Vísbending


Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 4
framh. af bls. 3 að verðmæti séu tekin út úr fyrirtækjum, þótt ekki komi til gjaldþrots og aðrir verði ekki fyrir tjóni, eiginlegar gripdeildir eigi sér ekki stað. Einfalt dæmi, sem margir Islendingar hafa reynslu af, var lántaka í erlendum gjaldmiðlum árin fyrir hrun. Þetta dæmi er nefnt til þess að leggja áherslu á að það þarf ekki mikla ævintýramenn til að gripdeildir eigi sér stað. Hin erlendu lán ollu því að reikningshaldslegur hagnaður fyrirtækja varð meiri en ef krónulán hefðu verið tekin. Vextir voru lægri en jafnframt styrktist gengi krónunnar árin 2004- 2007. Það leiddi til þess að höfuðstóll erlendra lána mældur í krónum lækkaði smám saman. Reikningshaldslegur hagn- aður var þannig meiri hjá fyrirtækjum sem voru fjármögnuð með erlendum lán- um en þeim sem voru fjármögnuð með krónulánum. Þá hægt að greiða hærri arð - taka fjármagn út úr fyrirtækjunum. En hér var á ferð reikningshaldsleg blekk- ing - þótt hún væri gerð skv. lögum og reglum - vegna þess að við því mátti bú- ast að gengi krónunnar lækkaði aftur, en þessi væntanlega gengislækkun var hvergi reiknuð sem kostnaður, afkomutölur fyr- irtækja voru byggðar á þeirri forsendu að gengið héldist óbreytt. Þegar síðan gengi krónunnar lækkaði aftur urðu mörg fyrir- tæki í landinu tæknilega gjaldþrota. Lántaka í erlendum gjaldmiðlum er ein ástæða þess að sparisjóðir voru reknir með hagnaði fyrir 2008 en lánin voru tek- in til þess að kaupa hlutabréf, t.d. í öðrum bönkum, hlutabréf sem í fyrstu hækkuðu í verði sem var önnur ástæða reikningslegs hagnaðar sparisjóða. Þessi reikningslegi hagnaður var síðan greiddur út til hlut- hafa. Þegar gengi krónunnar lækkaði árið 2008 þá stökkbreyttust skuldir sparisjóð- anna og fall hlutabréfa rýrði eignasafn þeirra og þeir urðu allflestir gjaldþrota. Alls töpuðust um 2.000 milljarðar í eignarhaldsfélögum sem höfðu tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og fjárfest í hluta- bréfum. Einstaklingar sem tóku erlend eða gengistryggð lán til þess að fjármagna neysluútgjöld bjuggu til betri reiknings- haldslega afkomu fyrir sig og sína með því að taka ekki nægilega mikið tillit til þess að krónan gæti fallið í verði og höfuð- stóll lánanna hækkað. I stað þess að auka sparnað til þess að geta mætt áfallinu þá var peningunum eytt. Þegar krónan svo féll var vísað til forsendubrests og far- ið fram á að aðrir greiddu fyrir tjónið — skattgreiðendur og erlendir bankar. Reikningshaldsleg afkoma viðskipta- Aðrir sálmar bankanna var sömuleiðis ýkt vegna þess að ekki var tekið tillit til væntanlegs útlánataps. Bankarnir lánuðu þúsund- ir milljarða í gengistryggðum lánum, í mörgum tilvikum til óvarinna aðila, en sáu enga ástæðu til þess að færa til kostn- aðar væntanlegt útlánatap vegna mögu- legs gengisfalls krónunnar. Jafnvel sumar- ið 2008 var ekki talin nein ástæða til þess að búast við auknu útlánatapi þótt fáum vikum síðar yrði mörg þúsund milljarða tjón í lánabókum þeirra. Þannig var góð afkoma bankanna ýkt og verð hlutabréfa of hátt á þessum árum. Lokaorð Mikill kraftur er fólginn í markaðshag- kerfum þar sem fyrirtæki keppast við að búa til nýjar vörur, lækka kostnað og finna nýja markaði til þess að öðlast tímabund- inn einokunarhagnað. Frumkvöðlar flug- rekstrar, Loftleiðir og Flugfélag Islands, Hagkaup og verslanir Bónuss, ferðaskrif- stofur, sjávarútvegsfyrirtæki sem finna nýja markaði, aðilar í ferðaþjónustu sem veita erlendum ferðamönnum þjónustu og afla gjaldeyris eru þjóðþrifafyrirtæki. En þegar hagnaðarsóknin fer í