Vísbending


Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmal 30 . maí 2016 19. tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Frá tollum í tæknihindranir Emil B. Karlsson forstödumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar að er liðin tíð að samningar um viðskiptabandalög einstakra landa og ríkjasambanda snúist fyrst og fremst um að lækka tolla á framleiðslu- vörum. Tollar fara almennt lækkandi og eru mjög á undanhaldi í heimsviðskiptum. Því fjallar samningagerð af þessu tagi um að ryðja úr vegi ýmsum öðrum tegundum viðskiptahindrana. Þannig er að meðaltali aðeins um 2% tollur á vörum sem fluttar eru milli Bandaríkjanna (BNA) og Evrópu- sambandsins (ESB), en samt eru mjög um- fangsmiklar viðræður um fríverslun í gangi milli þessara tveggja sterkustu viðskipta- blokka heimsins. Viðræðurnar snúast ekki bara um lækkun tolla heldur einnig fjöl- marga aðra þætti til að liðka fyrir viðskipt- um. Dæmi af sama toga er að ekki hefur fengist botn í samningaviðræður hinna 160 aðildarþjóða Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) sem hófst í Doha árið 2001. Þar eru tollar á almennar iðnað- arvörur ekki bitbeinið, heldur ýmsar tækni- legar viðskiptahindranir eins og til dæmis niðurgreiðslur til innlends landbúnaðar og kvótar á innflutning sem réttlættir eru með vörnum gegn sjúkdómahættu og öðrum vafasömum rökum. Fjallar um samfélagskröfur í samningaviðræðunum milli ESB og BNA, sem ganga undir heitinu Trarn- atlantic Trade and Investment Partnershitp (TTIP), leggja Evrópuþjóðir mesta áherslu á að liðka fyrir markaðsaðgangi fyrir vörur, þjónustu og fjárfestingar. Afnám tolla er auðveldi hluti samninganna en gæðakröfur og staðlar geta verið snúnara viðfangsefni. Stefnt er að því að fyrirtæki bæði innan ESB og BNA sitji við sama borð þegar kemur að því að bjóða vörur og þjónustu jafnt innan Evrópu og Bandaríkjanna. Skriffinnska verði ekki hindrun fyrir milli- ríkjaviðskiptum, sömu heilbrigðiskröfur verði gerðar, leyfisveitingar fyrir lyf og lækningatæki verði hliðstæðar, staðlar í bílaframleiðslu verði samræmdir og sömu umhverflskröfur gildi hjá báðum samn- ingsaðilum. Þetta þýðir ekki að slegið sé af núgildandi kröfum heldur að þær séu samræmdar. Verktakar, þjónustuaðilar og fjárfestar njóta þannig ekki síður góðs af samningunum en vöruframleiðendur. Samningaviðræðurnar snúast vissulega einnig um hindranir, að því er snýr að því að einkaaðilar geti ekki farið inná svið opinberrar þjónustu eins og heilbrigðis- og fræðslustarfsemi, nema þjóðþingin heimili það, og einnig eru settar kröfur um um- hverfisvemd, persónuvernd, heilsuvernd og fleira. Ibúafjöldi á hinu sameiginlega markaðssvæði sem til verður með tilkomu TTIP samningsins verður um 830 millj- ónir manns. Nú er íbúafjöldi ESB-ríkjanna um 508 milljónir, þannig að til mikils er að vinna fyrir bæði evrópsk og bandarísk fyrirtæki. Þar sem TTIP-samningagerð ESB og BNA tekur til fjölmargra samfélagsþátta og samspils þeirra er eðlilegt að almennar umræður skapist og gagnrýnisraddir komi fram. Gagnrýnin snýst meðal annars um að samningarnir fari fram fyrir luktum dyrum og almenningur fá lítið að vita hvað þar fer fram. Þá er því haldið fram að „lek- ið“ hafi út upplýsingum um að með samn- ingnum geti stórfyrirtæki farið sínu fram í framkvæmdum og umhverfisspjöllum að eigin vild og stjórnvöld afsali sér rétt til að setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Einnig að einkaleyfi og hugverkaréttur verði fótum troðinn, svo eitthvað sé nefnt. ESB hefur, m.a. af þessu tilefni, opnað vefsíðu þar sem upplýsingar um gang við- ræðna er uppfærður reglulega. Þar er fjallað um hvern þeirra 24 kafla sem gert er ráð fyrir að samningnum verði skipt í. Fjallað um efasemdir sem fram hafa komið í ein- staka liðum og afstaða sambandsins skýrð. Þar er ítrekað bent á að viðskiptasamn- ingurinn sé ekki æðri ákvörðunarvaldi þjóðþinga, t.d. varðandi vafasamar fram- kvæmdir og umhverfisspjöll af völdum fyrirtækja. Einnig er skýrt tekið fram að einkaaðilar geti ekki farið inná svið opin- berrar þjónustu eins og fræðslustarfsemi og heilbrigðisþjónustu nema þjóðþingin heimili það og fylgt er reglum Intemational Labor Organisation (ILO) um kjör og réttindi starfsfólks. Samkvæmt upplýsinga- veitunni virðist vera vel fylgst með um- ræðu um samningsferlið og tekið mið af athugasemdum sem fram koma. Aukin velmegun með viðskiptatengslum Með auknu frelsi í milliríkjaviðskiptum hefur velmegun aukist á undanförnum ára- framh. á bls. 4 IAfnám hafta í milliríkja- viðskiptum á stærstan þátt í miklum vexti VLF á Vesturlöndum. A undanförnum áratugum hefur kaupmáttur nær allra aldurshópa batnað nema þeirra yngstu. 3Víða um heim er vantrú á sérfræðingum landlæg. Staðreyndir eru oft blekking í hugum fólks. 4Mikilvægt er að forseti fslands átti sig á því að hann að hann er meðal dverga í hópi erlendra leiðtoga. VÍSBENDING • 19 TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.