Vísbending


Vísbending - 14.07.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.07.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmúl 14. júlí2016 25 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Þróunin frá hruni - Tekjublað Vísbendingar Eins og alþekkt er hefur Frjáls verslun um árabil gefið út upp- lýsingar um laun byggð á álagn- ingarskrám. Nú í sumar kom að venju út blað sem hafði upplýsingar um laun 3.725 Islendinga. Einstaklingarnir í blað- inu eru ekki valdir af handahófi heldur þvert á móti sérstaklega valdir vegna þess að þeir eru þekktir, gegna mikilvægum stöðum eða eru með há laun samkvæmt álagningarskránni. Þess vegna segja tölur um meðallaun þessa hóps ekki endilega mikið um laun almennt. Þó er hópurinn svipaður frá ári til árs. Reynt er að velja einstaklinga sem gegna sömu stöðum og þeir sem voru í blaðinu árið á undan. Því er t.d. fjallað um laun forstjóra nær allra stærstu fýrirtækja landsins, allra alþingis- manna, helstu embættismanna og svo framvegis. Stöku sinnum kemur það fyrir að nokkrir einstaklingar fá ofurlaun einu sinni. Þetta var tiltölulega algengt á árunum fyrir hrun en úr því virðist hafa dregið. Til þess að draga úr hættunni á því að einstaka tilfallandi greiðslur rugluðu tölfræðina var launaefstu fimm einstaklingunum sleppt. Auk þess var líka miðað við miðtölu launa í stað þess að horfa eingöngu á meðaltöl. í ljós kom að í 90% tilvika var miðtalan 90 til 100 prósent af launum, en fór þó allt niður í 79% og upp í 104%. Hér á eftir er fjallað um þróunina frá árinu 2008 og stöðuna eins og hún birtist núna miðað við álagn- ingarskrá ársins 2015. Forstjórar hafa mest Á mynd 1 sjást laun ýmissa stétta sem hlutfall af launum forstjóra. Hér er miðað við 100 launahæstu forstjórana, en síðar verður fjallað um hvaða áhrif það hefur að miða við 300 launahæstu. Myndin sýnir að þeir sem næstir koma eru sjómenn, bankamenn og næst- ráðendur innan fyrirtækja. Þessir hóp- ar eru með milli 70 og 80% af launum Mynd 1. Hlutfall launa stétta af launum 100 launhæstu forstjóra árið 2015 Heimild: Frjáls verslun, 6. tbl. 2016. Tölur við flokka. vísa til kafla í blaðinu. Mynd 2: Breyting hlutfalls launa stétta af launum hæstu forstjóra 2008 til 2015 hæstu forstjóranna. Læknar og flugmenn eru með liðlega 50% af launum þeirra og lögfræðingar og verkfræðingar með milli 40 og 50%. Þegar vísað er til einstakra stétta er miðað við þá sem vinna fyrst og fremst við sitt fag, en auðvitað eru forstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja með ýmiss konar menntun. framh. d bls. 2 ITekjur einstakra hópa hafa breyst mikið undanfarin ár. Við skoðum þróunina frá hruni. Athygli vekur að margir hópar höfðu í fyrra ekki náð aftur sama kaupmætti og fyrir hrun. 3Bestum árangri náðu sjómenn, en bankamenn og alþingismenn eru á botninum. 4Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt. Hvaða leið er best til þess að útdeila aflaheimildum? VÍSBENDING • 25.TB1 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.