Vísbending


Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 30. júlí 2016 26 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Kaupmáttaraukning gleður Mynd 1: Kaupmáttur launa og hlutfall þeirra sem eru jákvæðir á núverandi ástand 130 125 120 115 110 105 100 95 Ikönnunum Gallups vegna væntinga- vísitölu er meðai annars spurt um það hvort þátttakendur séu jákvæðir eða neikvæðir á núverandi ástand. Ekki kem- ur sérstaklega á óvart að fáir voru jákvæðir fyrst eftir hrun. Laun höfðu lækkað, skuld- ir hækkað, eignir rýrnað, lífeyrisréttindi minnkað og atvinnuleysi aukist. Hvergi gátu menn komið saman án þess að tala um það áfall sem þjóðin hafði orðið fyrir. í blöðum var í alvöru talað um það hvort þjóðin gæti lifað án þess að fá vörur frá útlöndum. Allt virtist Islendingum mót- drægt. Kaupmáttur Kaupmáttur er vandmeðfarið hugtak. í stuttu máli mælir hann getu fólks til þess að kaupa vörur og þjónustu. Vandinn er fyrst og fremst fólginn í því hvaða peninga er verið að ræða um. Ef horft er á launa- taxta eina og sér mæla þeir auðvitað kaup- getu þeirra sem fá alltaf sömu mánaðar- launin og eru ekki með aðrar greiðslur, hvorki fyrir yfirvinnu né önnur störf. Hjá flestum er lífið ekki svona einfalt. Margir vinna yfirvinnu sem greitt er fyrir, aðrir sinna aukastörfum, nokkrir fá bónusa þegar vel gengur og svo mætti lengi telja. Kaupmáttur launa einn og sér segir því ekki alla söguna ef ekki fylgir sögunni hve mikil vinna er í boði. Tekjur eru svo líka víðtækari en laun. Margir fá fjármunatekjur og þær minnk- uðu í hruninu. Að vísu var mjög villandi að horfa á fjármunatekjur í heild þegar horft var á tekjur almennings, því að þær skiptust mjög ójafnt. Orfáir auðmenn fengu obbann af þeim tekjum. Því miður hefúr fjármuna- tekjum oft verið blandað saman við launa- tekjur þegar tekjudreifing er skoðuð. Þetta veldur erfiðleikum þegar niðurstöðurnar eru svo túlkaðar sem launamisrétti. Fyrir launþegann skiptir kaupmáttur ráðstöfunartekna mestu máli. Þá koma ekki bara inn aukagreiðslur eins og rak- ið eru hér að framan heldur líka hvernig skattgreiðslur og millifærslur hafa áhrif. Hærri skattprósenta þýðir að launþeginn hefur úr minni peningum að spila. Barna- Heimild: Hagstofa Islands og vaxtabætur hafa líka áhrif. Kaupmáttur er því ekki einfalt fyrirbæri og auðvelt að fara rangt með hann í orð- ræðu. Hér á eftir er talað um kaupmátt launa en ekki ráðstöfunartekna, án þess að það sé sérstaklega tiltekið. Kaupmáttaraukning veldur ánægju Eitt af viðfangsefnum hagfræðinnar er j að mæla velferð almennings. Horft hefur I verið á hagvöxt öðru fremur, en hann seg- | ir hve mikið það eykst sem þjóðin í heild framleiðir. Hagvöxtur á mann segir því hve j mikið hver og einn framleiðir að meðaltali. ; Hagvöxtur getur aukist mikið við það eitt i að fleiri komi inn á vinnumarkað, jafnvel j þó svo að hver og einn skili því sama og j áður. Ef hagvöxtur á mann eykst er hægt j að bæta kjör. Ef laun eru hækkuð umfram j hagvaxtaraukningu á mann fá fyrirtækin j minna í sinn hlut en áður og öfugt ef laun- j in hækka minna. Reynslan á Islandi er að j þessar breytingar komi í rykkjum en fylgi j ekki hagvaxtaraukningu. Margir eru óánægðir, jafnvel þó að j kjör þeirra batni. I grein á bls. 2 er sýnt j að almenn jákvæðni endurspeglast ekki 5 endilega í vinsældum stjórnvalda. Myndin hér á forsíðu sýnir aftur á móti að aukinn kaupmáttur kemur beint fram í jákvæðni almennings til núverandi ástands. Fylgnin er augljós og fylgnistuðullinn r=0,95. Aðrir mælikvarðar Eðlilegt er að spyrja hvort til séu betri mælikvarðar á lífsgæði. Það er nefnilega ekki bara á íslandi sem það sýnir sig að peningar eru ekki endilega ígildi atkvæða til þeirra sem eru við völd. Fundinn hefur verið upp nýr mælikvarði á almannaheill sem á ensku nefnist social progress index eða SPI. Þar eru tekin ýmis atriði sem mæla velferð. til dæmis frjálsræði, lýðheilsa og annað. Þessi mælikvarði virkar allvel til þess að bera saman þjóðir, en hefur ýmsa galla, til dæmis að hann gefur einkunn á skalanum 0 til 100. Vestrænar þjóðir eru með mjög svipað skor og erfitt fyrir þær að sýna hraðar framfarir. Þessi mælikvarði sem þróaður er af Michael Porter og fleirum sýnir hins vegar ágætlega mun á lífsgæðum milli vestrænna þjóða og þróunarlanda. fs- lendingar náðu 10. sæti í nýjustu mælingu, en höfðu áður verið í 4. sæti. Aðalástæðan er sú að talið er að aðstæður hafi batnað "I Ekki kemur sérstaklega á 1 óvart að fylgni er á milli jákvæðni um ástandið og kaupmáttar. Þessi jákvæðni virðist aftur f \ á móti lítil áhrif hafa á vinsældir ríkisstjórnarinnar. Q Hvað þýðir það að vera yj sjálfstæð þjóð? Geta þjóðir orðið sjálfstæðari með samvinnu sín á milli? A Að kjósa eða ekki kjósa, það er vandleyst spurning. Svarið við henni er fljótandi eins og verðtryggingin. VÍSBENDING •26.TBt.20I6 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.