Vísbending


Vísbending - 29.02.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.02.2016, Blaðsíða 3
verið neyddir til þess að beita ógeðfelldum niðurskurði. Flestir heíðu talið hrunið hafa átt rætur í einhverju sem gerðist fyrir árslok 2008, en grískir stjórnmálamenn fögnuðu því að hafa fundið sökudólginn. Hagstofustjóra sem dirfðist að segja satt. Antonis Samaras leiðtogi Nýs lýðræðis sá tækifæri til þess að hvítþvo sinn flokk og réðst á Papandreou, leiðtoga sósíalista og forsætisráðherra fyrir að hafa lidð framhjá hagsmunum Grikklands þegar hann viðurkenndi falsið árið 2009. Þingið hellti sér hins vegar ekki yfir Pap- andreaou heldur hagstofustjórann, sem ekki tók við skipunum úr stjórnarráðinu heldur reyndi að scgja söguna eins og hún raun- verulega var. Þá ljóm mynd vildi enginn sjá. Fjárlagahallinn árið 2009, sem áædað- ur var 3,9% í tölum fjármálaráðuneytisins fyrir stjómarskiptin 2009, var í mars 2010 leiðréttur í 13,6%. Haustið 2010, eftir að Georgiou tók við hagstofunni var talan enn leiðrétt og hækkaði í 15,4%. Fyrri leiðréttingin skipti hins vegar engu máli fyrir stjórnmálamenn og öfúndarmenn hagstofustjórans. Svo fór að ákveðið var að taka upp opinbera rannsókn á vinnubrögð- um þessa nýja „peðs Eurostat" og í upphafi árs 2013 var hann ákærður fyrir talnafals sem hefði kostað grísku þjóðina 170 milljarða evra (nærri 25 þúsund milljarða króna). Slík- ur glæpur telst landráð og leiðir til ævilangs fangelsis. Síðar var hann svo enn ákærður fyr- ir afglöp eða vanrækslu í starfi og var helsta vanrækslan talin sú að hafa ekki borið niður- stöður hagskýrslna undir atkvæði í stjórn hagstofúnnar áður en þær vom gefnar út. Til þess að skýra hvernig sannleikurinn gat leitt til þessa gífúrlega taps segja Logo- thetis og annar stjórnarmaður hagstofúnnar, Zoe Georganta, sem einnig hafði sótt um starfið og ekki fengið, að vegna þess að lánar- drottnar hafi ofmerið áhættuna af Grikklandi hafi þeir hækkað vexti á lánum og neitað að veita ný. „Hagstofústjórinn sniðgekk stjórn- ina vegna þess að hún hefði efast um rétt- mæti aðferða hans.“3 Uppgjöf? Með öðrum orðum neitaði hagstofústjórinn að láta að pólitískri stjórn. Menn hafa verið látnir fjúka fyrir minna, en þrátt fyrir allt hélt Georgiou sínu striki. Hann fékk stuðning frá kollegum sínum á öðrum hagstofum og fékk meðal annars ráðgjöf frá Hallgrími Snorrasyni, fyrrverandi hagstofústjóra á Islandi. Eftir að fimm ára skipunartímabili Georgious lauk í ágúst 2015 ákvað hann að láta af embættí að eigin ósk. I kveðjubréfi sínu rakti hann söguna og að tvisvar hefði Eurostat íhugað að kæra Grikki til Evrópu- dómstólsins fyrir talnafals. Hann vitnaði í umsögn um vinnubrögð Grikkja: „Ekki var búist við rangri skýrslugjöf eða fölsunum þegar reglur [Eurostat] voru settar.“ Hagstofústjórinn sendi út fréttatilkynn- ingu árið 2014 um að hann skildi ekki hvers vegna hann væri ákærður fyrir að segja satt, en forverar hans sem hefðu falsað tölur væru látnir óáreittir. f kjölfarið stefndi einn þeirra honum fyrir meiðyrði og krafðist 75.000 evra skaðabóta. Það mál er enn í gangi. Sjálfúr fékk hagstofustjórinn skínandi einkunn að utan: „Líta má á framfarirnar hjá Hagstofú Grikklands sem fyrirmyndar- dæmi um þær umbætur sem nauðsynlegar eru á stjórnsýslu Grilddands almennt.“ Að leiðarlokum var Georgiou uppgef- inn: „Þessi fimm ár hafa verið löng og erfið vegferð, strit og á hverjum degi hef ég verið úrvinda af þreytu. Ég hef þurft að borga hátt gjald, bæði persónulega og faglega. Ég gafst þó aldrei upp og er sannfærður um að ára- löng barátta mín hefur borið árangur."4 Þó að saksóknarar hafi í tvígang lagt til að málið gegn Georgiou verði fellt niður hafa stjómmálamenn þó komið í veg fyr- ir það. Málin dragast stöðugt á langinn og lögfræðireikningar hans hlaðast upp. f „hag- ræðingarskyni“ voru laun hans lækkuð úr 5.000 í 2.000 evrur á mánuði. I viðtali við þýska blaðið Sterrí’ í janúar 2016 sagði Georgiou að hann hefði talið, að með því að breyta vinnubrögðum hag- stofúnnar hefði hann lagt sitt af mörkum til þess að bæta grískt samfélag. f stað þakklætis hefði hann uppskorið ofsóknir og enginn fjögurra forsætisráðherra landsins á tímabil- inu hefði borið blak af honum. Aðspurður um það hvers vegna hann hefði ekki hrein- lega hætt svaraði hann: „Uppgjöf er ekki minn stíll.