Vísbending


Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.03.2016, Blaðsíða 3
__________________fpíSBENDING Hagnaður í skjóli aðstöðu Gylfi Zoega Eitt merkasta framlag austurríska hagfræðingsins Joseph Schumpet- er var að útskýra eðli hagnaðar í markaðshagkerfum. I kenningum hans var hagnaðarvonin drifkraftur markaðs- hagkerfisins, án hans yrðu engar uppgöt- vanir, tækniframfarir og nýjungar heldur blasti stöðnun við. Frumkvöðullinn (e. entrepreneur) í verkum Schumpeters er sá sem kemur fram með nýja vöru, nýjar og hagkvæmari framleiðsluaðferðir eða finn- ur nýja markaði fyrir afurðir eða aðföng. Fyrir vikið fær hann hagnað, umfram eðlilegt endurgjald eða vexti, íyrir það fjármagn sem hann leggur í reksturinn. Ekki þarf að leita lengi til þess að finna dæmi sem styðja kenningu Schumpet- ers. Þegar Apple fyrirtækið framleiðir nýja tegund tölva eða síma öðlast fyrir- tækið tímabundna einokunaraðstöðu. Einokunarhagnaðurinn réttlætir þann kostnað sem fyrirtækið lagði í við þró- un þessarar vöru en hann er tímabund- inn þangað til öðru fyrirtæki, t.d. Sam- sung, tekst að framleiða sambærilega eða betri vöru. Lyfjafyrirtæki fá tímabundin einkaleyfi á nýjum lyfjum, selja þau dýrum dómum þangað til einkaleyfið rennur út. Dæmi hér á landi er hagnaður CCP, Marels og Össurar sem og afrakstur sem verður þegar sjávarútvegsfyrirtækjum tekst að selja vörur sínar fyrir hærra verð á betri mörkuðum, eða tekst að lækka kostnað sinn og auka í báðum tilvikum hagnað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu afla gjaldeyris og bæta lífskjör með því að finna upp á alls kyns dægradvöl fyrir erlenda ferðamenn. Góður og „slæmur11 hagnaður í kenningum Schumpeter felur hagn- aður í sér umbun fyrir frumkvöðlastarf sem bætir hag allra. Við erum betur sett en áður eftir að Apple hefur komið fram með vörur sínar, svo dæmi sé tekið. Við- skiptavinir CCP hafa ánægju af leikjum fyrirtækisins. En ekki þarf að leita lengi til þess að finna dæmi um hagnað sem ekki gegnir því hlutverki að hverja frumkvöðla til dáða. Eitt dæmi er fákeppnishagnaður, annað dæmi eru þær gripdeildir sem oft koma fram á yfirborðið í markaðshagkerf- um. Dæmi um fákeppnishagnað eru fjöl- mörg í okkar samfélagi. Fákeppni verður eðli máls samkvæmt ríkjandi á mörgum mörkuðum í jafn örlitlu samfélagi og okkar. Astæðan er skalahagkvæmni. Það þarf ákveðinn fastan kostnað til þess að reka banka, tryggingafélag eða olíufélag, svo dæmi séu tekin. Eitt fyrirtæki gæti í flestum tilvikum auðveldlega sinnt öll- um landsmönnum. En fyrir vikið getur orðið til fákeppnisrenta í bankastarfsemi, tryggingastarfsemi, bensínsölu, rekstri kortafyrirtækja o.s.frv. Slík renta verður til enda þótt ekkert formlegt samráð eigi sér stað, engin lög séu brotin. Saga olíufélaganna þriggja er eitt besta dæmið. Hér á árum áður voru þrjú olíufé- lög og fylltu sjálfstæðismenn tankinn hjá einu, framsóknarmenn hjá öðru og aðrir óskilgetnir versluðu við það þriðja. En öll fyrirtækin seldu sömu rússnesku olíuna. Slík fákeppni þarf ekki að fela í sér lög- brot nema að bæði samkeppnislög séu til og að starfsmenn hafi bein samskipti þar sem samráð er skipulagt. Með inngöngu íslands í EES árið 1994 þurfti fsland að setja samkeppnislög sem enginn stjórn- málaflokkur hefði að eigin frumkvæði viljað setja. Engu að síður héldu olíufélög- in áfram samráði.1 Einokunarrentan kom fram í hagnaði fyrirtækjanna en ekki síður í óþarfa kostnaði. Bensínstöðvar tóku, svo dæmi sé tekið, að selja matvæli og breyttu- st jafnvel í ódýr veitingahús. Viðskiptavin- ir félaganna hefðu án efa frekar kosið að fá ódýrara eldsneyti en að greiða hærra verð og fá tækifæri til þess að kaupa veitingar á bensínstöðvum, en slíkur kostnaðarauki er dæmi um svokallaða X-óhagkvæmni sem Chicago-hagfræðingurinn Arnold Hardberger fjallaði um á sínum tíma. Fákeppnisrenta getur einnig orðið til vegna ákvarðana ríkisins sem síðan ákveður hverjir eigi að njóta rentunnar. í samskiptum sínum við Bandaríkin högn- uðust sumir íslendingar frá upphafi á dvöl varnarliðsins. Þannig var um það samið að enginn annar verktaki mátti annast framkvæmdir en íslenskir aðalverktakar. Sölunefnd varnarliðseigna hafði einokun á sölu notaðra muna varnarliðsmanna. Hvergi var dýrara fyrir Bandaríkja- menn að byggja mannvirki en á íslandi. Samt voru hugmyndir um gjaldtöku af varnarliðinu slegnar út af borðinu, en slík gjaldtaka hefði leitt til þess að fákeppnis- rentan hefði farið til almennings. Ofmetinn hagnaður - gripdeildir Hagfræðingarnir David Romer og George AkerloP skrifuðu fyrir nokkrum áratugum grein sem fjallaði um hagfræði gripdeilda (e. looting). Munurinn á gripdeildum og þjófnaði er sá að þjófnaður er skv. skil- greiningu ólöglegur, en gripdeildir eru það ekki og þeir sem stunda þær vita oft ekki af því að þeir séu að gera neitt slæmt. Gripdeildirnar felast í því að hámarka hag hluthafa fyrirtækis á kostnað fyrirtækisins sjálfs - að taka verðmæti út úr því - og geta falið í sér að fyrirtækið sé gert gjald- þrota og tjónið lagt á skattgreiðendur á meðan eigendur hagnast. Þegar hagn- aður er ofmetinn getur slíkt leitt til þess framh. d bls. 4 VÍSBENDING -10. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.