Vísbending


Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 3
Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru launatekjur orðnar heldur litlar að jafn- aði. Hlutfallið lækkaði úr 14% í 11% af viðmiðunartekjunum frá 1992 til 1994 en hefur haldist nokkuð stöðugt síðan. Hjá fólki á aldrinum 76-80 ára er hlutfallið 3-5% allan tímann, en fer þó lækkandi. Þessi þróun virðist nokkuð öfugsnúin miðað við miklu betra heilsufar en áður og lengri meðalævi. X/íSBENDING V Mynd 3: Laun aldurshópa 66-80 ára sem hlut- fall af launum 41-45 ára. 1992-2014 60% 30% Hlutföll segja ekki alla sögu Hér að framan er miðað við hlutfall launa- tekna af viðmiðunarhópi sem er með einna mestar tekjur, en það segir ekkert um það hvernig kaupmáttur hefur þróast. Hvort standa menn betur eða lakar í lok tímabils- ins en í upphafi? Mynd 4 skýrir þetta. Myndin sýnir að kaupmáttur allra stóð í stað til 1995, en batnaði svo nokkuð jafnt fram yfir aldamót. Þar skilja leiðir. Yngsti hópurinn, 18-25 ára, er hreinlega skilinn eftir og kaupmáttur hans versnar mikið eftir hrun og skömmu síðar fær hópurinn 26-30 ára svipuð örlög. Ein skýring á þessu er að fyrirtæki hafi mætt erfiðum rekstri með því að lækka laun í störfum þeirra sem eru nýráðnir. Svo má auðvitað benda á að störf í ferðaþjónustu eru ekki mjög vel launuð upp til hópa, en slíkum störfum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Þau eru að nokkuð stórum hluta mönnuð af innflytjendum. Myndin sýnir auðvitað glöggt áfallið sem varð við hrunið og bókstaflega má sjá hengiflug milli áranna 2008 og 2009. Síðan hafa kjör batnað allt til ársins 2014 og vitað er að sú þróun hefur haldið áfram árin 2015-16. En það eru þó einkum þeir sem eru yfir fertugt sem hafa stefnt upp á við á ný meðan kaupmáttaraukning er lítil hjá fólki milli þrítugs og fertugs og kaupmáttur hreinlega minnkar hjá þeim yngstu. Launaferill hliðrast Loks er hægt að horfa á það hvernig launaferillinn í heild hefur færst til hægri. Þetta þýðir að þeir sem eldri eru fá nú hlutfallslega meira en árið 1992 af heildar- kökunni en þeir sem yngri eru fá minna. Þetta gæti í sjálfu sér verið í lagi ef kakan hefði stækkað mikið á tímabilinu og allir fengið hlutdeild í batanum. Svo er hins vegar alls ekki. Mynd 4 sýnir að kaup- máttur fólks undir þrítugu var svipaður í lok tímabilsins og í upphafi þess og talsvert verri en um aldamótin. Ef horft er á hækk- anir á húsnæðisverði væri myndin enn svartari fyrir þennan hóp, því að húsnæði hefur hækkað mun meira en neysluvörur almennt. B Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar Mynd 4: Kaupmáttur launa eftir aldurshópum 1992-2014 Mynd 5: Dreifing launa eftir aldurshópum 1992 og 2014 — 1992 —2014 Myndin sýnir laun aldurshópa sem hlutfall af launum 41-45 ára. Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar VÍSBENDING 19.TBL.2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.