Vísbending


Vísbending - 23.05.2016, Qupperneq 3

Vísbending - 23.05.2016, Qupperneq 3
hækki þegar útflutningur vex sem veldur því að verðbólga verður lægri en ella. Þannig er aukin eftirspurn eftir útflutningi sá þjóðhagslegi hnykkur sem er mest eftirsóknarverður. An hans getur ríki reynt að lækka gengi gjaldmiðils til þess að bæta samkeppnisstöðu, draga úr innflutningi og auka útflutning, og ná þannig auknum afangi í viðskiptum við útlönd og auknum hagvexti en á kostn- að lægra gengis og oft verðbólgu. Hér á landi hefur aukning ferðaþjónustu orðið við stöðugt og hækkandi gengi krónu síðustu árin. Lítum nú á mynd 3 sem sýnir fjölda erlendra ferðamanna. Á efstu myndinni sést hlutfallsleg fjölgun þeirra. Árið 2011 var vöxturinn 16% en árið 2015 var hann 29%. Slíkar vaxtartölur sáust síðast á sjötta áratug síðustu aldar. Þá var fjöldi erlendra ferðamanna hins vegar mun minni svo að fjölgun þeirra var minni í höfðatölu á ári hverju. Á miðmyndinni sést að fjöldi erlendra ferðamann var inn- an við 500 þúsund árið 2010 en tæplega 1,3 milljónir á síðasta ári. Neðsta myndin sýnir svo hlutfall erlendra ferðamanna og íbúafjölda Islands. Þetta hlutfall náði einum árið 1999 og hafði þá ávallt verið undir þessu hlutfalli en var 3,9 árið 2015 og fer væntanlegar yfir fjóra á þessu ári. Slík fjölgun ferðamanna hefur í för með sér tilfærslu framleiðsluþátta. Fram- boð á gistingu hefur aukist mjög, ný hót- el verið reist og framboð heimagistingar aukist mikið. Jafnframt hefur ferðaþjón- ustan flutt inn mikið vinnuafl frá Evrópu sem skýrir af hverju mikil aukning at- vinnu í ferðaþjónustu hefur ekki orsak- að launaskrið og verðbólgu. Líklegra er að miklar kjarasamningsbundnar launahækkanir undanfarin ár hafi aukið hag af að flytja inn ódýrt erlent vinnuafl. Kostir við Evrópska efnahagssvæðið Aðflutningur vinnuafls er mögu- legur vegna þátttöku Islands í Evrópusamstarfmu. Hinn sameiginlegi markaður (vörur, þjónusta, fjármagn og vinnuafl) skiptir hér lykilmáli. Auð- veldara er að ná verðbólgumarkmiði þegar vinnumarkaður er sameiginlegur með Evrópuþjóðunum þannig að vinnu- afl flyst til landsins í uppsveiflu og frá því í niðursveiflu. Þannig getur hin ört vaxandi ferðaþjónusta ráðið til síns starfsfólk frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) sem minnkar launaskrið og verð- bólgu innan lands. Ef vinnumarkaður væri ekki sameiginlegur hefði vöxtur ferðaþjónustu í för með sér samkeppni um vinnuafl, launahækkanir og verðlagshækkanir sem síðan kölluðu á hærri vexti sem ætlað væri að auka slaka á vinnumarkaði. En nú gerist þess síður þörf. Phillips-kúrfan sýnir tölfræðilegt sam- band verðbólgu og atvinnuleysis, minna atvinnuleysi fylgir meiri verðbólga, jafn- vel vaxandi verðbólga. Upprunalega var kenningin sú að ef atvinnuleysi væri lítið ykist verðbólgan og ef það væri mik- ið yrði verðbólga lítil. Sameiginlegur vinnumarkaður Evrópska efnahagssvæð- isins hefur í för með sér að tengsl verð- bólgu og atvinnuleysis slitna á einhverju bili eins og sýnt er á mynd 4. Þegar atvinnuleysi minnkar í örum hagvexti