Vísbending


Vísbending - 28.03.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.03.2016, Blaðsíða 4
Aðrir sálmar framh. afbls. 3 Norskir ráðgjafar mátu það að beinn sparnaður af sameiningu starfseminnar á einn stað væri tæpir 3 milljarðar króna á ári. Mat Hagdeildar Landspítalans var svipað. Núvirtur verður sparnaður af þessu um 51 milljarður króna. Niðurstaða Hagfræðistofnunar er þá sú að nettó kostnaðurinn af nýjum spítala til langs tíma litið sé 8 milljarð- ar króna meðan sambærilegur kostnaður af óbreyttu ástandi er um 29 milljarðar króna. Hagkvæmni og hættur I skýrslu stofnunarinnar segir: „Forsend- ur fýrir þeim útreikningum, sem Hag- fræðistofnun hefur treyst sér til þess að meta, virðast vera hóflegar. En óvissa er töluverð um einstaka liði. Það á ekki síst við um um ábata af nýju húsnæði. A kostnaðarhliðinni er mesta óvissan um endurbætur á gömlu húsnæði spítalans. Hann getur hæglega farið úr böndum. Á móti kemur að sams konar áhætta er af núllkostinum, sem hér hefur verið skoðaður, en ef hann er valinn verður mest allt fyrra húsnæði spítalans notað áfram. Yfirleitt má gera ráð fyrir að fólk sé reiðubúið að eyða meira fé til þess að halda góðri heilsu þegar tekjur aukast. Þá er ljóst að landsmenn eldist hratt að meðaltali á komandi árum. Hvort tveggja stuðlar að vaxandi þörf fyrir nýj- ar sjúkrahúsbyggingar á komandi árum. I samtölum starfsmanna Hag- fræðistofnunar við þá sem þekkja til í heilbrigðisgeiranum hefur komið fram að mikil stærðarhagkvæmni er í þessari starfsemi. Þegar fólk komi undir læknis- hendur skipti til dæmis miklu að starfs- fólk hafi góða reynslu af svipuðum til- fellum. Því sé mikilvægt að sem stærstur hluti starfseminnar sé á einum stað. En sennilega á þetta ekki jafnvel við um alla meðhöndlun. Hætta er á að starfsemin staðni ef hún er aðeins í boði á einum stað. Margir telja til dæmis að stofnun nýrra háskóla hér á landi hafi haft góð áhrif á starfsemi margra deilda Háskóla Islands, þótt ýmislegt annað komi þar einnig að sjálfsögðu til. Annars vegar felst í því sóun að vera með starfsemi sem hefur sterk einkenni stórrekstrar- hagkvæmni á fleiri en einum stað. Á hinn bóginn er hætta á að þjónusta verði dýr og léleg ef samkeppni vantar þar sem engin stórrekstrarhagkvæmni er fyrir hendi. Nauðsynlegt er að skoða vel einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar til þess að greina hvar rétt er að gefa mörgum kost á að keppa og hvar rétt er að hafa sem mesta starfsemi á einum stað. Þá verð- ur einnig að hafa I huga að húsnæði er aðeins einn þáttur af mörgum, sem hafa áhrif á rekstur sjúkrahúsa. Spítölum er misvel stjórnað - framleiðni í rekstrin- um og gæði þjónustunnar ráðast af því, ekki síður en húsnæðinu.*' Q Það er erfitt að hætta í pólitík Davíð Oddsson er einhver litríkasti stjórnmálamaður og síðar embættis- maður landsins. Um hann er fjallað víða í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallaði um bankahrunið. Davíð íhugar nú að sögn forsetaframboð. I 8. bindi skýrslunnar segir: „Skýrt dæmi um afleiðingar póli- tískrar stöðuveitingar í þeirri atburða- rás sem hér er til greiningar er formað- ur bankastjórnar Seðlabanka íslands og tengsl hans við embættismenn og stjórnmálamenn. Pólitísk fortíð Davíðs Oddssonar gróf undan trausti og rugl- aði samskiptin og form þeirra gagnvart ráðherrum og öðrum embætdsmönnum. Davíð, sem hafði verið oddviti stærsta stjórnmálaflokksins og fyrirferðarmesti stjórnmálamaður landsins um langt skeið, átti tryggt bakland í embættis- mannakerfinu sem kann að hafa truflað boðleiðir í þeirri atburðarás sem hér hef- ur verið lýst. Þegar Geir H. Haarde var spurð- ur hvort heppilegt væri að skipa seðla- bankastjóra pólitískt sagði hann að að- alvandinn við það væri „ef menn vilja ekki hætta í pólitík og reyna að skipta sér af henni“. Að einhverju marki hefði það verið raunin í tilfelli Davíðs Odds- sonar. En hvað sem hugsanlegum póli- tískum afskiptum hans líður, virðist það hafa umtalsverð áhrif á atburðarásina í aðdraganda bankahrunsins að seðla- bankastjóri var „hagvanur heimamaður" í stjórnkerfmu. Hann talaði við menn en sendi þeim ekki formleg erindi og fyrir vikið er hvorki hægt að staðfesta fram- göngu hans né virðist hann hafa haft erindi sem erfiði í viðvörunum sínum. Pólitískir andstæðingar vantreystu hon- um og pólitískir samherjar taka hann ekki nægilega alvarlega, meðal annars vegna óformlegs orðalags; hann talaði til dæmis um „glæpahundana í bönkun- um“ við forsætisráðherra án þess að færa fram nokkur gögn því til staðfestingar. Það flækti ennþá meira stöðu seðla- bankastjóra að sumir umsvifamestu fjár- málamenn landsins töldu sig eiga ýmis- legt sökótt við hann og sú staðreynd dró úr trúverðugleika hans, óháð því hvort nokkur fótur er fyrir ásökunum þeirra í garð Davíðs.“ bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hí, Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfáng: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. ÖU réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgcfanda. 4 VÍSBENDING • 12. TBl. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.