Vísbending


Vísbending - 29.02.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.02.2016, Blaðsíða 4
Aðrir sálmar Skapa fötin Einn stærsti sigurinn í búsáhalda- byltingunni svonefndu var að karlar á Alþingi þurfa ekki leng- ur að vera með bindi í fundarsal. I við- skiptalífinu er svipuð þróun sýnileg. Fólk mætir ekki endilega prúðbúið á stjórn- arfundi eins og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Rannsóknir virðast nú benda til þess að þetta sé kannski ekki góð þróun. Betri árangur í merkjavöru I læknisfræði þekkist það vel að mörgum sjúklingum batnar af því að taka pillur, ; jafnvel þó að í þeim séu engin lyf. Það j sem meira er, þeim batnar hraðar en i þeim sem engin lyf fá. Ef menn trúa því | að þeim muni batna er batinn skemmra ; undan en ella. Rannsóknir við nokkra bandaríska j háskóla benda til þess sama. Fólk sem er j með golfkylfu frá þekktum framleiðanda ; stendur sig betur en þeir sem eru með j alveg eins kylfu sem ekki er með vöru- ; merki. Það sama átti við þegar skoðaður ; var árangur á öðrum sviðum. Þeir sem mæta í dýrum jakkafötum eða glæsileg- um kjólum halda betri ræður en þeir sem koma á rifnum gallabuxum. Það sem meira var, menn þurftu ekki endilega að nota merkjavöru heldur bara halda að þeir væru að nota hana. Arangur kylfinga batnaði um 20% þegar þeim var sagt að pútterinn væri frá Nike, j jafnvel þó að hann væri það ekki. Jafn- j vel námsmenn sem fengu eyrnatappa í | stærðfræðiprófi stóðu sig betur ef þeim I var sagt að tapparnir væru frá 3M en ef j þeir fengu ekki merkjatappa! Þess vegna er það ekki endilega hjátrú j þegar menn vilja alltaf vera í ákveðnum ; fötum þegar þeir fara á mikilvæga fundi, j eða halda ræður. Trúin á fötin veldur því að sjálfstraustið er mikið og þeir standa i sig betur en ella. Merkið var munurinn Þrír prófessorar, Frank Germann, við Notre Dame háskóla, Aaron Garvey við Háskólann í Kentucky og Lisa Bolton við Penn State vildu í rannsókn sinni kanna hve mikil áhrifin væru af merkinu einu. „Auðvitað getur hönnun skipt máli, en í okkar rannsókn notuðu allir sams kon- ar kylfu og eyrnatappa. Eini munur- inn var að við sögðum sumum að um merkjavöru væri að ræða, en ekki öðrum. Merkið gaf mönnum sjálfstraust", sagði Germann. Munurinn var þó mismik- j manninn? ill eftir því hve góðir menn voru. Þeir bestu græddu lítið á merkjavörunni. Þeir þurftu ekki það sjálfstraust sem hún gaf hinum sem ekki voru jafnlangt komnir. Sambærilegar niðurstöður hafa tengst öðru atferli starfsmanna. Þegar menn halda að þeir séu í skapandi umhverfi búa þeir til hluti sem þeir myndu ekki gera í íhaldssömu fyrirtæki. Sami starfs- maður er sagður frjórri þegar hann vinn- ur fyrir Apple en IBM. Niðurstaðan er því sú að umhverfið hefur áhrif á starfsmenn og fólk sem not- ar þekkta merkjavöru sem hefur jákvæða ímynd stendur sig betur en hinir sem láta sér nægja nafnleysur. Q Máttur vanans Af því sem sagt hefur verið um lélegt viðurværi Islendinga, sóðaskap og harða lífsbaráttu, sem byggir eingöngu á líkamlegu erfiði, má ráða að vart er að vænta háleitra hugsana hjá þessu frum- stæða fólki, enda eru íslendingar hug- lausir í eðli sínu. ... Við þetta bætist að þótt beinast liggi við að álykta sem svo að þeir myndu lifa miklu betra, notalegra og þægilegra Iífi í öðrum löndum en föður- landi sínu, þá eru þeir í enn meira mæli en aðrar þjóðir þjakaðir af heimþrá. ... Slíkur er máttur vanans og þægindanna sem fylgja takmarkalausu frjálsræði sem í þessu landi, því er nú verr og miður, hefur í för með sér alltof mikla óreiðu og dugleysi, eins og þegar er getið. Þetta kemur jafnframt til af því að Islendingar eru í eðli sínu sérlundaðir og þrjóskir. Þeir vinna ekki nema þeir neyðist til þess og eru svo fastheldnir á venjur landsins, að þótt þeim séu sýndar betri aðferðir og vinnubrögð eða fengin þægilegri áhöld til að vinna með, fleygja þeir þeim frá sér og halda sig þvermóðskufullir við fýrra verklag. Flestir eru hjátrúarfullir og svikulir og hika ekki við að fremja meinsæri, jafnvel gegn sínum nánustu ef fáein mörk eru í boði. Þeir eru deilugjarnir og illviljaðir, fláráðir og þrællyndir, óhófsamir, losta- fullir og saurlífir, svikulir og þjófóttir. Hvaða ódyggða er ekki að vænta hjá fólki sem dvelst á eyðilegu landi og stundar sjó í ótakmörkuðu sjálfræði, án aðhalds samviskunnar, eftirlits og utan- aðkomandi aga? Fyrir vikið komast þeir upp með að seðja taumlausar fysnir sínar án viðurlaga og við það bætist hve ákaft, stöðugt og almennt þeir sinna drykkju- skapnum,sem er frjósöm móðir allra lasta. ... Prestastéttin er til einskis nýt. Flestir prestar eru fákunnandi, hafa ekkert lært og sjaldan komist lengra en í gegnum dómkirkjuskólana. Þeir eru naumast læsir á latínu. Þar að auki eru þeir lítil- mótlegir og svo sólgnir í brennivín að fram úr hófi gengur og er til háborinn- ar skammar. ... Oft er það líka svo að kennimaður jafnt sem kirkjugestir eru í svo slæmu ástandi áður en athöfnin hefst að hætta verður við hana. Johann Andersen: Frásagnir af Islandi 1746. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 8. T B l . 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.