Vísbending


Vísbending - 06.06.2016, Qupperneq 3

Vísbending - 06.06.2016, Qupperneq 3
V ÍSBENDING Gildi milliríkj aviðskipta Helga Kristjánsdóttir hagjrxSingur liríkjaviðskipti haía alltai verið Islandi mikilvæg. Stað- isetning landsins milli Evrópu og Bandaríkjanna býður upp á ýmis tækifæri í milliríkjaviðskiptum um leið og ýmsar áskoranir fýlgja legu lands- ins. Gerðar hafa verið rannsóknir sem leitast við að greina þær áskoranir, sem blasa við Islandi sem smáu hagkerfl í samanburði við viðskiptalöndin, svo sem möguleg áhrif aðildar viðskipta- landa okkar að ESB og öðrum viðlíka viðskiptabandalögum. Utflutningur skipdst í vöru- og þjónustuútflutning. Sjávarafurðir hafa lengst af verið meginuppistaða vöru- útflutnings Islendinga. Þá hefur útflutn- ingur frá ál- og kísilmálmverksmiðjum aukist á undanförnum árum, þar sem vaxandi útflutningur frá orkufrek- um iðnaði hefur haldist í hendur við vöxt beinnar erlendrar fjárfestingar í þeim iðnaði. Þá eru sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður ekki aðeins gjaldeyr- isskapandi, heldur hefur ferðaþjónusta skilaði vaxandi framlagi gjaldeyris. Tekj- ur af ferðaþjónustu flokkast sem útflutn- ingur í þjóðhagsreikningum. Millir ík j aviðskipti mikilvæg smáríkjum Smá hagkerfi eru að jafnaði háðari milli- ríkjaviðskiptum en stór hagkerfi. Þetta endurspeglast í útflutningshlutfallinu, sem er almennt hærra í smáum hag- kerfum þar sem þau eru að jafnaði með meiri einhæfni í stoðum atvinnulífsins. Þetta má setja í samhengi við það að tölur Alþjóðabankans gefa til kynna að vöruviðskipti hér á landi hafi verið um 64% af vergri landsframleiðslu árið 2013, en vöruviðskipti ná yfir samtölu vöruútflutnings og vöruinnflutnings. Til samburðar benda gögn Alþjóðabankans til þess að þetta hlutfall sé aðeins um 23% í Bandaríkjunum. Lítil hagkerfi, á borð við fsland, reiða sig meira á milliríkjaviðskipti í formi innflutnings og útflutnings. Fjarlægð íslands frá öðrum löndum leiðir til þess að fyrirtæki á innanlands- markaði njóta fjarlægðarverndar. Þá fyrir Island felur fjarlægðin í sér meiri flutnings- kostnað fýrir almennan vöruútflutning frá fslandi, kostnað sem útflytjendur verða að greiða til þess að koma vörum sínum á markað erlendis. Þannig verður fjarlægðin viðskiptahindrun. Rannsókn- ir á útflutningi héðan gefa til kynna að kaupmáttur og stærð viðskiptalanda okkar vegi þyngra en markaðsaðstæður hér á landi. Mikill áhugi er á rannsóknum á milliríkjaviðskiptum landa þ.e. inn- og útflutningi þeirra, sem og milliríkja fjár- fesdngu. Bein erlend fjárfesting milli landa er sú fjárfesting sem er 10% eða meiri í dlteknu fyrirtæki. Þannig er lagt mat á flæði fjárfestinga milli landa í samhengi við starfsemi fjölþjóðafyrir- tækja. f þessu samhengi hefur verið leit- ast við að skýra hagkvæmni þess að ráð- ast í fjárfestingu í tilteknu landi fremur en að ráðast í útflutning til þess að koma vörum þangað á markað. Sé áliðnaðurinn hafður í huga eru aðrir þættir sem snúa að framleiðslu áls hér á landi það jákvæðir að þeir yfirstíga fjarlægðarhindrunina. Ýmislegt fleira kemur til í tilviki áliðnaðar, svo sem aðgengi að köldu vatni til nota í álverum, þannig það er ekki einungis verð rafmangs sem dregur áliðnað hingað til lands. Bein erlend fjárfesting eða útflutningur? Ein spurning sem fyrirtæki í vexti standa oft frammi fyrir er hvort hag- kvæmara sé að ráðast í beina erlenda fjárfestingu við tilteknar aðstæður eða að stunda milliríkjaviðskipti. Þetta snýr aðallega að sókn á erlend markaðs- svæði. Vegna smæðar hagkerfisins hvet- ur vöxtur fyrirtækja til þess að þau ráð- ist annað hvort í útflutning til annarra landa, eða kjósi að ráðast í erlenda fjár- festingu í öðrum löndum. Samspil útflutnings og beinnar er- lendrar fjárfestingar kemur til dæmis fram þegar fyrirtæki á borð við Mar- el og Samherja fara í útrás og sækja á markað erlendis. Það hefur sýnt sig að við þessar aðstæður vaxtar er algengt að fyrirtæki hefji fyrst útflutning á mark- að og ráðist síðan í beina erlenda fjár- festingu. Þetta er gert til að tryggja vöxt og viðgang fyrirtækisins í sókn á stærra markaðssvæði með vöru sínar og þjón- ustu. Orkufrekur iðnaður Island hefur laðað að sér fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, vegna þess hve það er auðugt af orku, en landið hefur haft meiri orku til umráða en landsmenn þurfa á að halda. Island getur ekki flutt umframorku beint út eins og lönd á meginlandinu, heldur flytur það ork- una óbeint með tilkomu beinnar er- lendar fjárfestingar í áliðnaði. Þá hefur það gildi fýrir landið að hafa skýran eignarrétt og frjáls viðskipti og löggjöf sem tekur mið af þeirri evrópsku. kS VÍSBENDING 20. IBl. 2016 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.