Vísbending - 17.05.2016, Síða 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
17. maí 2016
17. tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Hvað ef Bretar fara úr
Evrópusambandinu?
Mynd: Gengi sterlingspunds gagnvart
evru undanfarna 12 mánuði
1,50
1,45
& & J? jf* jifjir.
fr -P -P -? fr -P -p' %«' -íP' -t5' •$>' y v' v V «*> ?
& 0s»' -sr -sþ ~öv jy -fy jy jy
essa dagana keppast fræðimenn
við að vara við því að Bretland
segi skilið við Evrópusambandið
(ES). Nú síðast kom forstjóri Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) með viðamikl-
ar athugasemdir. Áður hafði Seðlabanki
Englands komið fram með sín sjónar-
mið um málið, en þau voru mjög á
sömu lund.
Andstæðingum aðildar tókst einnig
að ná saman hópi hagfræðinga sem töldu
að Bretum myndi farnast mun betur
utan sambandsins en innan. Auðvitað er
mjög mikilvægt fyrir umræðuna að sem
skýrust rök komi fram með og á móti,
en þó ber umræðan nokkurn svip af því
að afstaða manna er nánast eins og trúar-
brögð. Það verður þó ekki sagt um skoð-
anir fyrrverandi borgarstjóra Lundúna,
Boris Johnson, sem skipti um lið, að
eigin sögn án þess að skipta um skoðun,
en hann sagðist vera fylgjandi veru í
sambandinu sama daginn og hann gekk
í raðir þeirra sem aðhyllast útgöngu. Nú
líkir hann Evrópuhugsjóninni við mark-
mið Hitlers. Slík röksemdafærsla hefur
yfirleitt ekki verið málstað til framdrátt-
ar. Á sínum tíma sagði bandaríski heim-
spekingurinn Leo Strauss: „Umræðum
eða deilum lýkur, þegar annar aðilinn
tekur að líkja hinum við Hitler og nas-
ista.“ Ekkert bendir þó til þess að deilum
um veru Breta í ES sé lokið.
Hvað segir Christine
Lagarde?
AGS spáir svartnætti ef Bretar ákveða að
segja skilið við félaga sína í ES. Hluta-
bréfamarkaður muni hrynja og verð á
húsnæði lækka. Samkvæmt mati sjóðsins
er mögulegt að Bretland lendi í efna-
hagssamdrætti í kjölfar úrsagnar. For-
stjóri sjóðsins, Christine Lagarde, sagði
að þrátt fyrir ítarlega skoðun sæi sjóð-
urinn ekkert jákvætt við brotthvarf. Ef
fjárfestar fara á taugum er hugsanlegt að
Heimild: Seðlabanki Evrópu.
áhrifin veri svo heiftarleg að hagkerfið
allt skjálfi og nötri.
Jafnvel til lengri tíma litið séu horfur
Breta dökkar ef landið fer úr Evrópusam-
bandinu. Aftur á móti spáir sjóðurinn því
að ákvörðun um áframhaldandi þátttöku
í samstarfinu geti orðið til þess að landið
komist úr spennitreyju stöðnunar og hag-
vöxtur tæki strax við sér á seinni hluta
ársins. Ovissan nú um framtíð Bretlands
hafi þegar haft mjög neikvæð áhrif. Ólík-
legt sé að hagvöxtur nái því að verða
2,0% eins og upprunalega var spáð vegna
þess að árið hafi byrjað illa, m.a. vegna
neikvæðra áhrifa atkvæðagreiðslunnar.
Raunhæft langtímamarkmið sé 2,25%
sem ætti að nást strax á næsta ári, ákveði
Bretar að halda áfram innan ES.
Gengi pundsins
Auðvitað er oft erfitt að segja til um
orsök og afleiðingu í hagkerfmu, en
það er staðreynd að gegni pundsins
hefur veikst um nálægt 10% gagnvart
evrunni undanfarna mánuði, sérstaklega
eftir að ákveðið var að efna til atkvæða-
greiðslunnar. Sumir töldu að sterkari
staða í skoðanakönnunum hjá þeim sem
vilja halda áfram að vera inni skýrði
tímabundna styrkingu pundsins í byrjun
apríl, en jafnari kannanir skýri lækkun á
ný (sjá mynd 1).
Lagarde varar einnig við því að mikill
halli á viðskiptum við útlönd auki áhætt-
una. Bretland þurfi fjármögnun að utan
sem verði ekki auðveldari ef það einangr-
ast efnahagslega. Hætta sé á því að í gang
fari spírall verðlækkana og samdráttar í
efnahagslífinu.
Áhrifin eru þó engan veginn bundin
við Bredand. Fjölmörg ríki eiga í miklum
viðskiptum við landið og neikvæð áhrif
á hagkerfi Breta myndi hafa keðjuverk-
andi áhrif á önnur ríki, ekki síst önnur
ríki Evrópusambandsins. Því má þó ekki
gleyma að þó að um helmingur viðskipta
Breta sé við Evrópusambandið þá er að-
eins um tíundi partur af viðskiptum
sambandsins við Bretland.
framh. á bls. 4
1
Bretar ganga að kjörborði
eftir rúmlega mánuð um
hvort landið verði áfram í
Evrópusambandinu.
: Fjártækni er nýtt hugtak Sumir sem vilja vinna A Forsetaframbjóðendur
• en slík tækni er auðvitað rökræður grípa til þess að ■ munu ylja landsmönnum
• ekki ný af nálinni. ■ bendla andstæðinginn við j á næstunni með
Hitler. : málefnalegum umræðum.
VÍSBENDING • 17.TBL. 2016 1