Vísbending


Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 14. mars 2016 10 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Sparar íslenskur landbúnaður gjaldeyri? Mynd: Skipting aðfanga í landbúnaöi Útreikningar Vísbendingar byggiir á tölum Hagstofu íslands jýrir árin 2014 og 2015. ann 16. mars birtist frétt Hag- stofunnar um að framleiðsluvirði landbúnaðarins hefði aukist um 2,2% á nýliðnu ári frá árinu 2014 og hefði alls numið 67,7 milljörðum króna. Þetta eru fróðlegar tölur og nokkru hærri en hafa verið í umræðunni að undan- förnu. Ef betur er að gáð sést að stór hluti verðmætanna er það sem kallað er „virði afurða nytjaplönturæktar" upp á um 20,8 milljarða króna. Þetta er að stærstum hluta eigin túnrækt bænda sem þeir nytja til heyja fyrir búfé. Virði af- urða búfjárræktar er um 43,3 milljarðar króna. Þar af eru beinir styrkir tæplega fjórðungur samkvæmt yfirlitinu. Innlegg í umræðuna Fengur er að fréttinni því að mikið er rætt um framlag landbúnaðar til þjóðar- búsins þessa dagana. Margar tölur eru nefndar í þessu samhengi. Skýringin er meðal annars sú að verðmæti búvara felst ekki bara í framlagi bænda heldur koma fleiri að framleiðslunni áður en hún er orðin fullunnin vara. Það sama gildir um styrki ríkisins. Stór hluti þeirra felst í innflutningshöftum. Mikilvægt er að greina þessar niður- stöður mjög vel út frá þjóðhagslegri hag- kvæmni landbúnaðar. Allir vita að ísland er harðbýlt land og á erfitt með að vera samkeppnishæft á þessu sviði. Áður fyrr var fjarlægðin við útlönd og flutnings- tími aðalskýringin á því að íslendingar keyptu nær eingöngu landbúnaðarvörur sem framleiddar voru innanlands. Nú koma á degi hverjum tugir flugvéla með vörur og fólk til landsins og aðstæður því allar aðrar en áður. Flutningstími er orðinn svo skammur að fáar matvörur bíða skaða af þeim flutningum. Auðvit- að má ætla að við framleiðsluverðmæti bætist flutningskostnaður sem menn verða að taka með í reikninginn þegar verð á vörunum er borið saman. Ekki er ólíklegt að gæði íslenskrar framleiðslu og smekkur Islendinga beini þeim að ís- lenskum vörum eins og sjá má til dæmis í sælgætisframleiðslu. Lúsalaun Áhugavert er að horfa á launalið útreikn- inganna. Samkvæmt honum nema laun- in um 5,6 milljörðum króna en liðurinn rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur um 7 milljörðum króna. Alls er því afrakstur bænda um 12,6 milljarðar. Þetta eru ekki nema um 3 milljónir króna í árslaun á hvern bónda eða um 250 þúsund krónur á mánuði. Hluti þessarar tölu er í raun arður af fjárfestingum þannig að launin eru enn minni. Þetta eru ekki nýjar upp- lýsingar. Áður hefur komið fram að laun eru afar lág í greininni, einkum í sauð- fjárrækt. Styrkurinn sem Hagstofan reiknar í framsetningu sinni er yfir 80% af laun- um og hagnaði bænda af framleiðslunni. Þetta vekur auðvitað spurningar um það hvort styrkjunum sé vel varið. Forsætis- ráðherra kallar greiðslurnar til bænda neytendastyrki. Það er áhugavert heiti í ljósi þess að neytendur borga styrkina sjálflr í formi skatta, burtséð frá því að hugað sé að því hvort þeim er vel varið frá sjónarhóli bænda. Gjaldeyrissparnaður? Afar mikilvægt er að umræðan um land- búnaðarmál fjalli um staðreyndir. Ekki er að efa að bændur njóta velvildar í sam- félaginu og mörgum finnst sjálfsagt að styrkja þá sem vilja búa í hrjóstrugum sveitum allan ársins hring gegn lágum launum. Forsætisráðherra telur þó að vel megi rökstyðja styrkinn við landbún- að með öðrum hætti. Hann skrifaði á heimasíðu sína þann 20. febrúar: „Stuðningur við innlenda mat- vælaframleiðslu snýst hins vegar um að spara gjaldeyri. Nýta auðlindir landsins til að búa til gæðavöru og selja hana á framh. d hls. 2 IEitt af því sem gerir umræðu um landbúnaðar- mál erfiða er hversu óljósar staðreyndir eru. 2 Hvernig verða menn betri stjórnarformenn? Tryggvi Pálsson telur upp boðorðin tíu. 3Sum fyrirtæki eru í aðstöðu til þess að fá gróða umfram það sem eðlilegt er vegna aðstöðu sinnar. 4Er það glæpsamlegt að gera eitthvað rangt? Hvers vegna eiga Islendingar erfitt með að viðurkenna mistök? VÍSBENDING • 10. TBt. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.