Vísbending


Vísbending - 14.04.2016, Side 4

Vísbending - 14.04.2016, Side 4
framh. afbls. 1 Auðveld leið til þess að spá er að segja einfaldlega að verðbólgan eftir 12 mánuði verði sú sama og hún er núna. Hefðu markaðsaðilar gert það hefðu þeir verið nær raunveruleikanum en þeir voru. Meðal- frávik hefði verið 1,3 í stað þess að vera 1,5. Afleiðingin af of hárri verðbólguspá er að vextir, sem eru með innbyggðum verð- bólguvæntingum, verða hærri en ella hefði verið. Þess vegna má leiða líkur að því að vaxtastig í landinu hafi verið einu til tveim- ur prósentustigum hærra en ella vegna þess að markaðsgreinendur ofmátu framtíðar- verðbólgu. Því þarf þó að bæta við að Seðlabankinn horfir á verðbólguvæntingar og reynir að koma í veg fyrir að þær nái fram að ganga þegar þær eru utan markmiðs bankans. Þess vegna geta spárnar unnið gegn sjálfúm sér. Gengi krónunnar Á mynd 2 má sjá spár um gengi evrunn- ar. Þær eru ekki betri en verðbólguspárn- ar. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst mun meira en markaðurinn hefur Ekki hætta Þegar bólan var hvað stærst vildu margir græða hratt. Sumir höfðu ekkert ann- að takmark í lífinu en að verða ríkir, en aðrir vildu nýta ríkisdæmi sitt til þess að geta hætt að vinna löngu fyrir hina svonefndu „löggildingu" við 67 ára aldur. Draumur margra breyttist í martröð, þannig að þeir urðu að leggja áformin á hilluna og sitja uppi stórskuldugir. Hvað með hina? Fóm þeir á eftiriaun og lifðu sælir, vel og lengi? Vinna er holl Allir vita að langlífi hefúr aukist undanfama öld og enn er ekkert lát þar á. Betri lífskjör í öllum skilningi valda þar örugglega mesm um. Samt hafa þjóðir heimsins ekki nýtt sér þetta tækifæri til þess að verða enn ríkari með því að leyfa öldruðum að vinna eins lengi og þeir vilja og geta og nýta krafta þeirra og þekkingu til þess að auka allra hag. Rannsóknir sýna að vinna verður ekki bara til þess að mönnum græðist fé heldur er hún líka beinlínis heilsubÓL Langtímarannsókn hjá Harvard-háskóla sýnir að almennt er það fólk hamingjusamara og heilbrigðara en hinir sem em í miklum samskiptum við aðra og finnst það hafa tilgang í lífinu. Auðvitað þarf sá til- gangur ekki að vera vinna. Hann gæti verið nám, felagsstarf og samskipti við fjölskyldu og vini. Rannsóknir sýna að fólki sem ekki er í vinnu Aðrir sálmar búist við. Evran hefur auðvitað líka sveifl- ast gagnvart öðmm gjaldmiðlum, þannig að spá um gengi hennar þarf ekki endilega að þýða spá um raungengi krónunnar al- mennt, þó að evran sé helsta viðskiptamynt Islendinga. Lengst af virðist 12-mánaða spáin vera um 10 krónum ofar en raunverulegt gengi varð og 24-mánaða spá um 20 krónum hærra en raun ber vitni. Ekki er endilega ástæða til þess að ætla að það mynstur haldi áfram, því að aflandskrónuútboðið sem fyrirhugað er getur haft ófyrirséðar af- leiðingar. Aftur hefði markaðsaðilum farnast bet- ur ef þeir hefðu hreinlega spáð óbreyttu ástandi. Meðalfrávikið þá hefði verið um 7,5 krónur m.v. 12-mánaða spá, en var í raun 10,1 króna. Rétt er að taka fram að alls staðar er notað miðgildi, en spár einstakra aðila kunna að hafa verið nær lagi. Niðurstaðan er sú að markaðsaðilar séu ekki sérlega góðir spámenn um þessar efnahagsstærðir. Ekki er því hægt að kenna um óstöðugu efnahagslífi, því að spá um óbreytt ástand hefði verið nær lagi en spáin sem sett var fram. Q of snemma er 40% hættara við þungjyndi en hinum. Lak- ara heilsufar kostar líka