Vísbending - 14.07.2016, Blaðsíða 4
VíSBENDING
framh. afbls. 3
Mynd 7: Hlutfall launa 300 launahæstu
forstjóra af 100 launahæstu
Mynd 8: Breyting á kaupmætti launa
ýmissa stétta frá 2008 til 2015
Heimild: Frjáls verslun, 6. tbl. 2016
hefur á launatölur þegar hópurinn sem
skoðaður er stækkar. Það undirstrikar
að hér er ekki um nein „meðalmenni“
að ræða almennt. Launaþróun hópanna
á tímabilinu ætti hins vegar að gefa
mikilvæga vísbendingu um það hvernig
kjör í þeirra hópum hafa breyst á þessu
örlagaríka tímabili í Islandssögunni.
Launabil og kaupmáttur
Hér er vikið að hættunni af því að
skoða tiltölulega litla hópa. Þar eru
lögð til grundvallar laun 100 launa-
hæstu forstjóranna (efstu mönnum
sleppt og miðað við miðtölur). Ef horft
er til stærri hóps, þ.e. 300 launahæstu
forstjóranna, kemur í ljós að launabil
hefur minnkað á tímabilinu. Ef tekin
eru laun 300 forstjóra sést að hlutfall
þeirra af launum þeirra efstu 300 hefur
aukist frá því að vera 56% upp í 63% á
fyrra ári. Hagur þessa hóps hefur batn-
að meira en hinna (sjá mynd 7).
Kaupmáttur flestra
minnkaði
Þrátt fyrir yfirlýsingar fyrrverandi for-
sætisráðherra um annað sýnir mynd 8
að kaupmáttur launa flestra hópa var
minni árið 2015 en árið 2008. Banka-
menn hafa lækkað langmest, þó að ekki
sé beinlínis ástæða til þess að efna til
samskota fyrir þá. Alþingismenn og
endurskoðendur hafa rýrnað í laun-
um um 30%. Fyrrnefndi hópurinn fær
væntanlega ekki tekjur af arði eins og
ýmsir í þeim síðarnefnda fá væntanlega.
Sigurvegararnir í launabaráttu á þessu
tímabili eru sjómenn, flugmenn og
starfsmenn hagsmunasamtaka. Q
Aórir sálmar
Trygg réttindi
Nú hafa skapast áhugaverðar umræð-
ur um sjávarútveginn. Kastljósi hef-
ur verið beint að kvótauppboðum Fær-
eyinga og sölu á kvóta frá Hafnarnesi í
Þorlákshöfn til HB Granda. Bæði málin
beina kastljósinu að grundvallaratriðum.
Kvótauppboð virðast gefa talsvert
meiri tekjur til færeysku landstjórn-
arinnar en ríkissjóður Islands hefur af
auðlindagjaldi. Tveir sérfræðingar hjá
Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi skrifa
grein um málið í Fréttablaðið: „Þessi
niðurstaða, að allar umræddar heimild-
ir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár,
vekur ýmsar spurningar um kosti upp-
boðsleiðar. A Islandi er frjáls markaður
með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska
fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum
fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í
umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta
skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til
lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa
byggst upp öflug og framsækin sjávarút-
vegsfyrirtæki um allt land sem veita þús-
undum manna vinnu."
Þessi sjónarmið eru athyglisverð
og benda á það að ef aflaheimildir sem
verða seldar á uppboði þurfa réttindin
að vera til langs tíma til þess að auð-
velda skipulagningu á rekstri fyrirtækja
og stuðla að góðri umgengni um auð-
lindina. Hitt er líka rétt að áfram þarf
að hafa hámark á því hve mikil veiði-
réttindi einstök fyrirtæki geta fengið,
þó að heimildunum verði úthlutað með
uppboðsleið.
Kaup HB Granda á kvóta frá
Þorlákshöfn endurvekja spurningar um
hversu trygg réttindi kvótakerfisins eru.
Málaferli Vestmannaeyjabæjar hafa leitt
til þeirrar niðurstöðu að réttur byggðar-
laga til þess að verja „sinn kvóta“ sé veik-
ur. A svipstundu breytast aðstæður þeirra
sem unnu hjá fyrirtækinu sem seldi.
Jafnvel þó að þeim bjóðist vinna hjá nýj-
um eigendum er ekki víst að það henti
öllum. Framsal kvóta er líklegt til þess að
auka hagræðingu í greininni. Flestir geta
líklega fengið önnur störf, en ekki endi-
lega í Þorlákshöfn.
Ymsir áfellast HB Granda og jafnvel
bankann, en færri þá sem seldu til þess
að greiða upp skuldir. I raun var enginn
glæpur framinn, en það er gagnlegt að
ræða leikreglurnar. bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfang: benedikt@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4 VÍSBENDING • 2 5. T B L. 2016