Vísbending


Vísbending - 14.07.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.07.2016, Blaðsíða 2
HíSBENDING Mynd 3: Breytingar á launum nokkurra aðila á almennum vinnumarkaði 2008-2015 1. Forstjórar ..2. Bankamenn *■■■■*'4. Næstráðendur ■■"■■■20 Sjómenn Heimild: Frjáls verslun, 6. tbl. 2016 Mynd 4: Breytingar á launum opinberra aðila og fleiri 2008-2015 ■5. Alþmenn og ráöh. *—■—6. Sveitarstjórnarm. 7. Hagsmunasamt. " Embættismenn Sveitarstjórnarmenn og embættis- menn eru líka nálægt 40% af launahæstu forstjórunum, sem einnig má segja um forystumenn og framkvæmdastjóra ým- issa hagsmunasamtaka. Endurskoðendur og skólamenn eru með milli 30 og 40 af launum hæstu forstjóranna. Athygli vekur að alþingismenn og ráð- herrar eru ekki með nema um tæplega 30% af launum forstjóranna. Laun þeirra eru svipuð og laun presta og fjölmiðla- fólks samkvæmt þessu, en í Frjálsri versl- un birtist tæmandi listi um launatekjur alþingismanna og ráðherra. Síðar kemur fram að kjör alþingismanna hafa rýrnað mjög frá hruni. Lestina reka þrír hópar: Auglýsinga- fólk með um 20% af launum hæstu for- stjóranna, listamenn á svipuðum slóðum og loks íþróttamenn, en í þeirra hópi er margt kornungt fólk sem enn er í námi og kemur því ekki á óvart að laun þeirra séu ekki há. Sjómenn hækka og þingmenn lækka Á mynd 2 sést hvernig laun nokkurra stétta hafa þróast sem hlutfall af launum hæstu forstjóra. Þar sést að hagur sjómanna vænkaðist mjög hlutfallslega á þessum árum. Laun þeirra fóru úr því að vera 60% af launum forstjóranna árið 2008 í það að vera nokkru hærri á árunum 2011-12. Síðustu tvö árin lækkar hlutfallið svo nokkuð og er í 80% í fýrra. Læknar halda nokkur veginn sama hlutfalli allan tímann eða milli 50 og 60% af launum hæstu forstjóranna. Það sama verður ekki sagt um alþingismenn. Laun þeirra voru um 40% af launum forstjóranna árið 2008 en voru í fýrra aðeins 29% af þeim. Til fróðleiks sýnir myndin einnig laun presta sem voru talsvert lægri en laun alþingismanna árið 2008 en hafa fylgt launaþróun þeirra nokkuð vel síðan. Talsverðar breytingar frá árinu 2008 Eitt af því sem gerir kjarabætur flókn- ar er ef vinnumarkaðurinn færist ekki í takt. Það er auðvitað erfitt þegar launa- hækkanir eru ekki miðstýrðar í ákveðn- um stórum samflotum heldur ákvarðast í persónulegum samningum hjá sumum, en breytingum á mismunandi tíma hjá mörgum öðrum. Hjá sumum verða svo eðlisbreytingar á undirliggjandi rekstri, en það virðist óhætt að segja að svo hafi orðið árið 2008-9 þegar nær öll stærstu fjármálafyrirtæki landsins fóru á haus- inn. Heimild: Frjáh verslun, 6. thl. 2016 Almennur vinnumarkaður tók fljótt við sér Þrátt fýrir millifýrirsögnina hér að ofan er rétt að leggja áherslu á að hér er ekki fjall- að um almenna launamenn heldur fýrst og fremst stjórnendur af ýmsu tagi. A mynd 3 sést þróunin hjá bankamönnum, forstjór- um, næstráðendum og sjómönnum. Þetta eru þær stéttir í TekjublaSinu sem hæst hafa launin. Athygli vekur að laun bankamanna hrapa fýrstu tvö árin og fara svo upp á við eftir það. Þarna lækka launin á verðlagi hvers árs um nálægt 60% og því um mun meira að raunvirði, því að verðbólga var mikil á þessum tíma. Hjá öðrum hópum í viðskiptalífmu verður líka lækkun. Laun forstjóra lækka um rúmlega 15% frá 2008 til 2010 meðan næstráðendur standa í stað á þessum tíma í krónum talið. Hjá báðum hópum hefur því orðið kaupmáttarminnkun á þessum tíma. Embættis- og alþingismenn lækkuðu Á mynd 4 sést þróunin hjá nokkrum hópum sem flestir tengjast því opinbera. Það er einkum athyglisvert við myndina er að laun alþingismanna og ráðherra hafa sáralítið breyst á árunum frá 2008 til 2015. Af því má ráða að þessi hópur sem gegnir afar mikilvægum störfum fýrir þjóðina hafi orðið einna verst úti í hruninu. Frá 2008 til 2011 standa laun hinna hópanna, sveitarstjórnarmanna, embættis- manna og forystumanna hagsmuna- samtaka í stað í krónum talið. Eftir það 2 VÍSBENDING • 2S.TB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.