Vísbending


Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.05.2016, Blaðsíða 4
Aörir sálmar framh. afbls. 1 tugum, eins og best sést greinilega á ein- um sameiginlegum markaði Evrópulanda. Með því að heimila innflutning á vörum, sem áður hafa verið verndaðar með inn- flutningstollum og viðskiptahindrun- um, geta vissir hópar þurft að aðlaga sig að nýjum aðstæðum tímabundið, en á heildina litið hefur verið sýnt framá að verslunarfrelsi vegi upp á móti hugsan- legri tímabundinni endurskipulagningu á heimamarkaði. Landsframleiðsla vex, vel- megun verður meiri og fjöldi starfa eykst. Skýrt dæmi um þetta var þegar Island gerðist aðili að EFTA árið 1970. Felldir voru niður verndartollar sem settir voru til að koma í veg íyrir að erlendar vörur kæmust á markað á Islandi og kepptu við hina fátæklegu innlendu framleiðslu, sem hægt var að selja landsmönnum með mikilli álagningu í skjóli fákeppni. Á þeim tíma hræddust margir þau áhrif sem viðskiptasamningurinn myndi hafa í för með sér á efnahag og atvinnulíf landsins. Ljóst er að afnám hafta í milliríkja- viðskiptum á stærstan þátt í miklum vexti landsframleiðslu á Vesturlöndum á síðustu áratugum og árhundruðum. Mönnum er þannig farið að skiljast að aukin viðskipti milli landa hafa meiri hagvöxt í för með sér en innheimta tolla og verndun innlendrar framleiðslu. Ávinningur aukins frelsis í milliríkja- viðskiptum er mismikill eftir stærð og gerð mismunandi hagkerfa. Þannig nýt- ist það venjulega litlum ríkjum hlutfalls- lega betur en þeim sem stærri eru. Stór ríki, á borð við Bandaríkin, eiga kost á að fullnægja innlendri eftirspurn í mun meira mæli sjálf heldur en lítil ríki eins og Island sem eru háðari innflutningi á vörum og þjónustu sem ekki eru til stað- ar í heimalandinu. Þannig yrði meiri efnahagslegur ávinningur af því fyrir ís- land að fá aðild að TTIP-samningi ESB og BNA en fyrir BNA, svo ýkt dæmi sé tekið. Ö Risitalar egar íslendingar senda þjóðarleiðtoga á alþjóðlega fundi skiptír miklu máli að senda vana menn sem vita hvernig tala á um og við kollegana. Þann 8. desember árið 2011 sagði í leiðara Morgunblaðsirw. „Leiðtogafundur Evrópusambandsins var haldinn í frönsku forsetahöllinni fyrir fáeinum dögum. Leiðtogafundurinn heppnaðist vel og fór ágætlega fram. Tveir af leiðtogunum 27 voru mættir og það er til marks um eindrægnina á fundinum að þeir tóku ekki eftir því að allir lidu leiðtogarnir voru hvergi sjáanlegir. ... Ef afgangsstærðin mætir á aukafundinn til að vera með á myndinni mun hún verða þakklát og undirleit og minna á þá ljúfu smnd þegar dvergarnir 7 horfðu upp á Mjallhvít skammta þeim í skálina. ... Fyrst sá mæti maður Geir Jón er að hætta í lögreglunni væri þá ekki hægt að ráða hann tíl að fara fýrir Islands hönd á svona fundi og vera á myndinni? A meðan Ijósmyndarar væru að stilla sér upp myndi Geir Jón stilla sér upp við hliðina á Sarkozy eins og hann stillti sér upp við hliðina á lidu óeirðaseggjunum á Austurvelli. Það er þó ekki alveg víst að Sarkel [Skýring: Gott grín. Sarkozy+Merkel] einræðisherra ESB fengi forystufiðringinn í magann þegar sú mynd kæmi úr framköllun. Island gæti með þessari aðferð ekki aðeins kíkt í pakkann og skoðað í skóinn, heldur beinlínis verið inni í myndinni." Talið er að leiðarahöfundur sé þaul- vanur slíkum „dvergafundum“ og vænt- anlega mjög hávaxinn maður. Þremur dögum síðar sagði í Reykja- víkurbréfr-. „Hinu fræga og evruvæna „Der Spiegel“ kom þó jafnvel á óvart hve hratt og vandræðalaust evruþjóðirnar hefðu kyngt þeirri stöppu sem Sarkel, tvíhöfða einræðisherra svæðisins, hafði útbúið fýrir þær á hinum raunverulega leiðtogafundi, þar sem Sarkel ræddist einn við. Litlu leiðtogunum var meira að segja sagt að hókuspókusar í Brussel hefðu með galdri tryggt að leiðtogar þjóðanna, sem fastar eru í evrunni, mættu óstuddir, nema hver af öðrum, svipta þjóðir sínar veru- legu sjálfstæði, án þess að spyrja nokkurn mann um það heima hjá sér.