Vísbending


Vísbending - 28.03.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.03.2016, Blaðsíða 3
VíSBENDING --------------------V------- Nýr spítali er hagkvæmur kostur Heilbrigðismál eru afar erfiður málaflokkur. Flestir segja í orði kveðnu að þeir séu fylgjandi því að aukið fjármagn fari til hans og á sama tíma finnst mörgum ósmekklegt þegar talað er um kostnaðinn sem honum fylgir. Heilsa og mannslíf eigi ekki að vera metin með köldum mælikvörðum hagfræðinnar. Þegar þetta er ritað hafa 85 þúsund Islendingar skrifað und- ir áskorun til Alþingis um að það verji 11% af vergri landsframleiðslu (VLF) til heilbrigðismála. Samkvæmt forsendum söfnunarinnar sjálfrar er þetta aukning upp á um 2,3% af VLF eða nálægt 50 milljörðum króna árlega. Ef ekki er gert ráð fyrir auknum sköttum er þetta til- færsla innan fjárlaga upp á 7%. Þetta er heldur lægri fjárhæð en nemur rekstri Landspítalans í ár. Flestir sem þekkja til heilbrigðiskerf- isins virðast sammála um að þar sé mikil eyðsla á fjármunum sem ekki nýtist vel. Vandinn er sá að menn eru sjaldnast sammála um hagræðingartillögur. Hags- munir sveitarfélaga eða heilbrigðisstétta fara ekki endilega saman við hagmuni sjúklinga og annarra sem þjónustunnar þarfnast. Ný spítalabygging Fyrirsjáanlegt er mjög aukið álag á heil- brigðisþjónustuna vegna þess hve stór- ir árgangar eru nú að komast á efri ár. Einn þeirra þátta sem miklu skiptir er bygging nýs spítala. Ymsar tölur hafa verið nefndar í sambandi við kostnað, en líklegt virðist að hann verði á milli 80 og 100 milljarðar króna með tækj- um. Stjórnmálamenn segjast yfirleitt hlynntir byggingu nýs spítala, en hafa í mörg ár fundið sér ýmsar ástæður til þess að fresta framkvæmdum. Framkvæmd af þessari stærðargráðu hefur áhrif á hagkerfið í heild og eðli- legt að það sé metið. Ætla má að áhrifin verið þeim mun meiri sem spennan er meiri í hagkerfinu. Nú er atvinnuleysi lítið og útlit fyrir að svo verði áfram næstu ár. Við þær aðstæður er líklegt að áhrifin verði meiri en ella. Hagfræðistofnun Háskólans reikn- aði árið 2014 út hver áhrifin á nokkrar þjóðhagsstærðir gætu verið miðað við ákveðið þjóðhagslíkan. í líkaninu er miðað við að kostnaðurinn dreifist á níu ár, en áætla má að í stað þess að miða við 2014 sem grunnár sé óhætt að miða við 2016. Meginþunginn í framkvæmd- unum yrði þá á árunum 2018 til 2020. Meiri verðbólga Hagfræðistofnun tekur fram að hún gerir ráð fyrir því að seðlabankinn grípi inn í með hækkun vaxta og reyni þannig að sporna við þensluáhrifunum. Áhrif á VLF, vinnustundir, verðlag og laun eru því minni en þau væru við óbreytta stýrivexti. Samkvæmt útreikningum stofnunar- innar verður innlent verðlag 0,9% hærra árið 2022 (niðurstöður stofnunarinnar eru hér færðar til baka um tvö ár) ef ráð- ist verður í byggingu nýs spítala en ella. Stýrivextir seðlabanka verða jafnframt 35 punktum (0,35 prósentustigum) hærri árið 2020. Samt hagkvæmt Niðurstaða Hagfræðistofnunar var að núvirtur kostnaður (5% vextir) við nýj- an Landspítala, að meðtöldum kostnaði við að endurnýja gamalt húsnæði væri nærri 87 milljörðum króna á verðlagi 2014. Borinn er saman byggingarkostn- aður við nýlegar spítalabyggingar annars staðar á Norðurlöndum og stofnunin telur áætlanir raunhæfar miðað við þann samanburð. Frá byggingarkostnaði má draga söluverð eldri eigna, sem gæti ver- ið á bilinu 8-11 milljarðar króna. Til samanburðar tók Hagfræðistofn- un mat á kostnaði við að uppfæra það húsnæði sem fyrir er, en tekur fram að það mat sé mjög óvisst. Þar gæti kostn- aður hæglega farið langt fram úr þeim áætlunum sem nú eru gerðar. Við- miðunarkosturinn styðst við mat starfs- manna Landspítala á lágmarksþörf fyr- ir endurnýjun og viðhaldi á húsakosti spítalans. Þar er einkum notuð reynsla undanfarinna áratuga af viðhaldi spít- alans. Viðhaldskostnaður dreifist yfir langan tíma. Alls verður núvirtur kostn- aður við viðhald og endurnýjun á þessu tímabili tæplega 30 milljarðar króna skv. skýrslunni. Gera má ráð fyrir að rekstur Landspít- alans truflist eitthvað meðan unnið er að nýjum spítala. Hér er sá kostnaður met- inn um 5 milljarðar króna. Hér er sparnaður spítalans af nýj- ungum talinn 2-3% af rekstrarkostn- aði spítalans á ári. Gert er ráð fyrir 5% reiknivöxtum og 50 ára endingartíma og fæst þá að hagnaður spítalans núvirtur sé 19-20 milljarðar króna. Við bætist ábati sjúklinga af bættri þjónustu og þetta samanlagt gefur tæplega 23 milljörðum króna. Sennilega er ábati af nýju hús- næði mestur í upphafi. framh. á bls. 4 VÍSBENDING -12. T B L . 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.