Vísbending


Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 2
VíSBENDING Ungs manns blús Mynd 1: Laun aldurshópa 18-45 ára sem hlut- fall aflaunum 41-45 ára. 1992-2014 Mynd 2: Laun aldurshópa 41-65 ára sem hlut- fall af launum 41-45 ára. 1992-2014 110% Laun skipta auðvitað afar miklu máli í samfélaginu. Stéttir eru fljótar að taka eftir því ef þær dragast aftur úr öðrum „viðmiðunarhópum". Nú síðast vilja flugumferðarstjórar að laun þeirra taki mið af launum flugstjóra, læknar miða sig við erlenda kollega sína, aðrar heilbrigðis- stéttir við lækna og svo mætti lengi telja. Minni athygli vekur munur á dreifingu launa eftir aldri. Flestir gera eflaust ráð fyr- ir því að laun séu að jafnaði hæst hjá þeim sem eru á aldrinum 40 til 50 ára. Þeir eru á miðjum starfsferli sínum, vinna mikið og hafa oft fengið þann starfsframa sem þeir ná á ferlinum. Asgeir Jónsson hagfræðingur vakti nýlega athygli á því að ein skýringin á því hve erfitt ungt fólk á með að eignast húsnæði er að laun þess hafi lækkað miðað við aðra aldurshópa. I þessari grein er skoðuð launaþróun eftir aldri allt frá árinu 1992. Þeir yngstu dragast aftur úr A mynd 1 sést launaþróun eftir aldurs- hópum hjá launþegum frá 18 til 45 ára aldurs. Myndin sýnir glöggt að Asgeir hefur rétt fyrir sér. Laun 18-20 ára hafa minnkað úr því að vera 16% af launum 41-45 ára í að vera 11%. Það er í sjálfu sér ekki einkennilegt að hlutfallið sé ekki mjög hátt, því að flest fólk á þessum aldri er í skóla, en hins vegar er greinilegt að hópur- inn hefur ekki haldið í við þá eldri. Enn athyglisverðara er að skoða aldurs- hópana yfir tvítugu. Þau sem eru 21-25 ára hafa lækkað úr 43% af launum 41-45 ára í 29%. Aldurshópurinn 26-30 ára lækkar úr 67% í 48% af „fullum launum“ ef svo má að orði komast. Og jafnvel þeir sem eru 31-35 ára hafa lækkað úr 83% í 71% af launum þeirra sem eru á milli 41 og 45 ára á þessu tímabili. Augljóst er að þetta þýðir að kyn- slóðabil er að aukast. Fólk sem kemur úr ströngu og löngu námi fær ekki jafngóð störf og buðust fyrir 20 árum. Þróunin er til langs tíma og er nokkurn veginn á sömu lund allan tímann. Það er ekki fyrr en horft er á hópinn sem er á aldrinum 36 til 40 ára sem hlutfallið virðist nokkuð stöðugt, en þó heldur niður á við, ef eitthvað er. Hvað um þá sem komnir eru yfir miðjan aldur? Skoðum næst hvernig hópunum sem eru eldri hefur vegnað. Á mynd 2 sést að þar er þróunin talsvert önnur. Enn er við- miðunarhópurinn fólk á aldrinum 41 til 45 ára. Myndin sýnir að þeir sem nálgast Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar fimmtugt eru á svipuðu róli. Tekjur þeirra sveiflast í kringum 100% sem þýðir að sum ár eru þeir með meiri tekjur en 41-45 ára, en sum ár minni. Hagur fólks yfir fimmtugt vænkast líka hlutfallslega eins og mynd 2 sýnir. Með- allaun hópsins hækka úr 92% af launum viðmiðunarhópsins í 97%. Sum árin eru þau meira að segja svipuð. Þeir sem eru 55- 60 ára eru eflaust eitthvað farnir að draga úr vinnu, en launatekjur þeirra jukust á tímabilinu úr 83% af launum 41-45 ára í 91%. Hjá þeim sem eru 61-65 ára aukast tekjurnar úr 71% í 81% af viðmiðun- arhópnum. Þetta bendir til þess að at- vinnuþátttaka sé vaxandi hjá þessum hópi. Af myndum 1 og 2 má draga þá álykt- un að laun þeirra sem eldri eru hafi hækk- að meira en laun hinna yngri á undanförn- um áratugum. Þetta staðfestir áhyggjur af kaupgetu þeirra yngstu. Ellilífeyrisþegar vinna minna Eftir 65 ára aldur má æda að vinnuþátt- taka minnki talsvert. Mynd 3 bendir til þess að svo sé. Þrátt fyrir að mælingar sýni að meðalævi lengist fer launahlutfall þessara aldurshópa mjög lækkandi. Launatekjur 66- 70 ára minnka úr 50% í 40% af tekjum 41- 45 ára. Þessi lækkun virðist gerast í áföngum og hlutfallið hefur ekki lækkað frá hruni. 2 VÍSBENDING • I9.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.