Vísbending


Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 4
framh. afbls. 3 sjávarútvegi geta þannig keypt evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki og aukið veltu sína og hagnað. Island er aðili að NATO. Landvarnir eru eitt skýrasta dæmi um þá hagkvæmni stærðar sem Alesina hefur lýst í ritgerðum sínum. Ef Bandaríkin hafa nægilega sterkar landvarnir, svo dæmi sé tekið, kostar ekki mikið að verja einnig Kanada með þeim búnaði og mannafla sem Bandaríkin hafa komið sér upp. Hið sama á við í Evrópu. Island getur ekki stærðar sinnar vegna komið sér upp sjálfstæðum landvörnum en með þátttöku í NATO fær landið landvarnir með því að afsala sér hluta af sjálfstæði sínu. Lokaorð Sjálfstæði Islands og velferð Islendinga byggist á mörgum þáttum; þjóðfélagi byggðu á lögum og reglum, markaðshag- kerfi, menntuðu vinnuafli og síðast en ekki síst umtalsverðum náttúruauðlindum. En þessir þættir nægðu skammt ef íslensk fyr- irtæki hefðu ekki aðgang að markaði fyrir vörur og þjónustu á innri markaði Evrópu- sambandsins og aðgang að svo til óþrjót- andi fjölda einstaklinga á vinnumark- aði. Tollalaus útflutningur og þúsundir erlendra starfsmanna í ferðaþjónustu um þessar mundir eru skýr dæm um kosti þátt- töku í innri markaði ESB. Belgíski hagfræðingurinn Jacques Dréze3 hefur haldið því fram að Evrópu- sambandið ógni tilvist stóru Evrópuríkj- anna vegna þess að það gerir sjálf- stæði landshluta, svo sem Katalóníu og Skotlands, mögulega. Ástæðan er sú sama og hefur verið lýst í þessari grein í tilviki Islands. Þannig gæti Katalónía verið sjálf- stætt ríki eins og ísland en verið hluti af efnahagslegri heild sem er Evrópusam- bandið og notið stærðar markaðarins. Skotland hefur lýst yfir andstöðu sinni við ákvörðun meirihluta breskra kjósenda að segja skilið við Evrópusambandið. Þessi afstaða er auðskiljanleg í ljósi þess sem hér hefur komið fram. Alveg eins og þátttaka Islands í innri markaði ESB er ein forsenda sjálfstæðis landsins þá er áframhaldandi vera Skotlands í ESB forsenda þess að Skodand geti orðið sjálfstætt ríki. En er unnt að ganga of langt í sameiningarátt? Þegar samþykkt var í Maastricht árið 1993 að ESB-lönd tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil var til- gangurinn að spara viðskiptakostnað, koma í veg fyrir greiðslujafnaðarkreppur og örva milliríkjaviðskipti. Allt þetta hefur gerst á þeim árum sem liðin eru frá því að evra var tekin upp sem sameiginlegur gjaldmiðill. Hins vegar hefur komið í ljós að ríki án eigin gjaldmiðils getur tapað sjálfræði þegar í harðbakkann slær og önnur evruríki þurfa að koma til hjálpar. Slík sjálfræðissvipting verður þá til þess að efla þjóðernishyggju sem byggir á að kenna útlendingum um eigin ófarir. Þannig togast á tveir kraftar innan evrusvæðisins; sameiningaröfl sem segja að sameiginleg mynt krefjist pólitískr- ar sameiningar og þjóðernisöfl sem vilja segja skilið við Evrópusambandið. Þannig má halda því fram að upptaka evrunnar árið 1999 hafi ef til vill orðið til þess að kveikja aftur þá elda þjóðernishyggju sem sambandinu var ætlað að kæfa. En „ytra lag“ Evrópusambandsins notar ekki evru. Svíþjóð, Danmörk og Bretland sem eru hluti af sambandinu og Noreg- ur og Island sem eru á sameiginlegum markaði án þess að hafa evru og Sviss sem einnig hefur aðgang að sameiginlegum markaði. En kerfi sjálfstæðs gjaldmiðils og frjáls flæðis fjármagns getur einnig reynst skeinuhætt eins og íslendingar reyndu