Vísbending


Vísbending - 03.05.2016, Qupperneq 3

Vísbending - 03.05.2016, Qupperneq 3
ÍSBENDING Hvert stefnir í lífeyrisgreiðslum? Mynd 1: Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 1970-2015 Heimild: Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Mynd 2: Skiptingin milli heildargreiðslna úr lífeyrissjóðum og frá TR 1992-2014 TR ........Lífeyrissjóðir Séreign Myndin nœr til allra ellilífeyrisþega 67 ára og eldri. Heimild: rsk.is og útreikningar Vísbendingar egar lífeyriskerfið var stofnað árið 1970 var hugsunin sú að það tæki smám saman við skuldbinding- um ríkisins gagnvart þeim sem væru komnir á efri ár. Þess vegna var settur upp „tímabundinn“ lífeyrisflokkur sem kallaður var tekjutrygging. Hann átti að vera til þess að tryggja að jafnvel þeir sem engin lífeyrisréttindi ættu í lífeyis- sjóði gætu fengið tekjur á ellilífeyris- aldri. Nú er næstum liðin hálf öld sem þessi tímabundna ráðstöfun hefur gilt. Lasburða lífeyriskerfi Ekkií er ástæða til þess að rekja sorgar- sögu' þ'eirra glæstu vona sem menn gerðú sér til lífeyriskerfisins árið 1970. Verðbólga eyðilagði sparnaðinn fyrsta áratuginn og það var ekki fyrr en eftir möguleika á verðtryggingu að sjóðirnir tóku að skila jákvæðri raunávöxtun upp úr 1980. A mynd 1 sést raunávöxtun í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja allt frá 1970. Á myndinni sést glöggt að sjóð- urinn rýrnaði í verði á hverju ári allt til 1984. Líklega er vandfundin greini- legri mynd af sorgarsögu lífeyrissjóða- kerfisins en þar kemur fram. Ef litið er framhjá lífeyriskerfi op- inberra starfsmanna má segja að nán- ast engir hafi fengið viðunandi líf- eyri úr lífeyrissjóði á Islandi fyrir aldamót. Ástæðan var fyrst og fremst sú að tímabilið sem greitt hafði ver- ið í lífeyrissjóð af fullum launum var mjög stutt. Á mynd 2 má sjá hvernig ellilífeyrisgreiðslum hefur verið háttað undanfarin tuttugu og fimm ár, annars vegar frá lífeyrissjóðum og hins vegar frá Tryggingastofnun. Myndin sýnir að allt fram að hruni fór hlutfall lífeyrisgreiðslna frá TR sí- fellt lækkandi, en eftir það hefur það staðið í stað. Greiðslur úr séreignasjóði eru sérgreindar fá 2008. Þessi niður- staða er athyglisverð, því að hún endur- speglar, að þrátt fyrir að nýir árgangar eigi sífellt meiri réttindi í lífeyrissjóðum en þeir sem á undan koma helst hlut- fall greiðslna frá almannatryggingum í heildartekjum þessa aldurshóps. Heildartekjur batna f forsíðugrein var farið yfir hvernig tekjur fólks á ellilífeyrisaldri hafa breyst og sér- staklega horft á greiðslur frá Trygginga- stofnun. Ef horft er á allar greiðslur frá bæði lífeyrissjóðum og TR sést að tekjurnar hafa aukist mikið að raunvirði á undanförnum áratugum. Nærri lætur að tekjur fólks á þessum aldri hafi tvöfaldast að raunvirði frá 1992 til 2014. Skýring- anna er bæði að leita í auknum greiðslum frá TR og meiri áunnum réttindum frá lífeyrissjóðum. Athygli vekur að tekjur einhleypra á ellilífeyrisaldri hafa lengst af verið meiri en þeirra sem eru í sambúð. Munurinn fer þó minnkandi eins og sjá má á mynd 3 á bls. 4. Skýringanna er að leita í meiri atvinnu- þátttöku kvenna. Lægri fjárhæðir renna þó enn frá Tryggingastofnun til þeirra sem eru í sambúð en hinna sem búa einir. Ef skoðað er eftir árgöngum sést á mynd 4 að heildartekjur (frá TR og lífeyrissjóðum) þeirra sem eru milli sjötugs og áttræðs eru rétt tæplega þrjár milljónir króna að meðaltali á ári. Skiptingin er þó misjöfn. Greiðslur úr lífeyrissjóðum fara hækkandi þannig að þeir sem yngstir eru fá mest, en myndin sýnir að lífeyrir frá TR jafnar muninn mikið. Tekjurnar frá TR minnka með árunum en það skýrist fyrst og fremst af því að lífeyrir er skertur hjá mörgum þeim sem eru á elliheimilum. framh. á bls. 4 VÍSBENDING • 1 6 . TBL. 2016 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.