þá flytur erlent (sem innlent) vinnuafl til landsins sem dregur úr þrýstingi á laun og verðlag. Þegar að kreppir gerist þetta með öfugum formerkjum, atvinnuleysi eykst minna í samdrætti og hann hefur ekki í för með sér sama slaka og annars væri, laun lækka ekki eins mikið. Á vinstri helmingi myndar 5 er sýnt samband verðbólgu og atvinnuleysis frá 2000 til 2015 og á þeirri hægri tengsl launaverðbólgu og atvinnuleysis. A vinstri myndinni er það ekki atvinnu- leysið sem ræður verðbólgu heldur gengisfall krónunnar 2008-2009 sem orsakar hækkun verðlags. Hið sama má segja um verðbólgutoppinn árið 2006. Ekki er sjáanlegt neitt samband á milli breytanna. Á hægri helmingi myndar- innar virðist við fyrstu sýn vera samband á milli launaverðbólgu og atvinnuleysis. En það stafar einkum af því að laun hækkuðu lítið kreppuárið 2009. Síðan byrjuðu þau að hækka við hátt atvinnu- leysi árin 2010-2012. Hækkun launa árið 2015 má rekja til opinbera geirans; laun lækna og kennara voru hækkuð og hafði það áhrif á almennan vinnumarkað í kjölfarið. En þótt erfitt sé að sjá sam- band á milli breytanna er þó við því að búast að launaskrið og verðbólga verði ef atvinnuleysi verður mjög lítið, eins og sýnt er á mynd 4, skortur á vinnuafli og aukning atvinnu mikil. Af þessum myndum má draga þrjár ályktanir. I fyrsta lagi eru það einkum breytingar á gengi krónunnar sem til skamms tíma valda verðlagsbreytingum. I öðru lagi er veikt samband á milli verðbólgu og atvinnuleysis á þessu tímabili, frá árinu 2000 til ársins 2015. I þriðja lagi er alls ekki loku fyrir það skotið að launaskrið og verðbólguskot geti orðið ef skortur verður á vinnuafli í framtíðinni. VÍSBENDING ■v Mynd 3. Fjölgun ferðamanna Hlutfallslcgur vöxtur erlcndra fcrðamanna Fjöldi erlendra ferðamanna Hlutfall tjölda erlendra ferðamanna og ibúa Heimild: Ferðamálastofa. Bætt viðskiptakjör, hærra gengi og verðhjöðnun erlendis Við komum þá að fjórðu ástæðu hinnar hagfelldu efnahagsþróunar. Við- skiptakjör hafa batnað mikið síðustu misseri og verðhjöðnun er í mörgum viðskiptalöndum. Lækkun olíuverðs, aukin eftirspurn eftir ferðaþjónustu og hækkun fiskverðs hafa bætt viðskiptakjör og valdið því að jafnvægisraungengi hef- ur hækkað.6 Þannig er unnt að viðhalda viðskiptaafgangi við hærra raungengi en áður, þ.e.a.s. hærra nafngengi eða hærra launastigi. Lífskjör á íslandi geta verið betri án þess að halli verði á viðskiptum við önnur lönd. Betri staða gagnvart útlöndum, minni skuldir verða einnig til þess að jafnvægisraungengi hækkar. Síðast, en ekki síst, hefur alþjóðleg verð- hjöðnun, lækkun olíuverðs og annarrar hrávöru og hækkun gengis krónunnar valdið því að verðlag innflutnings hefur lækkað og vegið á móti áhrifum hærri launa á innlent verðlag. Lækkun á verði innfluttra aðfanga skýrir að töluverðu leyti af hverju verð- lag hefur ekki hækkað þrátt fyrir mikla hækkun launa síðasta árið, hækkun sem stafaði í upphafi af launahækkunum hjá hinu opinbera og smitaði svo út frá sér jramh. d bls. 4 VÍSBENDING 18 TBl. 2016 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.