“ Síðar segir í bréfinu: „Er hryllilegur endir verri kostur en endalaus hryll- ingur?“ bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575- Netfáng: benedikt@heimur.is. Prenmn: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. Sérfræöingur? Þá veit hann ekkert fslandi er það viðhorf landlægt að „sérfræðingar“ á einhverju sviði viti Jm Ayfirleitt minna um sitt fag en fólk almennt. Milli háskólakennslu og raun- veruleikans sé slíkt Ginnungagap að nánast óbrúanlegt sé. Fiskifræðingar vilja takmarka veiði á tegundum sem sjómenn „sjá“ að eru vaðandi um allan sjó og verkfræðingar velja vegastæði þar sem von er snjóflóða. Landeyjahöfn er vinsælt dæmi um fávisku sérfræðinga. Þegar starfsmenn Þjóðhags- stofnunar fóru til Vestmannaeyja barst það fljótt út að þar færu „einhverjir verðbólgu- karlar úr landi.“ Oðaverðbólga hlaut að vera hagfræðingum að kenna. Slíkt viðhorf er ekki bundið við ísland. Víða um heim dæla fjölmiðlar út röngum upplýsingum, oft með aðstoð stjórnmála- manna. Ranghugmyndir verða sannleikur í hugum fólks. Andstaða við innflytjendur verður ekki minni en ella þegar skoðana- kannanir sýna að almenningur margfaldar fjölda þeirra. I Bandaríkjunum töldu að- spurðir að 33% þjóðarinnar væri innflytj- endur meðan rétt tala er 14%. Bretar héldu að 24% þjóðarinnar væri múslimir. Rétt tala er 5%. Margir íslendingar telja að leysa mætti fjárhagsvanda ríkisins og auka útgjöld til margra málaflokka með því að loka sendi- ráðum erlendis. Heildarútgjöld til utanrík- isráðuneytisins eru um 2% af fjárlögum. Aðeins um 0,4% fara til sendiráða. Einn vandinn við að leiðrétta misskiln- ing er að fólk er sannfært um að það hafi rétt fýrir sér. Þegar Bretar voru spurðir að því hvers vegna þeir ofmætu fjölda inn- flytjenda svaraði hlutí því að opinberar töl- ur væru rangar vegna þess að ólöglega inn- flytjendur vantaði. Aðrir sögðust hreinlega vita að þeir hefðu rétt fýrir sér, þrátt fyrir að tölur sýndu annað. Nýleg könnun sýndi að 88% hag- fræðinga í Bredandi telja að útganga úr Evrópusambandinu leiði landið í ógöngur sem stór hluti almennings verði var við. AGS, OECD og Bank of England taka í sama streng. Andstæðingar aðildar segja lítið að marka þetta: ,Auðvitað myndu þau segja þetta.“ Þau eru nefnilega „sér- fræðingar“. Stjórnmálamenn bera auðvitað ábyrgð. Þeir hafa margir góðan aðgang að fjölmiðl- um og óábyrgir stjórnmálamenn geta sáð fræjum tortryggni með glannalegum eða röngum fullyrðingum. Donald Trump, er frægt dæmi um mann sem virðist komast upp með að segja hvað sem honum dettur í hug. Hann gæti orðið næstí forseti Banda- ríkjanna. Aftur og aftur koma fram fúllyrðingar um hve heimskulegt lífeyrissjóðakerfið sé. Miklu vænlegra sé að safna peningum á eig- in reikning. Margir háværustu gangrýnend- ur þess kerfis hafa lítíð greitt í lífeyrissjóði og undrast það svo mjög hve lítíð þeir fá í ellilífeyri. Einhver sérfræðingurinn hlýtur að hafa reiknað rangt. Q 4 VÍSBENDING • I9.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.