Vísbending


Vísbending - 28.03.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.03.2016, Blaðsíða 2
yíSBENDING framh. afbls. 1 legt á vef Alþingis, á heimasíðu hvers og eins þingmanns. — kóþ“ A þessum tíma var Sigmundur enn meðeigandi í Wintris. Eina félagið sem hann skráir hins vegar er „Menning ehf. Helmingshlutur í félagi um fyrrgreind verkefni á sviði skipulagshagfræði. Félagið er ekki starfandi og hefur hvorki tekjur né gjðld.“ Hann var ekki afskráður eigandi fyrr en „síðla árs 2009“ samkvæmt pistli hans á heimasíðu. Síðar (árið 2013) hugleiddi hann að segja frá félaginu og kröfum þess á slitabú bankanna, en gerði ekki. Siðlaust? I fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins kemur fram að helsti tilgangur Tortóla-félaga sé að fela peninga. Nú kemur í ljós að pen- ingarnir í Wintris voru taldir fram í skatt- framtölum frá 2008. Ekkert hefur kom- ið fram annað en að rétt hafi verið talið fram og því ekki ástæða til þess að tala um skattsvik eða tilraun til þeirra miðað við framkomnar upplýsingar. Samkvæmt upplýsingum frá þeim hjónum eru peningarnir allir í erlend- um fjárfestingum að frátöldum kröfum á þrotabú bankanna. Það er því líklegt að í krónum talið hafi eignirnar aukist í hruninu því gengi krónunnar féll mikið. En auðvitað jukust verðmætin ekkert við þetta, þau héldust einfaldlega óbreytt frá sjónarhóli meginþorra mannkyns. Þrátt fyrir frétt MorgunblaSsins um felufé standa öll rök til þess að pen- ingarnir séu ekki illa fengnir, þeir voru fyrirframgreiddur arfur, og því hafi ekkert verið ólöglegt við gjörninginn. Samt sem áður er nærtækt að spyrja: Var siðlaust að geyma peningana á Tortóla? Viðbrögðin undanfarna daga sýna að það var örugglega ekki skynsamlegt fyr- ir stjórnmálamann í ljósi tortryggninnar sem það hefur vakið. Fjárhagslega er það samt örugglega miklu tryggara að geta geymt stóran hluta af sínu fé erlendis en hér á landi. Það er vissulega ekki hægt núna að færa fé úr landi vegna haftanna °g því sjá margir í þessu mismunun. En ekki má gleyma því að gjörningurinn var gerður árið 2007 þegar fjórfrelsi Evrópu- sambandsins var enn í gildi hér á landi. Ef gjörningurinn var löglegur en sið- laus er eðlilegt að spyrja hvort lögin séu siðlaus. To tell, or not to tell Nú hefur komið í Ijós að félag þetta gerði kröfur á íslensku bankana, væntanlega vegna þess að það hefur átt skuldabréf út- gefin af bönkunum. Kröfurnar voru upp á um 500 milljónir króna sem eru veru- legur hluti af eign Wintris. I ljósi þess að uppgjör bankanna var stór hluti af við- fangsefnum stjórnmálamanna undanfar- in ár hefur vaknað spurningin um hvort eignarhaldið hafi valdið vanhæfi forsætis- ráðherra til þess að fjalla um málið. Nærtækt er að leita fyrirmynda í hluta- félagalögum: „Stjórnarmaður eða fram- kvæmdastjóri má ekki taka þátt í meðferð máls um samningsgerð milli félagsins og hans, um málshöfðun gegn honum eða um samningsgerð milli félagsins og þriðja manns eða málshöfðun gegn þriðja manni ef hann hefur þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hags- muni félagsins. Skylt er stjómarmanni og framkvæmdastjóra að upplýsa um slík at- vik.“ I lagagreininni er annars vegar talað um að stjórnarmaður skuli ekki taka þátt í meðferð máls um samningagerð milli fé- lags og þriðja manns „ef hann hefur þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins“. Þetta getur til dæmis átt við ef keypt er eign af stjórnarmanninum svo einfalt dæmi sé tekið. Seinni hlutinn sem hér er hægt að horfa á sem hliðstæðu er skyldan um að upplýsa um slík atvik. Vanhæfi til þess að fjalla um mál hlýtur að vera óháð því hvaða afstöðu menn hafa í því. Það á í raun jafnvel við þó að fyrrnefnd eign sé keypt á gjafverði, stjórnarmaðurinn á ekki að fjalla um viðskiptin við sjálfan sig. Menn verða ekki sjálfkrafa vanhæfir af því að eiga hagsmuna að gæta, ef færa má rök að því að þeir séu ekki verulegir, en það er örugglega rétt að upplýsa um þá. Alþingismaður sem greiðir atkvæði með frumvarpi sem bætir þjóðarhag er auðvit- að ekki vanhæfur í slfkri atkvæðagreiðslu. Margir þingmenn telja sig beinlínis eiga að gæta hagsmuna ákveðinna hópa, jafn- vel þó að þeir rekist á heildarhagsmuni. Ekkert af þessu breytir upplýsinga- skyldunni. Forsætisráðherra hefur upplýst að kröfuhafarnir hafi haldið úti viðamiklu neti til upplýsingasöfnunar. Ekki er ólík- legt að þeir upplýsingasafnarar hafi vitað um hver átti Wintris. Vegna leyndarinnar hefðu þeir getað nýtt sér slíkar upplýs- ingar málstað sínum til framdráttar. Ekk- ert bendir til þess að þeir hafi gert það, en hugsunin sýnir að hættan var fyrir hendi vegna leyndarinnar. Oftast verða leyndar- mál lítið spennandi þegar allir vita um þau. Það gera þetta allir Algengt er þessa dagana að sjá á samfélags- miðlum færslur sem sýna að forsætisráð- herrann sé sannarlega ekki einn í súpunni. Aðrir hafi gert ýmislegt vafasamt líka, þó svo að það fylgi sögunni að auðvitað hafi allt sem hann gerði verið samkvæmt lögum. Félög sem aðrir ráðherrar áttu hlutdeild í koma eins og himnasending fyrir þá sem vilja draga athyglina frá þessum hluta málsins. Jafnframt kemur nú skyndilega fram tillaga um að aflétta leynd af gögnum sem tengdust föllnu bönkunum. Tímasetningin á þeirri tillögu bendir til þess að Framsóknarflokkurinn vilji drepa umræðunni á dreif. Þess vegna er mikilvægt að menn átti sig á því að það var enginn glæpur að fjár- festa erlendis. Félög annarra ráðherra voru viðalítil og allt annars eðlis en Wintris. Það var auðvitað klaufalegt að fjármála- ráðherra skyldi ekki hafa vitað hvar félagið var skráð á sínum tíma og gefið um það rangar upplýsingar. Viðbrögð sjálfstæðis- ráðherranna tveggja og gjaldkera Samfylk- ingarinnar hafa þó verið öll önnur en hjá forsætisráðherranum. Þau upplýstu málin strax og brugðust ekki við með hroka. Q 2 VÍSBENDING • 12.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.