Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 2
V
Boðorö stjórnarformannsins
Tryggvi Pálsson
stj ór narformaður
Landsbankans
Þ
að sama gildir um góða
stjórnarhætti og alla andlega sem
líkamlega þjálfun. Mikilvægast er
að gera atferlið sem eðlilegast. Ekki á að
vera nauðsynlegt að kunna lög og reglur
orðrétt heldur ná því stigi að allt verklag,
upplýsingagjöf, samráð og ákvarðanataka
komist í fastan farveg.
Þegar því stigi er náð þarf ekki stöðugt
að velta vöngum yfir því hvernig á að
undirbúa og framkvæma störf stjórnar.
Allir sem að þeim verkum koma eiga að
þekkja hvernig staðið er að málum og eiga
að geta treyst því að svo verði gert. Með
þessu móti skapast gagnkvæmt traust;
traust innan stjórnar sem og traust milli
hennar og framkvæmdastjóra. Það traust
á að vera sýnilegt öllum í fyrirtækinu og
eigendum, ef vel á að vera.
Gleymum ekki
aðalatriðunum
Stjórnin má aldrei missa sjónar af
forgangsmálum í rekstri fyrirtækisins.
Til lítils er unnið ef menn gleyma
sér í formsatriðum og skriffinnsku.
Tilgangurinn með góðum stjórnarháttum
er að ákvarðanataka í yfirstjórn fýrirtækis
verði sem best og réttra hagsmuna sé
gætt.
Stjórnarformaðurinn á að kunna skil á
þeim lögum, reglum og siðabálkum sem
um fyrirtækið gilda. Enn mikilvægara
er að hann hafi tileinkað sér siðfræði
og verkferla sem góðir stjórnarhættir
grundvallast á.
Tíu boðorð
stjórnarformannsins:
1. Ef formaður er kosinn beint á
aðalfundi hefur hann sterkara
umboð en annars. Hann verður
þá ekki í þakkarskuld við aðra
stjórnarmenn.
2. Samvinna við varaformanninn á helst
að vera svo náin að hann geti
hlaupið í skarðið hnökralaust.
3. Allir stjórnarmenn eiga að gæta hags
fýrirtækisins og um leið allra
hluthafa.
4. Formaður á að vera sem leiðtogi og
verkstjóri sem ekki drottnar, en
getur tekið af skarið þegar þörf
krefur í krafti þess trausts sem
hann hefur áunnið sér.
5. Marksækin framtíðarsýn, hlutverk
fýrirtækisins og viðskipti þess eiga
að hafa forgang. Algengast er að
mestur tíminn fari í skylduverkefni
og til að ræða fortíð.
6. Stjórnin ætti að tilgreina forgangsmál
og aðgerðaáætlun eftir hvern
aðalfund í samráði við
framkvæmdastjórann.
7. Formaðurinn á að sjá til þess að
stjórnin sé ekki kæfð með skýrslum,
öðrum gögnum og löngum
kynningum. Krefjast á samantekta
svo tími gefist fýrir umræður.
8. Hann skal einnig sjá til þess að
upplýst sé um samskipti milli
funda svo að stjórnarmenn
standi jafnt og til að fýrirbyggja
tortryggni.
9.Stjórnarformaðurinn þarf að vera
hæfur stjórnandi. I því felst m.a.
virk hlustun og sjón, þ.e. fýlgjast
með líkamstjáningu ekki síður en
því sem sagt er á stjórnarfundum,
og nýta sem best þekkingu og
reynslu stjórnarmanna.
10. Gæta að tilgreindri verkaskiptingu
milli stjórnar og framkvæmdastjóra
en um leið stuðla að því að starf
stjórnarinnar sé virðisaukandi fýrir
framkvæmdastjórann.
Tryggvi Pálsson setti þessi boðorð fram
á ráðstefhu Rannsóknarmiðstöðvar um
stjómarhatti sem haldin var í Hátíðarsal
Háskóla íslands 15. mars 2016. Q
framh. afbls. 1
samkeppnishæfu verði. Stuðninginn
mætti allt eins kalla neytendastyrki enda
er álagning stórverslana meiri á innflutt-
ar vörur en þær innlendu.
Fyrir rúmum sjö árum höfðu menn
áhyggjur af því hvort til væri gjaldeyrir
til að flytja inn eldsneyti og lyf. Menn
geta rétt ímyndað sér hver staðan hefði
verið ef við hefðum ekki átt öfluga inn-
lenda matvælaframleiðslu með þeim
tugmilljarða gjaldeyrissparnaði sem hún
skilar. Svo ekki sé einu sinni hugsað til
þeirrar stöðu sem upp hefði komið ef við
hefðum ekki haft innlenda matvælafram-
leiðslu og samþykkt Icesavesamninginn á
sama tíma.
Að gagnrýna 13-14 milljarða stuðn-
ing við lægra vöruverð til neytenda og
gjaldeyrissparnað upp á um 50 milljarða
á ári með vísan til áforma um að greiða
hundruð milljarða úr landi fýrir ekki
neitt þegar enginn gjaldeyrir var til er
vægast sagt furðulegt. En það er lýsandi
fýrir hvað þeir sem það gera eru komnir
langt út í haga í gagnrýni sinni á bændur
og landbúnað, undirstöðuatvinnugrein á
Islandi í meira en 1100 ár.“
Oljóst er hvaðan ráðherrann fær
töluna 50 milljarða. Munurinn á henni
og 43 milljörðum kann að liggja í að-
komu annarra en bænda að framleiðsl-
unni eins og fýrr segir. Aðföng bænda
nema um 50 milljörðum króna sam-
kvæmt yfirlitinu. Þá er rétt að hafa í
huga að eigin fóðurframleiðsla, einkum
ræktun túna, nemur um 16 milljörðum
króna og kemur bæði tekju- og útgjalda-
megin í útreikningunum.
Á mynd á forsíðu sést hvernig að-
fangakostnaður skiptist í megindráttum.
Stór hluti af rekstarvörum til búskapar
kemur frá útlöndum, til dæmis áburður,
eldsneyti, vélabúnaður og fleira. Ef eigin
fóðurframleiðslu er sleppt kemur mikill
meirihluti aðfanganna frá útlöndum, að-
föng sem kostuðu milli 20 og 25 millj-
arðar á nýliðnu ári.
Ekki má gleyma því að „neytenda-
styrkirnir“ fara líka til neytenda í útlönd-
um á þeim landbúnaðarvörum sem fara
úr landi.
Loks er að því að hyggja hvort það
er sérstakur kostur að spara gjaldeyri ef
framleiðslan er ekki hagkvæm. Ráðherr-
ann talar eins og gjaldeyrir sé sérstök
verðmæti sem eigi að spara frekar en ís-
lenskar krónur. □
2 VÍSBENDING • I0.TB1. 2016