Vísbending


Vísbending - 01.07.2016, Síða 2

Vísbending - 01.07.2016, Síða 2
X/ÍSBENDING --------------------------------- Hvað er bein erlend fjárfesting? Mynd: Bein erlend fjárfesting á íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiöslu 1976-2013 25 i «* - ikiiilil S P: cri a\ sRgsalssssEoilgssassasæægs ín 55 -er jq o 9 o 5 p 2 s 8 o 8 o o o N N M N N N ' lll o - N rt: o O o Oí Með tilkomu aukins viðskipta- frelsis hefur bein erlend fjárfesting aukist á heimsvísu. I kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar fóru fyrirtæki í vaxandi mæli að huga að útrás, eftir endurreisn efnahagslífs á heimamarkaði. Því fór að bera á beinni erlendri fjárfestingu á öðrum markaðssvæðum. Til þess að auka markaðshlutdeild sína urðu fyrirtæki að meta hvort væri hagkvæmara, að stunda útflutning og standa straum af innflutningstollum, flutningskostnaði og fleiri þáttum með útflutningi vörunnar, eða að hefja beina erlenda fjárfestingu í nýju landi með opnun starfsstöðva þar ásamt því að bjóða þau kaup og kjör sem þar tíðkuðust. Bein erlend fjárfesting á íslandi Fjárfesting er sögð vera bein erlend fjárfesting (e.foreign direct investment), þegar eignarhlutur tiltekins aðila er jafn eða meiri en 10% hlutur af heild. Oft er talað um ráðandi eignarhlut í þessu samhengi. Viðkomandi aðili hef- ur þá stjórnunarleg áhrif á rekstur fyr- irtækis. Fari eignarhlutur undir 10% er rætt um óbeina fjárfestingu. Þetta á oft við um hefðbundna hlutafjáreign sem ekki nær 10% af heild. Myndin sýnir hve gífurlega mikil bein erlend fjárfesting var á Islandi á árunum 2004-2007. Hér vegur þyngst Alcoa Fjarðaál. Almennt er skírskotað til fjárfestingar sem flæðistærðar (e. flow), þar sem átt er við árlega fjár- festingu sem ráðist er í á tilteknu ári. Þá er einnig rætt um uppsafnaða fjár- festingu í þessu sambandi (e. stock), þar sem átt er við fjármunaeign. Þegar verið er að rannsaka fjárfestingu yfir ákveðin tfmabil hafa margir kosið að styðjast frekar við fjármunaeign. Það er sökum þess að hún er mælikvarði á uppsafnaða fjármunaeign sem er lýsandi fyrir eðli beinnar erlendrar fjárfestingar, sem gjarna er til langs tíma. Ef uppsöfnuð bein erlend fjárfesting yfir ákveðið tímabil reynist vera óbreytt eða lækkar milli ára getur það endurspeglað að um sé að ræða neikvætt eða ekkert flæði •$ Heimild: Alþjólabankinn (World Bank, 2015). fjárfestingar, sem getur meðal annars verið vísbending um að arðgreiðslur úr landi hafi verið meiri en fjárfesting á tilteknu ári. Á Islandi hefur fjárfesting í orku- frekum iðnaði verið áberandi, þar sem fjárfest hefur verið frá grunni af er- lendum fyrirækjum. Það er sjaldgæft að bein erlend fjárfesting í tilteknu landi sé að mestu af því tagi og hefur því gefið tilefni til sérstakra rannsókna. Mismunandi tegundir fjárfestinga Stundum er vísað til fjárfestingar sem felur í sér uppbyggingingu frá grunni á „grænni grundu“ (e. greenfteld in- vestment) , sem nýfjárfestingar þar sem hún felur í sér stofnun og uppbyggingu fyrirtækis frá grunni í öðru landi og ráðningu nýs starfsfólks. Þessi tegund fjárfestingar er borin saman við kaup á starfsemi sem þegar hefur verið hafin (e. brownfield investment) með samruna eða yfirtöku fýrirtækis í öðru landi (e. Mergers and Acquisitions, M&As). Sókn á stærra markaðssvæði hvetur fyrirtæki til útrásar á erlendan markað. Umfang starfsemi erlendra fyrirtækja hefur ekki einungis verið metið í formi beinnar erlendrar fjárfestingar, heldur hefur einnig verið lagt mat á sölu hlut- deildarfélaga í öðru landi (e. affiliate sales). Framan af var bein erlend fjár- festing á Islandi að mestu í formi frumfjárfestingar, með tilkomu álvera í orkufrekum iðnaði. Þetta er eitt af því sem Michael Porter hefur vakið máls á, í yfirliti sínu yfir samkeppnisstöðu Islands, þar sem fjallað er um vaxandi markaðshlutdeild íslands í framleiðslu málma. Skýringar á beinni erlendri fjár- festingu í orkufrekum iðnaði hér á landi geta verið ýmsar. Þar má telja hag- stæða verðlagningu orku, góða hafnar- aðstöðu sem gefur færi á flutningum á sjó, framboði vinnuafls og stöðugleika. Lega lands, sem hefur áhrif á flutnings- kostnað, skiptir jafnframt máli sem og framboð á köldu vatni svo eitthvað sé nefnt. I tilviki álframleiðslu er nálægð við neytendamarkað ekki eins mikil- væg og fyrir almennar neysluvörur sem háðar eru geymsluþoli. Ö 2 VÍSBBNDING • 23.TBI. 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.