Vísbending


Vísbending - 13.06.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.06.2016, Blaðsíða 2
VíSBENDING Er þetta allt vonlaust? Einn af aðalleikurunum skrifar leikdóm um Hrunið Mervyn King: The End of Alchemy, Money, Banking, and the Future ofthe Glob- alEconomy. Little, Brown. 2016. egar seðlabankastjórinn talar um kreppu hlusta menn. Haustið 2008 breyttust embættismenn, sem almenningur hafði áður í besta falli séð í íjarlægð, í stjörnur í óhugnanlegum raunveruleikaþætti. Einn þessara manna er Mervyn King, seðlabankastjóri Eng- landsbanka. Islendingar kynntust Mervyn í hruninu og deilur komu upp um samtal hans og formanns bankastjórnar Seðla- banka íslands á þeim tíma. Mervyn King hefur nú skrifað bókina The End of Alchemy, sem er ólík öðrum hrunbókum að því leyti að hún fjallar ekki um hvernig höfundur bjargaði heiminum með snarræði sínu, eða ákveðnir glæponar og kjánar hafi leitt heiminn fram á ystu nöf og svo ýtt við honum. Þvert á móti setur hann fram hugmyndir um hverjar séu hinar undirliggjandi orsakir vandans og hvernig megi afstýra því að heimsbyggðin lendi aft- ur í sömu súpu. Umskiptin miklu Arið 2007 var ekki bara lúxusár í hugum íslendinga. Það var enn eitt árið sem virtist sanna að heimurinn væri á réttri leið stöð- ugleika og hagvaxtar. Allt frá hruni Berlínar- múrsins var allt á uppleið að því er virtist. I ágúst fóru hins vegar að sjást blikur á lofti og rúmu ári seinna hafði vísdómur gærdagsins breyst í dæmisögu um heimsku mannanna. Hetjurnar breyttust í skúrka á örskömmum tíma. Hér á landi er okkur oft hugsað til þess hvar ísland hafi farið út af sporinu. Það er auðvitað skynsamleg hugsun, en því fer samt fjarri að landið hefi eitt og sér lent í vanda. Þvert á móti hefur komið í ljós að víða var pottur brotinn. Með því að plata sjálfa sig og aðra höfðu fjölmargir getað haldið áfram á sinni braut án þess að nokkur sæi að eitt- hvað væri að. Þegar talað var um að á íslandi gæti efnahagslífið lent harðri lendingu héldu flestir að um myndlíkingu væri að ræða sem ekki bæri að taka allt of bókstaflega. Enn þann dag í dag eru menn ekki búnir að bíta úr nálinni með hrunið. Ekki aðeins þeir fjölmörgu einstaklingar sem töpuðu aleigunni og fyrirtækin sem fóru á hausinn heldur líka stórir bankar og heilu hagkerfin. Engum datt í hug að meira en sjö árum eft- ir að ósköpin dundu yfir sætu menn enn í pyttinum. Upphaf sögunnar King segir frá því að hann hafi hirt virtan bankamann frá Kína árið 2011 og ákveðið að spyrja hann um hvaða lærdóm Kínverjar hefðu dregið af iðnbyltingunni. Sá kínverski sagði að landsmenn hans vildu gjarnan feta í fótspor Vesturlanda og bæta lífskjörin með iðnvæðingu. En bætti svo við: „Eg er hræddur um að þið hafi ekki alveg skilið peningamál og bankastarfsemi enn.“ Þetta varð King innblástur að bók- inni. Hann spyr réttilega hvers vegna allt það stórsnjalla fólk sem hóf störf í bönkum á þessum tíma, dáleitt af háum launum og bónusum, gat haft svona óskaplega rangt fyrir sér í rekstri. Auðvitað var maðkur í mysunni hjá sumum, en ef það hefði eitt og sér verið orsökin er líklegt að sumir hefðu sloppið. Hroki hagfræðinga sem teldu að þeir gætu sagt fyrir um óorðna hluti hafi aukið líkurnar á kreppu. Nauðsynlegt sé að hugsa hagfræðina upp á nýtt. Bankar eiga að halda aga á lántökum, vera varfærnir og taka lágmarksáhættu. Fyrir hrun voru þeir aftur á móti leiðandi í áhættusókn og bjuggu til ýmiss konar tæki, svonefndar afleiður, sem þeir skildu ekki einu sinni sjálfir nema að takmörkuðu leyti, hvað þá að þeir gætu skýrt þau fyrir viðskiptavinum sínum. Á leiðinni tapaðist traustið sem er grunnurinn að bankastarf- semi og reyndar grunnurinn að ríkinu í heild. Meginhugtök King talar í bókinni um fjögur grunnhug- tök sem skipti meginmáli: 1. Ojafhvægi í hagkerfinu er staða sem ekki er hægt að viðhalda. Að því kemur að framleiðsla og neysla hlýtur að breytast og færa hagkerfið í jafnvægi á ný. King telur að frá falli Berlínarmúrsins hafi ríkt ójafnvægi í hagkerfi heimsins. Breytingar hafi orðið, en enn sé ekki komin varanleg staða. 2 VÍSBENDING • 21.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.