fákeppni, samráð og gripdeildir verða engin verð- mæti til. Sú fákeppnisrentusókn og gripdeildir sem hér hafa átt sér stað fela ekki einung- is í sér tjón vegna þess að kraftar þeirra einstaklinga sem þar eru á ferð nýtast ekki samfélaginu. Tjónið felst ekki síst í því að grafa undan trausti almennings á mark- aðshagkerfinu, á því að fólk búi í rétt- látu samfélagi og að þeir sem efnast hafi lagt eitthvað til samfélagsins. Þegar fólk missir trúna á samfélag byggt á frjálsum viðskiptum og einstaklingsfrelsi er hætta á að öfgaflokkar til hægri og vinstri kom- ist til valda. Forsvarsmenn þessara flokka eiga það sameiginlegt að vilja beita rík- isvaldinu til þess að koma á réttlæti sem þeir einir geta skilið. En hvort sem það eru öfgamenn til hægri eða vinstri sem ná undirtökum í stjórnmálum þá er þjóðfé- lag umburðarlyndis og frelsis í hættu. Q Neðanmálsgreinar 1 I útboðum til opinberra aðila gerðu stjórn- endur töflu þar sem hvert olíufélaganna var ein lína og hver viðskiptavinur einn dálkur. Svo var fyllt í eyðurnar þannig að Skeljungur fengi „sína“ viðskiptavini, Olíufélagið „sína“ o.s.frv. Það félag sem fékk viðskiptin greiddi inn á bankareikning hinna félaganna. Þannig fól bensínsalan í sér samráð. 2 David Romer og George Akerlof (1990), „Looting: The Economic Underworld of Bank- ruptcy for Profit, Brookings Papers on Economic Activity No. 2 (1993), 1-73 Gjör rétt - þol ei órétt! r lafur Thors var í meira en aldar- þriðjung á síðustu öld í fram- varðasveit íslendinga. Hann valdi sér fyrirsögnina hér að ofan að einkunnar- orðum. Ekki þarf að efast um að hann hafi reynt að halda þau, en honum varð örugglega ýmislegt á eins og öðrum dauðlegum mönnum. Flestir vilja breyta rétt í sínu lífi, en stundum gera menn skyssur. Ekki vegna þess að þeir séu slæmir menn heldur vegna athugunar- leysis, fljótfærni, vanafestu eða annars sem ekki má skrifa á reikning ills inn- rætis. Flestir vita að það er ekki afsökun fyrir lögbrotum að þekkja ekki reglurn- ar sem beita á. Samt getur vanþekkingin verið skýring á afglöpunum. Sá sem lýsir því yfir að hann hafi aldrei keyrt fullur getur sagt satt í þeim efnum, þó svo að hann setjist aldrei undir stýri án þess að reykja hass eða sniffa kókaín. Fræg voru ummæli Bills Clintons í Lewinski- -málinu þegar hann lýsti því yfir að þau hafðu aldrei verið tvö ein saman hefði hann að sjálfsögðu átt við að þau hefðu aldrei verið ein í Hvíta húsinu. Refsingar kunna að draga úr vilja manna til óhæfuverka, en flestir hugsa ekki þannig að þeir hætti við að stela vegna þess að þeim gæti verið refsað fyr- ir það heldur vegna þess að það er ljótt að stela. Nú á tímum eiga allir að „axla ábyrgð“ með því að segja af sér. Vissu- lega getur það verið einföld og skjótvirk lausn, en hún útlokar það að menn séu reynslunni ríkari í starfi. I Bandaríkjunum hafa menn velt því mikið fyrir sér hvaða lærdóm þeir geta dregið af eigin mistökum. Alan Green- span, seðlabankastjóri Bandaríkjanna í 18 ár, meðan uppgangur efnahagslífsins var mikill viðurkenndi í október 2008 að honum hefðu orðið á mistök. Hann gat gert þetta vegna þess að hann óttað- ist ekki aðra refsingu en þá að vera ekki lengur gúrú velgengninnar í hagkerfinu heldur holdgervingur mistakanna. Og hann vildi skilja hver þau voru. Á íslandi væri yfirlýsing af þessu tagi afar ólíkleg. Refsigleðin er slík að menn telja sig í stórhættu með því að viður- kenna mistök. En ef allir þegja læra hvorki þeir né aðrir af því sem gerðist. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 10.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.