“ Auk þess sem að ofan er talið eru fjöl- margir aðrir útúrdúrar á sögunni. Brotíst var inn í tölvupósthólf hagstofustjórans. Það var reyndar Logothetis sem hér er nefndur sem gerði það, en það þykir ekki draga úr trúverðugleika hans sem vitnis fyrir þing- nefndum. Hættan Þessi saga, eins skrítin og hún er, sýnir að það er ekki sjálfgefið að embættismenn séu heiðarlegir. Þrýsringurinn ber marga ofúrliði. Á Islandi er algengt að stjórnmálamenn ráðist á opinbera starfsmenn sem leyfa sér að hafá skoðun á aðgerðum þeirra. Háskólaprófessor- ar hafa orðið fyrir aðkastí og hótunum póli- tíkusa vegna þess að þeir hafa leyft sér að hafa skoðun sem ekki féll í kramið. Margir íslenskir ráðherrar hafa lýst van- trausti á sérfræðinga þegar þeir hafa komið með „rangar“ spár. Þjóðhagsstofnun var VíSBENDING lögð niður á sínum tíma, meðal annars vegna þess að Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði „hagfræðingana ganga of langt í svartsýni. Þeir átti sig ekki á því að með auknu frjálsræði hafi losnað úr læðingi svo mikill kraftur í atvinnulífinu að þensla sé ekki jafn hættuleg og hún hefði verið hér áður fyrr, meðan spennitreyja ríkisafskipta og einangrunarstefnu hélt aftur af framför- um.“6 Núverandi forsætisráðherra sagði á viðskiptaþingi árið 2014: „Seðlabanki íslands birti í morgun greiningu sína á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Það er út af fyrir sig áhugaverð forgangsröðun að Seðlabankinn skuli leggja mikla vinnu í slíka greiningu óumbeðinn, á meðan rík- isstjórn Islands bíður enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Islands sem óskað var eft- ir fyrir nokkru síðan.“ Ekki þarf að skýra að ráðherranum líkaði ekki greiningin, en hann var hins vegar afar ánægður með undirmenn sína á Hagstofunni þegar þeir birtu greiningu á fólksflutningum sem var honum að skapi. Þeir fræðimenn sem gagnrýndu túlkun Hagstofunnar fengu hins vegar háðsglósur ráðherrans. A Islandi er kerfið líka tregt við að breytast. Munurinn á Islandi og Grikk- landi er líklega samt sá að engum dettur í hug að allt hafi verið í himnalagi fyrir hrun og almenningur er ekki eins hræddur við sannleikann eins og Grikkir virðast vera. Nýlegt dæmi frá Irlandi sýnir samt að kjós- endur hafa ekki mikla þolinmæði til þess að herða beltið til lengdar. Flokkum sem boða aðhald og niðurskurð er refsað, jafn- vel þó að þeir hafi staðið sig vel. Aðalhættan er samt ef óttinn við ráða- menn nær völdum. Menn þora ekki að segja sína skoðun, eða jafnvel greina frá staðreyndum, af ótta við að vera refsað. I stað þess segja þeir það sem ráðamenn helst vilja heyra til þess að fá hrós. Þeir hugrökk- ustu þegja í besta falli. Slíkt samfélag er uppskrift að nýjum óförum. Grikkir hafa enn ekki fúndið nýjan hag- stofústjóra Ö Heimildir 1 Matthew Gabel Washington Post 14. júlí, 2015: What's the matter with Greece? It carit run the clean and efféctive govemment necessary for a healthy economy. 2 Sigrún Davíðsdóttir: Greece, politics and poisonous statistics - an on-going saga. í þessari grein rekur Sigrún söguna á ensku. Birt á vefiuhi hennar. 3 Greek Reporter 18. júní 2015: The 2009 Deficit Was Artificially Inflated, Former ELSTAT Ojficial Tells Greek Parliament 4 Fréttatilkynningfrá Hagstofu Grikklands, Elstat. 2. ágúst 2015 5 Stem 2. tbL 2016: Der ökonom Andreas Georgiou wollte seinem Land helfen. Jetzt muss er vor Gericht um seine Ehre kámpfen 6 Vinsalasta ráðið, Morgunblaðið 24. maí, 2000. VÍSBENDING *8.TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.