“. Hann tók það ekki í mál og hélt sínu striki. Eftir að hann tók við heftír Eurostat samþykkt allar skýrslur frá Grikldandi athugasemdalaust. Áður var það nánast regla að gerðar væm aðfinnslur. Grikkir höfðu reyndar staðið sig vel á einu sviði. Þeir skiluðu skýrslunum allaf snemma. Enda enginn vandi vegna þess að þeir þurftu ekki að bíða eftir raunverulegum niðurstöðum heldur bjuggu til sinn eigin sýndarveruleika. Vísvitandi fals Þó að tölfræðiyfirvöld í Evrópu hafi fagnað bót og betmn grísku hagstofunn- ar var annað viðkvæði heima fyrir. Nikos Logothetis, sem sóttí um starfið á mótí Ge- orgiou og skipaður var varaformaður stjóm- ar hagstoftínnar, hélt því fram að tölurnar um hallann á fjárlögum árin 2009 og 2010 hefðu „viljandi og án tilefnis" verið ýktar. Þær hefðu valdið því að ósanngjörnum spamað- araðgerðum hefði verið þröngvað upp á Grikki að minnsta kosti að hluta að ósekju. Georgiou væri peð Eurostat og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og hefði gert grísku hagstoftína að einleik. Með brögðum hefði hann sveigt reglumar Grikkjum í óhag til þess að stækka fjárlagahallann. Grikkir hefðu þess vegna 2 VÍSBENDING • 8.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.