Vísbending - 01.07.2016, Qupperneq 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
1 . júlí 2016
23 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Hvað höfum við gert?
ó að tæplega hálfur mánuður sé
liðinn frá því að meirihluti kjós-
enda í Bretlandi ákvað að heppi-
legast væri að leiðir landsins og annarra
Evrópulanda myndu skilja veit enginn
enn hvaða áhrif úrsögnin hefur. Eitt
virðist þó víst að hún mun ekki verða
þessu gamla stórveldi til góðs. Verkefnið
næstu mánuðina verður að lágmarka
skaðann bæði fyrir Breta og aðra.
Hrun á mörkuðum
Strax eftir að niðurstöður atkvæða-
greiðslunnar lágu fyrir tók pundið dýfu
gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Á mynd
sést hvernig gengið hafði farið lækkandi
eftir því sem útgöngusinnum óx fiskur
um hrygg, en þegar aftur var farið að
hilla undir sigur þeirra sem vildu óbreytt
ástand styrktist pundið á ný. Lækkunin
er sú mesta á einum degi á undanförnum
áratugum.
Athyglisvert er að hlutfallslega er
lækkunin minni gagnvart evrunni, en
það er rökrétt að útganga Breta veiki
evruna líka, því að Evrópusambandið
verður auðvitað veikara en áður eftir út-
göngu þeirra.
Hlutabréfavísitölur um allan heim
lækkuðu líka mikið. Athygli vekur að í
Bretlandi hafa þær hækkað á ný, ólíkt því
sem gerst hefur á meginlandi Evrópu.
Sérfræðingar hafa átt í erfiðleikum
með að skýra þetta, en benda á að það
séu einkum félög sem bundin eru við
Bretland sem hafa hækkað í verði, t.d.
byggingafyrirtæki og tryggingafélög. Slík
starfsemi getur auðvitað búist við minni
samkeppni eftir að Bretland hverfur af
sameiginlega markaðinum.
Segja má að fall hlutabréfamarkaða
utan Bretlands hafi komið mörgum meira
á óvart en lækkunin heima fyrir. Hún er
samt auðvitað eðlileg eftir á að hyggja því
að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu er
áfall fyrir frjáls viðskipti um heim allan.
Mælt í öðrum myntum en pundum hef-
ur hlutabréfamarkaðurinn í London fallið
eins og aðrir.
Lánshæfismat Bretlands lækkaði í
kjölfar atkvæðagreiðslunnar hjá öllum
helstu matsfyrirtækjum. Þetta getur
haft þau áhrif að dýrara verði fyrir bæði
breska ríkið og helstu fyrirtæki að taka
lán. En jafnframt er ástæða til þess að
vera á verði gagnvart því að önnur ríki
gætu líka lækkað í einkunn vegna þess
að horfur versni almennt. Þess vegna
er engin ástæða til Þórðargleði annarra
þjóða yfir óförum Breta.
Upplausn Bretlands
Segja má að í rúmlega 200 ár hafi Breska
heimsveldið verið að liðast í sundur.
Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði árið
1776. Sagt var að sólin settist aldrei
í Breska heimsveldinu Eftir það áttu
reyndar margar nýlendur í Afríku eftir
að bætast í veldið, en á 20. öldinni varð
Heimsveldið að Samveldi sem tengist
gegnum drottninguna. Nú gæti styst í
að Stóra-Bretland yrði bara England og
Wales. Þó að þessu hafi verið spáð fyrir
kosningarnar var það örugglega ekki
markmið útgöngusinna.
Skotar felldu sjálfstæði fyrir tæplega
tveimur árum, meðal annars með þeim
rökum að með því móti héldist landið
í Evrópusambandinu. Skoðanakannanir
benda til þess að nú vilji fleiri Skotar en
áður segja skilið við England. Þeir studdu
áframhaldandi veru í sambandinu og
finnst mörgum að nú verði þeir skildir
eftir á köldum klaka.
Svipað má segja um Norður-Ira sem
einnig vildu óbreytt ástand. Sambandið
við Irland er auðvitað mjög mikil-
vægt og þá hryllir við því að setja upp
landamæragirðingu, sem yrði væntanlega
nauðsynlegt ef hefta á fólksflutninga.
London er sá hluti Englands sem
mestu tapar á útgöngunni. Vægi
borgarinnar í fjármálaheiminum mun
áreiðanlega minnka og líklegt er að
margir leiti leiða til þess að finna sér
starf í nýrri fjármálahöfuðborg Evrópu,
sem væntanlega verður Frankfurt, þó
að Parísarbúar hugsi sér líka gott til
glóðarinnar.
Byltingin étur börnin sín
Einn helsti kostur frjálsra viðskipta er að
bæta heildarhag, þó að hlutskipti margra
versni til skamms tíma litið. Einmitt þess
vegna er frjáls för milli landsvæða mikil-
vægt, því að þá geta þeir sem missa starf
á einum stað flutt annað þar sem vinnu
er að fá. íslendingar fluttu til Noregs eft-
ir hrun og flytja nú aftur heim þegar á
móti blæs í olíuveldinu.
Það gagnstæða gerist þegar höml-
ur eru settar á viðskipti milli landa. Þá
versnar allra hagur. Rannsóknarmiðstöð
tímaritsins Economist telur að hagkerfi
Bretlands dragist saman um 6% fram til
ársins 2020 vegna úrsagnarinnar.
Þeir sem kannast við kenningar 19.
aldar hagfræðingsins Ricardos vita að
viðskiptalönd Breta græða ekki á móti
heldur þvert á móti: Allir tapa.
Það töpuðu líka allir helstu stjórn-
málaforingjar landsins. Aðalleikarar í
Brexit-ævintýrinu eru þeir Boris John-
son, Michael Gove dómsmálaráðherra
og Nigel Farage, formaður Breska
sjálfstæðisflokksins (UKIP). David
Cameron forsætisráðherra boðaði árið
2013 til kosninga, sem hann hélt að
framh d hls. 4
1 Það er vægt til orða tekið að : i ^ Bein erlend íjár- rt Þegar tilfinningar og rök : A Ekki er heppilegt að ríkið sé
1 Bredand sé í upplausn eftir : ( rj festingjókstmikið takast á í jafnri barátm er helsti eigandi bankakerfisins
þjóðaratkvæðagreiðsluna á Islandi á árunum : líklegt að tilfinningarnar • á Islandi. Fyrri einkavæðing
um Evrópusambandið. fyrir hmn. hafi yfirhöndina. hræðir þó marga.
VÍSBENDING • 23.TBL 2016 1