sitt. Bandarískar rann- sóknir benda til þess að sjúkrakostnaður frá 65 ára aldri sé um 30 milljónir króna. fslenska heil- brigðiskerfið kostar minna en það bandaríska, en Islendingar lifa lengur. Ekki er goðgá að ætla að kostnaðurinn hér á landi sé 15-20 milljón- ir któna. Það er því ekki bara einstaklingurinn heldur þjóðin öll sem græðir á bætri heilsu. Hvað skiptir máli? Einar Kárason rithöfúndur segir ffá því í grein á Eyjunni að hann hafi heyrt á tal nokkurra landa sinna í október 2008, þar sem hann sat á flug- velli London að bíða efúr fyrsta flugi eftir hrun. Þá heyrir hann einn þeirra segjæ „Þetta kennir manni kannski að fára að lifá fyrir önnur gildi í lífinu." Gegnum síður Daify Mail fánn ég streyma undrunarbylgjur ffá þeim hinum. Hvað gat maðurinn átt við? Uns eitt þeirra spurði: „Eins og hvaða gildi?“ „Tja, eins og kannski fjölskyldu og vini...?“ sagði samlandi minn afsakandi. Sagan er bæði brosleg og dapurleg, en rann- sóknir sýna að fernt skipúr alla mestu: Félag?- skapur, að lífið sé í föstum skorðum, örvun og það að vera hluú af heild. Vinna uppfyllir öll þessi skilyrði. Þess vegna er það skynsamlegt vinna eins lengi og menn geta og gæta þess effir það að hafa nóg fyrir stafni. Q Svona er lífið og lífs- kjörin, skepnan mín Orðið lífikjör kemur fyrst fyrir á seinni hluta 17. aldar og er fyrstu aldirnar tengt guðsorði. Það kemur fyrir í Alþingistiðindum fyrsta ár þeirra, árið 1845 og Arnljótur Olafsson talar um lífskjör í Auðfmði sinni, fyrstu hagfræði- bók Islendinga. Árið 1856 sést þetta orð í Norðra, að því að virðist í fyrsta sinn í íslensku tímariti: Grábróðir nokkur var á ferð, og urðu á leið hans ræningjar, er settu byssu fyrir brjóst honum og heimtuðu fje hans af honum. Munkurinn spurði þá, hvort þeir vissu ekki, að grábræður hefðu bundið það heit, að snerta aldrei við peningum, og því síður flytja það með sjer, en fyrst að hann hefði nú ekki fje til að seðja ágirnd þeirra, þá bauð hann þeim að halda fyrir þeim ræðu, er gæti sefað hana, og þeir fjellust á það, því þeim þótti þetta nýstárlegt: Grábróð- irinn hóf svo ræðu sína: „Mínir elskan- legir! Þegar jeg athuga lífikjör yðar og frelsara vors, þá virðist mjer þau mjög lík. Hann var mjög fátækur, það eruð þjer einnig. Gyðingar hötuðu hann og ofsóktu; allir menn í þessu landi hata yður einnig og ofsækja yður. Hann var álitinn svikari; og yður halda menn þjófa og morðingja. Hann hafði engan stað, er hann gæti höfði sínu að hallað; þjer hafið heldur engan vissan samastað, svo að skógarnir eru yðar heimili, og úlfarnir yðar fjelagar. Loksins sveik einn af læri- sveinum frelsarans hann, svo hann kom á vald óvina sinna; og sömu mun verða örlög yðar fyrir svik einhvers fjelaga yðar. Hann var dreginn fyrir Pílatus; þjer munuð líka verða fluttir fyrir dómara. Hann var dæmdur til að þola krossins dauða, og þjer munuð verða hengðir á gálga. Hann steig niður til helvítis; þangað munuð þjer einnig koma. En heyrið nú tvennan stóran mun milli yðar og hans. Hann var ranglega ákærður og ljet líf sitt saklaus fyrir syndir alls mann- kyns; en þjer munuð verða ákærðir með órækum vitnum, og líða dauða fyrir yðar eigin syndir. Hann gekk sigri hrósandi úr helvíti; en þjer munuð brenna þar frá eilífð til eilífðar, amen“. Ekki segir sagan, hvernig ræningjun- um hafi fallizt þessi ræða í geð. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 14.TBI. 2016

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.