árið 2008. Þeir atburðir hafa hér á landi kall- að á kerfisbreytingar sem ædað er að auka þjóðhagslegt öryggi á hinum sameiginlega markaði Evrópuþjóðanna.4 Líklegt er að Bredand muni á næstu árum semja við þau 27 ríki sem munu mynda Evrópusambandið um markaðsað- gang sem mun líkjast núverandi ástandi sem mest. Það verður þá áhugavert að sjá viðbrögð Dana og Svía og ákveða í kjölfar- ið hvernig Island getur verið sjálfstætt ríki sem nýtur aðgangs að stórum markaði, er í raun hluti af stærri efnahagslegri einingu, og getur tryggt efnahagslegt öryggi í heimi frjálsra fjármagnsflutninga. I rífandi uppgangi, drifnum m.a. áfram af evrópsku vinnuafli í ferðaþjónustu og sölu sjávarafurða á Evrópumarkaði, er eftirtektarvert hversu fáir geta sagt eitt jákvætt orð um mikilvægi Evrópusam- vinnunnar. Þótt ekki gangi vel í Grikklandi um þessar mundir sem er einnig hluti af innri markaði Evrópusambandsins þá gengur vel hér á landi og víða annars staðar í álfunni. 0 Neðanmálsgreinar og heimildir: 1 SjáAlberto Alesinaog Enrico Spolaore (1997), „On the Number and Size of Nations,“ Tbe QuarterlyJoumalofEcorwmics, 112 (4), 127-156. 2 Sjá Gino Gancia, Giacomo Ponzetto, og Jaume Ventura (2016), „Globalization and Polidcal Structure," NBER Working Paper No. 22046. 3 Jacques Dréze (1993), „Regions ofEurope: a fe- asible status, to be discussed,“ Economic Policy, 17. 4 Hér er átt við reglur sem takmarka möguleika viðskiptabanka til þess að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og safna innistæðum og reglur sem takmarka möguleika fjárfesta til svonefndra vaxtamunarviðskipta. Aörir sálmar Efndir ekki nefndir Formaður Framsóknarflokksins telur ekkert liggja á að kjósa, enda var mik- il kynning fyrirhuguð í Hörpu um afnám verðtryggingar. Þann 5. apríl síðastliðinn sagði hann; „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins. Við ræddum árangur rík- isstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt sam- félag. Meðal annars þarf að Ijúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármála- kerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæð- ismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokks- ins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórn- ina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosn- inga hiðfyrstaJ Stjórnarsáttmálinn vorið 2013 segir um afnám verðtryggingar: „Sérfræðinefnd um afnám verðtrygg- ingar af neytendalánum og endur- skipulagningu húsnæðislánamarkaðarins verður skipuð á fyrstu dögum nýrrar rík- isstjórnar og mun skila af sér fyrir næstu áramót.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haust- ið 2015 sagði: „fslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef fslendingar vilja eiga þess kost að taka átt í alþjóðlegri samkeppni. Kanna skal til þrautar upptöku myntar sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krón- unnar og gefa landsmönnum og fyrir- tækjum frelsi til að ákveða hvaða gjaldmið- ill hentar þeim best. Landsfundur leggur til að ríkisstjórn- in ráði færustu erlendu sérfræðinga til að leggja mat á hvernig hægt er að skipta út verðtryggðu lánaumhverfi og taka upp lánakjör sem þekkjast í nágrannalöndum okkar. Með þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort það sé rétt heldur eingöngu hvernig það væri framkvæmt." bj Ritstjóri og ábyrgðarmaðut: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 26.TB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.